Tilkynna ofbeldismyndband ungmenna
Ef þú veist hver eða hverjir voru að verki eða hefur einhverja grunaða, skalt þú bóka tíma í kærumóttöku lögreglu.
Almennt
Lögreglan hvetur einstaklinga til að láta vita um síður eða hópa á samfélagsmiðlum þar sem verið er að birta ofbeldismyndbönd ungmenna.
Þú getur látið lögreglu vita með því að:
senda tilkynningu rafrænt,
mæta á lögreglustöð,
hringja í lögreglu.
Upplýsingar sem þurfa að fylgja
Með tilkynningu þarf að fylgja:
upplýsingar um tilkynnanda eins og nafn, kennitala og samskiptaupplýsingar,
upplýsingar um efnið, eins og staðsetningu á netinu, slóð á myndband eða mynd,
upplýsingar um myndbandið, eins og hvar það var tekið upp og hvenær ef vitað,
upplýsingar um hverjir eru á myndbandinu ef vitað,
hvort lögregla hafi verið kölluð til,
nánari upplýsingar sem eru gagnlegar.
Tilkynnandi getur heimilað lögreglu að hafa samband til að afla frekari upplýsinga.
Hægt er að óska eftir að nafn komi ekki fram.
Þjónustuaðili
Lögreglan