Þjálfunarhandbók fyrir áhöfn
Þjálfunarhandbók fyrir áhöfn
Þjálfunarhandbækur fyrir áhöfn eiga að vera til staðar og innihalda einfaldar og skýrar leiðbeiningar um notkun björgunarbúnaðar. Leiðbeiningar geta verið í hljóð- og myndrænu formi í stað handbókarinnar. Eftirfarandi skal útskýrt í smáatriðum:
.1 klæðast björgunarvestum, björgunarbúningum;
.2 koma saman á söfnunarstöðvum;
.3 fara um borð, sjósetja björgunarför og léttbáta, þar með talið þar sem við á, notkun á kerfi til rýmingar (MES í ekjufarþegaskipum);
.4 aðferð við að sjósetja innan úr björgunarfarinu (flutningaskip);
.5 losun björgunarfars / léttbáts frá sjósetningarbúnaði (t.d. davíður);
.6 aðferðir og notkun búnaðar til varnar á á svæðum þar sem björgunarför / léttbátar eru stjósett, þar sem við á (t.d. við eldssvoða gæti þurft að verja svæðin);
.7 lýsing á svæðum til sjósetningar;
.8 notkun alls björgunarbúnaðar (t.d. reykköfunartæki, handblys, slökkvitæki, slökkvibúnað);
.9 notkun alls skynjunarbúnaðar (t.d. eldviðvörun, gasmælar þar sem þeir eru);
.10 með aðstoð myndskreytinga, notkun neyðartalstöðvar, EPIRB og SART tækja;
.11 notkun lyfja úr lyfjakistu;
.12 notkun og gangsetning véla léttbáta;
.13 upptaka björgunarfara og léttbáta, þ.mt geymsla og frágangur;
.14 hættur vegna kulda og þörf fyrir hlý föt;
.15 bestu notkun á björgunarförum til að lifa af;
.16 notkun búnaðar til að ná manneskju úr sjó;
.17 allar aðrar aðgerðir sem er að finna í neyðaráætlun og öryggisfræðslu til farþega;
.18 leiðbeiningar um bráðabirgðar viðgerðir á björgunartækjunum (t.d. léttbátum).
Sérhvert skip sem búið er kerfi til rýmingar (MES í ekjufarþegaskipum) skal búið þjálfunarefni um notkun kerfisins.
Þjálfunarhandbókin skal vera á vinnutungumáli skipsins.
Reglutilvísun: Reglugerð nr. 666/2001, III. kafli, regla 3.5, sem vísar í SOLAS samþykktina, reglu 35.
.5 Þjálfunarhandbók
Þjálfunarhandbók, sem uppfyllir ákvæði SOLAS-reglu III/35, skal vera í öllum mat- og tómstundasölum
áhafnar eða í hverjum áhafnarklefa.
Skoðunaratriði:
3201 Þjálfunarhandbók

Þjónustuaðili
Samgöngustofa