Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Styrkir vegna kaupa á stærri vöru- og hópferðaökutækjum N3 eða M3

Loftslags- og orkusjóður auglýsir styrki til kaupa á hreinorku vöru- og hópbifreiðum:

  1. Hreinorku vörubifreiðar (N3)

  2. Hreinorku hópbifreiðar (M3)

Styrkir til kaupa á hreinorku eða losunarfríum vöru- og hópferðaökutæjum (N3 eða M3)

Skilyrði og skilmálar

  • Styrkir miðast við nýskráð ökutæki eftir 1. janúar 2025.

  • Umsókn verður að berast innan 12 mánaða frá nýskráningu ökutækis á Íslandi.

  • Ökutæki sem hafa þegar hlotið styrk eða styrkvilyrði eru ekki styrkhæf.

  • Kaupendur nýrra ökutækja (fyrsta skráning á Íslandi) eiga rétt á fullum styrk. Kaupendur ökutækja með fyrstu skráningu erlendis innan 12 mánaða frá nýskráningu á Íslandi eiga rétt á 80% styrkupphæðar og styrkhlutfalls.

  • Ökutækin mega ekki vera flutt úr landi.

  • Styrkir eru að hámarki 33% kaupverðs (án virðisaukaskatts), en 26,4% í tilfelli ökutækja með fyrstu skráningu erlendis.

  • Umsækjandi getur haft að hámarki fimmtán virk styrkvilyrði á hverjum tíma.

  • Gildistími styrkvilyrða er að jafnaði 12 mánuðir. Ökutæki skulu nýskráð hjá Samgöngustofu og lokaskýrslu skilað innan þess tíma. Öðrum kosti fellur niður styrkvilyrði.

  • Önnur skilyrði sem sett eru skv. reglugerð nr. 1566/2024 með síðari breytingum.

Gögn sem fylgja skulu umsókn

  • Bindandi kauptilboð á styrkhæfu ökutæki þar sem fram kemur endanlegt verð bifreiðar án vsk.

  • Upplýsingar um ökutækið, vænta notkun og ávinning.

Skil á lokaskýrslu

  • Lokaskýrslu er skilað eftir að ökutækið hefur verið nýskráð á Íslandi

  • Reikningur og staðfestingar á greiðslu, svo sem kvittun eða afrit af greiðslu úr heimabanka

  • Mynd af ökutæki

Hámarksupphæðir styrkja eru birtar í töflu hér að neðan og birtar í reglugerð (1566/2024), með fyrirvara um fjárveitingu á hverjum tíma. Dagsetningar miða við tímasetningu samþykktrar umsóknar.

Flokkun / Nýskráningarár

2026

2027

2028

Vörubifreið II (N3) 12-18 tonn

10 m.kr.

10 m.kr.

10 m.kr.

Vörubifreið II (N3) 18-26 tonn

15 m.kr.

15 m.kr.

15 m.kr.

Vörubifreið II (N3) >26 tonn

20 m.kr.

20 m.kr.

20 m.kr.

Hópferðabifreið (10 farþegar +) > 5 tonn

15 m.kr.

15 m.kr.

15 m.kr.

Upplýsingar í töflum eru birtar með fyrirvara um reglugerðarbreytingar og villur.

Kvóti

Fjöldi styrkveitinga Loftslags- og orkusjóðs til hreinorkuökutækja takmarkast af því sem nemur ígildi 150 ökutækjaeininga frá 1. janúar 2026. Einingafjöldi vegna vöru- og hópferðabifreiða er skilgreindur með eftirfarandi hætti:

  • Vörubifreið II (N3) 12-18 tonn: 0,5 einingar.

  • Vörubifreið II (N3) 18-26 tonn og hópferðabílar (M3): 1 eining.

  • Vörubifreið II (N3) < 26 tonn: 1,5 einingar.

Umsóknir

Athugið að ef ætlunin er að sækja um styrk fyrir kaupum á fleiri en einu ökutæki þarf að senda inn sér umsókn fyrir hvert ökutæki.

Sótt er um hér fyrir ofan.

Spurt og svarað