Fara beint í efnið

Stofnun fyrirtækis – almennar upplýsingar

Hér á landi er tiltölulega einfalt að stofna fyrirtæki. Mikilvægt er að rekstarform henti starfseminni. Meðal þeirra eru einstaklingsfyrirtæki, hlutafélög og samvinnufélög.

Fyrirtæki stofnað

Stofnun fyrirtækis fylgir ábyrgð og áhætta. Meðal rekstrarforma eru:

  1. Einstaklingsfyrirtæki/firma

  2. Hlutafélög/opinber hlutafélög/einkahlutafélög

  3. Samvinnufélög

  4. Sameignarfélög

  5. Sjálfseignarstofnanir

Gagnlegar upplýsingar um félög

Að hefja rekstur

Skattareglur reksturs geta verið mismunandi, sem og reglur meðal annars um bókhald og reikningsskil, ábyrgð eiganda, ákvarðanatöku og stofnkostnað.

Þau sem starfa við eigin atvinnurekstur, þ.á m. verktakar, eiga að reikna sér endurgjald (laun) fyrir þá vinnu. Mikilvægt er að kunna skil á því hvaða reglur gilda og hvernig framkvæmd er háttað. 

Þeir sem eru í virðisaukaskattsskyldum rekstri og með veltu umfram 2.000.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili ber að skrá sig á grunnskrá virðisaukaskatts.

Launagreiðandi, atvinnurekandi

Atvinnurekandi/launagreiðandi stundar sjálfstæða atvinnustarfsemi. Hún er í skattalegum skilningi starfsemi sem felur í sér fjárhagslega áhættu og ábyrgð, óháð öðrum og rekin í atvinnuskyni.

Við ráðningu starfsfólks tekur atvinnurekandi/launagreiðandi á sig ýmsar skuldbindingar sem snúa meðal annars að stéttarfélögum, lífeyrissjóðum og hinu opinbera.

Ráðningarsamningur er oftast byggður á kjarasamningi. Þar er kveðið á um lágmarkskjör og ýmis réttindamál, svo sem laun, vinnutíma og orlof.

Atvinnurekandi/launagreiðandi þarf að standa skil á launatengdum sköttum og gjöldum og ber honum að tilkynna sig til skattayfirvalda. Hann á einnig að standa skil á ýmsum öðrum rekstrartengdum sköttum og gjöldum.
Staðgreiðsla skatta vegna launa

Skylt er að færa bókhald, hvert sem formið á rekstrinum er.
Bókhald og tekjuskráning hjá Skattinum

Leyfisveitingar og eftirlit

Sérstök leyfi getur þurft að til að geta starfað í ákveðnum geirum.

Starfsleyfi geta gengið undir ýmsum nöfnum til dæmis eftirlit, sveins- eða meistarapróf og löggilding. Upplýsingar og umsóknir um starfsleyfi er að finna á vefjum viðkomandi ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga.

Um ýmsan rekstur þarf að leita umsagnar Vinnueftirlitsins.

Atvinnurekanda er skylt samkvæmt lögum að sjá til þess að allur aðbúnaður, heilbrigði og öryggi á vinnustað sé í lagi og á hann að stuðla að því í samstarfi við starfsmenn.

Tvær stofnanir hafa eftirlit með vinnustöðum hér á landi:

Landinu er skipt upp í heilbrigðiseftirlitssvæði undir eftirliti sveitarfélaga á hverjum stað. Yfirumsjón með eftirlitinu hefur Umhverfisstofnun.
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga

Vinnuveitanda er skylt að taka saman skýrslur um vinnuslys sem starfsmenn verða fyrir og afhenda Vinnueftirliti ríkisins.
Um vinnuslys á vef Vinnueftirlits
Um vinnuvernd á vef Vinnueftirlits

Gjaldþrot

Þegar lögaðili, það er, félag eða fyrirtæki verður gjaldþrota tekur þrotabú skuldarans við öllum fjárhagslegum réttindum og skyldum.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Skatt­urinn