Fara beint í efnið

Um einkahlutafélög, hlutafélög og opinber hlutafélög

Einkahlutafélag/hlutafélag/opinbert hlutafélag

Í hlutafélagi ber enginn félagsmanna persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum heldur er fjárhagsleg ábyrgð þeirra takmörkuð við það hlutafé sem þeir leggja fram.

Hlutafélagaformið hentar fyrst og fremst stærri og viðameiri rekstri sem ætlað er að skrá í kauphöll. Félagaréttur á vef Stjórnarráðsins

Í einkahlutafélagi er ekkert hámark á hlutafé eða fjölda hluthafa og hentar því félagsformið jafnt stærri sem minni fyrirtækjum. Enginn félagsmanna ber persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins. Stofna rekstur á vef Skattsins

Opinbert hlutafélag er að öllu leyti í eigu hins opinbera, beint eða óbeint. Hluthafar eru einn eða fleiri.

Útibú erlendra félaga á Íslandi þarf að skrá í fyrirtækjaskrá. Útibú erlendra félaga á Íslandi á vef Skattsins

Hlutafélög, einkahlutafélög og opinber hlutafélög eru bókhaldsskyld og ber að halda tvíhliða bókhald. Bókhald og tekjuskráning á vef Skattsins

Einkahlutafélag, hlutafélag og opinbert hlutafélag verður að skrá innan ákveðins tíma hjá hlutafélagaskrá. Óskráð félag getur hvorki öðlast réttindi né tekið á sig skyldur.

Fyrirtæki sem greiðir laun þarf að skrá á launagreiðendaskrá staðgreiðslu hjá ríkisskattstjóra eða skattstjóra viðkomandi umdæmis. Skattyfirvöld á landinu

Forsvarsmönnum einkahlutafélags ber að reikna endurgjald, samanber viðmiðunarreglur um reiknað endurgjald. Staðgreiðsla og reiknað endurgjald á vef Skattsins

Við stofnun og skráningu einkahlutafélags eins aðila, einkahlutafélags fleiri en eins aðila, hlutafélags og opinbers hlutafélags þarf að skila inn stofnskrá/stofnsamningi, samþykktum og stofngerð/stofnfundargerð til ríkisskattstjóra.
Um skráningu einkahlutafélaga á vef Skattsins
Um skráningu hlutafélaga á vef Skattsins

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Skatt­urinn