Stjórnvaldssektir vegna heimagistingar
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu getur sektað þá sem reka skráningar- eða leyfisskylda starfsemi án skráningar eða rekstrarleyfis.
Sýslumaður getur líka sektað þá sem eru með skráða heimagistingu en:
stunda útleigu lengur en í 90 daga á hverjum 12 mánuðum
stunda útleigu fyrir hærri upphæð en 2 milljónir krónur á hverjum 12 mánuðum
nota ekki númer rekstrarleyfis eða skráningar í markaðssetningu
skilar ekki nýtingaryfirliti til sýslumanns
Ef krafa er ekki greidd á gjalddaga reiknast dráttarvextir til greiðsludags.
Innheimtan er í höndum embættis Sýslumannsins á Norðurlandi vestra.
Innheimtuferli
Þegar krafa er stofnuð birtist hún í heimabanka skuldara. Innheimtubréf eru send í pósthólf viðkomandi á island.is.
Ef krafan fæst ekki greidd 30 dögum eftir að innheimtubréf hefur verið sent og ekki er samið um kröfuna er greiðsluáskorun birt af stefnuvotti.
Eftirfarandi úrræði koma til, til að knýja á um greiðslur:
Skuldajöfnuður við inneignir í ríkissjóði
Greiðsludreifing
Beiðni um greiðsludreifingu þarf að berast skriflega á netfangið innheimta@syslumenn.is eða með bréfi til embættis sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Lágmarksfjárhæð mánaðarlegra greiðslna í greiðsludreifingu er 10.000 krónur.
Athugið að hægt er að greiða kröfu á bankareikning 0159-26-267, kennitala 660914-0990. Tilgreina þarf kennitölu og nafn skuldara við greiðslu í banka.
Þá er einnig hægt að greiða með greiðslukorti.
Kæruleiðir
Hægt er að óska endurupptöku eða kæra niðurstöðu til menningar- og viðskiptaráðuneytisins innan 3ja mánaða frá því að ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er birt aðila.
Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar og kemur ekki í veg fyrir álagningu dráttarvaxta, en frestar aðför. Hafi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu verið kærð skal senda staðfestingu um það til Sýslumannsins á Norðurlandi vestra á netfangið innheimta@syslumenn.is.
Þjónustuaðili
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra