Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Sjúkra­húsið á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Yfirlæknir barnalækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

80-100%

Starf skráð

17.10.2024

Umsóknarfrestur

18.11.2024

Yfirlæknir barnalækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri

Ert þú sérfræðingur í barnalækningum og hefur áhuga á að þróa og efla enn frekar starfsemi barnadeildar Sjúkrahússins á Akureyri?

Um er að ræða einu barnadeildina á landsbyggðinni. Hún þjónar aðallega íbúum norður- og austurlands frá fæðingu til 18 ára aldurs. Á deildinni er legudeild með nýburaeiningu auk dagdeildar og fjölbreyttrar göngudeildarstarfsemi. Deildin sinnir öllum almennum lyflækningum barna og veikindum nýbura að hágæslustigi.

Við leitum eftir öflugum leiðtoga í stöðu yfirlæknis við deildina. Um er að ræða 80-100% stöðu sem er laus frá 1. janúar n.k. eða eftir nánara samkomulagi

Næsti yfirmaður er Helgi Þór Leifsson , framkvæmdarstjóri klínískrar stoðþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirlæknir ber faglega stjórnunarábyrgð og leiðir starfsemi deildarinnar

  • Hefur yfirumsjón með barnalækningum og er stefnumótandi í greininni á sjúkrahúsinu.

  • Fer með verkstjórn yfirlækna og annarra sérfræðinga sem undir hann heyra til að tryggja skjólstæðingum sjúkrahússins bestu mögulegu þjónustu.

  • Skipuleggur og hefur eftirlit með vinnu, vaktafyrirkomulagi og mönnun innan einingarinnar í samræmi við markmið um rekstur, fjárhagsramma og hagkvæma nýtingu mannafla.

  • Yfirlæknir starfar einnig sem sérfræðingur á sviðinu.

  • Starfinu fylgir vaktskylda, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk tækifæra til rannsóknarvinnu.

  • Starfið felur í sér þjónustu við sjúklinga á barnadeild, göngudeild, bráðamóttöku og fæðingadeild.

Hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa íslenskt lækningaleyfi og fullgild sérfræðiréttindi í barnalækningum. Auk faglegrar reynslu, fræðilegrar þekkingar og reynslu af stjórnun og kennslu er lögð áhersla á leiðtogahæfileika og hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Sjúkrahússins á Akureyri við ráðningar í störf á sjúkrahúsinu. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað.

Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi þar sem áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.

Samkvæmt mannauðsstefnu Sjúkrahússins á Akureyri er lögð áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi. Mannauðsstefnan er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sem gerir sjúkrahúsið framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað, en hún byggir á grunngildum sjúkrahússins sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 18.11.2024

Nánari upplýsingar veitir

Helgi Þór Leifsson, hl1009@sak.is

Sími: 463-0100

Erla Björnsdóttir, erlab@sak.is

Sími: 463-0100

Þjónustuaðili

Sjúkra­húsið á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Yfirlæknir barnalækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

80-100%

Starf skráð

17.10.2024

Umsóknarfrestur

18.11.2024