Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Háskóli Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum - Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands - Reykjavík

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

22.10.2024

Umsóknarfrestur

01.11.2024

Forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum - Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands - Reykjavík

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf forstöðumanns Miðstöðvar í öldrunarfræðum. Um er að ræða starf sem er sérstaklega styrkt af Heilbrigðisráðuneyti og Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, tímabundið til þriggja ára. Mögulegt er að um verði að ræða áframhaldandi fjármögnun starfsins, en ekki liggur fyrir með hvaða hætti eða til hve langs tíma.

Miðstöð í öldrunarfræðum (MÖ) er starfrækt í samvinnu Háskóla Íslands og Landspítala og er vistuð á Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands sem starfrækt er innan Heilbrigðisvísindasviðs. Hlutverk hennar er m.a. að vera miðstöð rannsókna á sviði öldrunarfræða er tekið geta tillit til heilbrigðistengdra, félagslegra, fjárhagslegra og annarra þátta sem tengjast lífsgæðum eldra fólks. Þá er hlutverk MÖ einnig að styðja við rannsóknasamstarf og kennslu á fræðasviðinu og veita ráðgjöf. Sjá einnig: https://www.hi.is/frettir/hi%5Fleidir%5Fmidstod%5Fi%5Foldrunarfraedum

Forstöðumaðurinn mun hafa aðsetur á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16, ásamt öðru starfsfólki sviðsskrifstofu sem vinnur saman í teymum að margvíslegum stoðþjónustuverkefnum á sviði kennslu, rannsókna, mannauðsmála, markaðsmála, reksturs og fjármála.

Í stefnu Háskóla Íslands - HÍ26 - er áhersla lögð á skólann sem góðan vinnustað, að starfsumhverfi sé hvetjandi með vellíðan nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að laða að metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Stytting vinnuvikunnar hefur verið innleidd fyrir starfsfólk í stoðþjónustu skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að tryggja að Miðstöð í öldrunarfræðum sé leiðandi í störfum sínum og að verkefni hennar fallið að hlutaðeigandi lögum, reglum, stefnu og gildum Háskóla Íslands.

  • Að veita Miðstöð í öldrunarfræðum forstöðu og sinna daglegum rekstri starfseminnar; framfylgja markmiðum hennar, aflar verkefna og tekna, annast áætlanagerð og fjármál í samráði við stjórn MÖ og stjórnsýslu Heilbrigðisvísindasviðs

  • Að stuðla að samvinnu og uppbyggingu rannsóknainnviða á sviði öldrunarfræða

  • Að koma á og efla samstarf við aðrar rannsóknastofur, félög, einstaklinga og opinbera aðila

  • Að koma að og sinna ráðgjöf eða verkefnum sem óskað er eftir af hálfu ráðuneyta, stofnana, félagasamtaka og annarra aðila sem tengjast eldra fólki.

  • Að standa fyrir fyrirlestrum, vinnusmiðjum, og námskeiðum fyrir fagfólk í öldrunarþjónustu.

Hæfniskröfur

  • Meistara- eða doktorspróf sem nýtist í starfinu

  • Sérfræðiþekking eða reynsla af rannsóknum í heilbrigðisvísindum, félagsvísindum eða viðfangsefnum sem lúta að öldrun og málefnum eldra fólks

  • Leiðtogahæfni og reynsla af stjórnun

  • Reynsla af íslensku stjórnkerfi, heilbrigðis- og félagslegri þjónustu

  • Færni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi

  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  1. Ferilskrá

  2. Greinargerð þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess

  3. Staðfest afrit af prófskírteinum

  4. Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands

Starfið var auglýst áður með umsóknarfresti til 14. október sl. en er nú auglýst aftur með framlengdum umsóknarfresti til 1. nóvember 2024.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.11.2024

Nánari upplýsingar veitir

Ingibjörg Hjaltadóttir, ingihj@hi.is

Þjónustuaðili

Háskóli Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum - Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands - Reykjavík

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

22.10.2024

Umsóknarfrestur

01.11.2024