Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Skatt­urinn

Upplýsingar um starf

Starf

Skatturinn auglýsir eftir sérfræðingi í gagnavísindum

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

30.08.2024

Umsóknarfrestur

09.09.2024

Skatturinn auglýsir eftir sérfræðingi í gagnavísindum

Á tæknisviði Skattsins í Reykjavík er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem miða að liprum og öruggum rafrænum samskiptum við almenning og öruggri og hagkvæmri úrvinnslu gagna sem Skattinum berast. Gagnavísindadeild styður við og þjónustar kjarnasvið Skattsins í tengslum við gagnavísinda- og gervigreindarlausnir embættisins með áherslu á að auka stafrænar lausnir og sjálfvirkni í vinnubrögðum, einkum í þeim tilgangi að greina möguleg frávik til notkunar í eftirliti og við úrvinnslu daglegra verkefna Skattsins. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Undirbúningur og greining gagna.

  • Val og hönnun á líkönum.

  • Þróun, innleiðing og ítranir á lausnum.

  • Framsetning gagna, þróun líkana og reiknirita.

  • Verkefnastjórnun og skjölun.

  • Þjónusta og samskipti við innri aðila.

Hæfniskröfur

Menntun og reynsla:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tölvunar-, verkfræði eða annarra raungreina (lágmarksmenntun er bakkalár gráða).

  • Þekking og reynsla í Python, SQL og á aðferðafræði greininga, gagnavísinda og/eða gervigreindar.

  • Færni í þarfagreiningu, hönnun lausna og gagnrýnni hugsun.

Hæfni:

  • Sjálfstæð, skipulögð og nákvæm vinnubrögð.

  • Mjög góð hæfni til þess að vinna í teymi.

  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.

  • Hæfni til að miðla upplýsingum.

  • Frumkvæði, framsækni og metnaður.

  • Fáguð framkoma sem og færni og lipurð í samskiptum.

  • Jákvæðni og rík þjónustulund.

  • Geta til að vinna undir álagi.

  • Hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is. Til þess að umsókn teljist fullnægjandi þarf ferilskrá að fylgja með, auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir. Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Skatturinn hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 09.09.2024

Nánari upplýsingar veitir

Benedikt Geir Jóhannesson, benedikt.johannesson@skatturinn.is

Sími: 442-1000

Þjónustuaðili

Skatt­urinn

Upplýsingar um starf

Starf

Skatturinn auglýsir eftir sérfræðingi í gagnavísindum

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

30.08.2024

Umsóknarfrestur

09.09.2024