Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Innviða­ráðu­neytið

Upplýsingar um starf

Starf

Skrifstofustjóri á skrifstofu húsnæðis- og skipulagsmála

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

18.07.2024

Umsóknarfrestur

12.08.2024

Skrifstofustjóri á skrifstofu húsnæðis- og skipulagsmála

Innviðaráðuneytið leitar að öflugum stjórnanda, sem hefur brennandi áhuga á húsnæðis-, mannvirkja- og skipulagsmálum til að stjórna skrifstofu húsnæðis- og skipulagsmála hjá ráðuneytinu.

Innviðaráðuneytið er öflugt ráðuneyti þar sem saman fara húsnæðismál, mannvirkjamál, skipulagsmál, sveitarstjórnarmál, byggðamál og samgöngumál. Áætlanir í þessum málaflokkum eru samhæfðar með það að markmiði að stuðla að öruggri uppbyggingu innviða og leggja þannig grunn að almennri velsæld í samfélaginu.

Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála hefur umsjón með stefnumótun á sviði húsnæðis-, mannvirkja- og skipulagsmála og framkvæmd laga í samræmi við stefnu stjórnvalda og alþjóðlegar skuldbindingar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skrifstofustjóri leiðir starf skrifstofunnar undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra. Hann ber ábyrgð á stjórnun, rekstri og faglegu starfi skrifstofunnar í samræmi við áætlanir og markmið. Hann hefur umsjón með stefnumótun á málefnasviðum skrifstofunnar, forgangsraðar framkvæmd verkefna, tekur virkan þátt í samhæfingu áætlana á málefnasviði ráðuneytisins og leiðir víðtækt samráð við stofnanir og hagaðila.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun skilyrði

  • Farsæl stjórnunarreynsla og færni í mannlegum samskiptum.

  • Árangursrík reynsla af stefnumótun og áætlanagerð.

  • Framsýni, drifkraftur, metnaður og skipulagshæfni.

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.

  • Góð hæfni til að tjá sig og eiga samskipti í ræðu og riti á íslensku og ensku, haldbær reynsla í norðurlandamáli er kostur.

  • Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi

  • Hæfni til að skapa og viðhalda liðsheild ásamt jákvæðu og lausnamiðuðu hugarfari

Frekari upplýsingar um starfið

Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt 3. mgr. 16. gr. laga nr. 115/2011.

Gert er ráð fyrir að skipað verði í embættið hið fyrsta eftir að hæfisnefnd sem metur hæfi umsækjenda, samkvæmt reglum nr. 393/2012, hefur lokið stöfum. Skipað verður í embættið til 5 ára. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá, þar sem fram koma upplýsingar um menntun og fyrri störf, ásamt kynningarbréfi með upplýsingum um ástæðu umsóknar. Ráðuneytið hvetur alla hæfa einstaklinga til að sækja um, óháð kyni.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 12.08.2024

Nánari upplýsingar veitir

Sigurborg Kristín Stefánsdóttir, sigurborg.stefansdottir@irn.is

Þjónustuaðili

Innviða­ráðu­neytið

Upplýsingar um starf

Starf

Skrifstofustjóri á skrifstofu húsnæðis- og skipulagsmála

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

18.07.2024

Umsóknarfrestur

12.08.2024