Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Landspítali

Upplýsingar um starf

Starf

Sjúkraliði á barna- og unglingageðdeild

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

70-100%

Starf skráð

03.07.2024

Umsóknarfrestur

24.07.2024

Sjúkraliði á barna- og unglingageðdeild

Legudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítala óskar eftir öflugum sjúkraliða til starfa í þverfaglegt teymi deildarinnar. Verkefni taka mið af megininntaki starfsins sem er meðferð og umönnun barna sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna geðræns vanda. Einnig er stuðningur við fjölskyldur einn af lykilþáttum starfsins.

Barna- og unglingageðdeild Landspítala samanstendur af tveimur deildum, legudeild og göngudeild. Á deildunum starfa samtals um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi þar sem vinnuvikan hefur verið stytt í 36 klst. Legudeildin er 17 rúma sólarhringsdeild sem er opin allan ársins hring. Góður starfsandi er ríkjandi og miklir möguleikar eru til starfsþróunar og sérhæfingar. Við tökum vel á móti nýju fólki og bjóðum markvissa og einstaklingshæfða starfsaðlögun.

Um 70-100% starf er að ræða. Vaktabyrði er hófleg en einnig stendur dagvinna til boða. Ráðið verður í starfið frá 1. september 2024 eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfar í þverfaglegu teymi við umönnun og meðferð barna með geðrænan vanda

  • Samvinna og stuðningur við fjölskyldur er einn lykilþátta starfsins

  • Tekur þátt í umbótastarfi og þróun þjónustu

  • Stuðlar að góðum starfsanda og menningu sálræns öryggis

Hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraliði

  • Reynsla af meðferðar-, umönnunar- eða uppeldisstörfum

  • Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu

  • Faglegur metnaður, jákvætt hugarfar og geta til að takast á við krefjandi verkefni

  • Hæfni til að starfa samkvæmt öryggisverkferlum deildar

  • Góð almenn tölvukunnátta, geta til að læra nýjungar

  • Færni í íslensku, mæltu og rituðu máli

  • Kunnátta í tungumáli stórra samfélagshópa á Íslandi sem eiga íslensku ekki að móðurmáli er kostur

  • Hreint sakavottorð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.

Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.

Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sjúkraliði

Starfshlutfall er 70-100%

Umsóknarfrestur er til og með 24.07.2024

Nánari upplýsingar veitir

Tinna Guðjónsdóttir, tinnagud@landspitali.is

Sími: 543-4300

Halla Skúladóttir, hallask@landspitali.is

Sími: 543-4300

Þjónustuaðili

Landspítali

Upplýsingar um starf

Starf

Sjúkraliði á barna- og unglingageðdeild

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

70-100%

Starf skráð

03.07.2024

Umsóknarfrestur

24.07.2024