Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Ríkis­lög­reglu­stjóri

Upplýsingar um starf

Starf

Tvær stöður á þjónustusviði ríkislögreglustjóra

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

01.07.2024

Umsóknarfrestur

15.07.2024

Tvær stöður á þjónustusviði ríkislögreglustjóra

Embætti ríkislögreglustjóra óskar eftir allt að tveimur öflugum sérfræðingum til starfa í frábæru teymi sem á það sameiginlegt að hafa fjölbreyttan bakgrunn og brenna fyrir verkefnum sínum. Verkefnin sem unnið er að eru fjölbreytt og spennandi og má þar nefna umsjón með lokuðu tölvuneti, rekstur upplýsingakerfa lögreglu, gagnatengingar við samstarfsaðila erlendis og aðstoð við notendur. Framundan eru m.a. umfangsmikil verkefni í tengslum við innleiðingu upplýsingakerfa Schengen-samstarfsins. Ef þessi lýsing vekur upp áhuga þinn, þá hvetjum við þig til að sækja um og verða hluti af því frábæra teymi sem starfar á þjónustusviði.

Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi þekkingarvinnustaður sem býr að fjölbreyttum og framúrskarandi mannauði þar sem starfa rúmlega 250 starfsmenn sem sinna margbreytilegum verkefnum. Lögð er áhersla á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og unnið er í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu.

Stefna embættis ríkislögreglustjóra í hnotskurn:

  • Okkar tilgangur er að vernda og virða

  • Okkar sýn er að vinna að öruggara samfélagi

  • Okkar markmið er að vera þjónustudrifin, framsækin og upplýsandi.

  • Okkar áhersla er á þjónustu - fagmennsku - mannauð - tækni - rekstur.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Rekstur Microsoft Windows og RedHat Enterprise Linux netþjóna

  • Rekstur og viðhald á núverandi kerfum tengdum Schengen samstarfinu

  • Uppsetning og rekstur á nýju landamærakerfi

  • Uppsetning og rekstur á samþættingarlagi vegna Schengen samstarfsins

  • Uppsetning og viðhald á vöktun á hug- og vélbúnaði

  • Tryggja rekstrarsamfellu alþjóðlegra kerfa í krefjandi tæknilegu umhverfi

  • Tryggja öryggi í rekstri og varnir gegn árásum og óværum

  • Þjónusta og aðstoð við notendur

  • Samskipti og samvinna með aðildarríkjum Schengen samstarfsins

  • Samskipti við birgja og þjónustuaðila

Hæfniskröfur

Menntun, þekking og reynsla

  • Menntun sem gagnast í samræmi við kröfur starfsins, tæknilegar vottanir eru jafnframt kostur.

  • Lágmark 3ja ára starfreynsla á sviði kerfisstjórnunar í upplýsingatækni

  • Þekking á rekstri Windows Server skilyrði

  • Þekking á TCP/IP, netkerfum, eldveggjum o.s.frv. skilyrði

  • Þekking á helstu öryggisráðstöfunum í rekstri upplýsingatæknikerfa skilyrði

  • Þekking á gagnagrunnsþjónum ( Microsoft SQL Server og/eða Oracle ) æskileg

  • Þekking á rekstri VMware og Veeam æskileg

  • Þekking og reynsla af rekstri gagnastæða kostur

  • Þekking á Microsoft IIS kostur

  • Þekknig á TLS/SSL og PKI kostur

  • Þekking á DNS er kostur

  • Þekking á service-oriented architecture er æskileg

  • Reynsla af uppsetningu, rekstri og viðhaldi á RedHat Enterprise Linux eða tengdum Linux tegundum (distribution)

  • Reynsla af uppsetningu, rekstri og viðhaldi á álagsjöfnurum er kostur

  • Mikil reynsla af bilanaleit og viðgerðum

  • Reynsla af teymisvinnu

Persónulegir eiginleikar

  • Færni og reynsla af því að sinna síbreytilegum verkefnum

  • Metnaður til að takast á við flókin verkefni og ná árangri í starfi

  • Jákvætt viðmót, hæfni til að vinna sjálfstætt sem og hluti af teymi

  • Skipulagshæfni, nákvæm og traust vinnubrögð

  • Sýni frumkvæði í verkefnum sem og við hefðbundin störf

  • Sé lausnamiðaður, opinn fyrir nýjungum og framsækinn

  • Aðlögunarhæfni, geti starfað og tekið góðar ákvarðanir undir álagi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsóknum.

Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá að hámarki 2 bls. ásamt kynningarbréfi sem er að hámarki 1 bls. á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist til að sinna starfinu í samræmi við þær hæfniskröfur sem fram koma í auglýsingu. Umsækjendum um störf hjá embætti ríkislögreglustjóra kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa.

Öll kyn eru hvött til að sækja um en í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar, eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

Vakin er athygli á því að samkvæmt 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Með vísan til 24. gr. varnarmálalaga nr. 34/2008 og 20. gr. reglugerðar nr. 959/2012, sbr. einnig 30. og 31. gr. reglugerðarinnar þarf starfsmaður að standast bakgrunnskoðun til að hljóta öryggisvottun vegna starfans.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.07.2024

Nánari upplýsingar veitir

Ágústa Hlín Gústafsdóttir, agustah@logreglan.is

Sími: 4442500

Þjónustuaðili

Ríkis­lög­reglu­stjóri

Upplýsingar um starf

Starf

Tvær stöður á þjónustusviði ríkislögreglustjóra

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

01.07.2024

Umsóknarfrestur

15.07.2024