Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Háskóli Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Doktorsnemi við Líf- og umhverfisvísindadeild

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

03.07.2024

Umsóknarfrestur

06.08.2024

Doktorsnemi við Líf- og umhverfisvísindadeild

Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema innan Líf- og umhverfisvísindadeildar við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Hér er um að ræða krefjandi og áhugavert verkefni sem unnið er í samstarfi Háskóla Íslands og Benchmark Genetics Iceland sem fjármagnar bæði starfið og allar rannsóknir til þriggja ára.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnið ber heitið Fósturþroskun og stýring kynþroska í eldislaxi.

Möguleg umhverfisáhætta af laxeldi í sjókvíum er vaxandi áhyggjuefni á Íslandi m.a. vegna hættunnar á að eldislaxar hrygni með villtum íslenskum laxastofnum og blandist þeim. Með því að stjórna eða fyrirbyggja kynþroska hjá eldislaxi má komast hjá þessari hættu. Í verkefninu verða sameindalíffræðilegar aðferðir notaðar til að öðlast dýpri skilning á þroskunarferlum snemma í þroskun laxaseiða og reynt að beita þeirri þekkingu til að stýra kyþroska svo hægt sé að framleiða geldlaxa. Doktorsneminn verður því hluti af rannsóknateymi sem samtvinnar grunn- og hagnýtar rannsóknir.

Helstu verkefni nemandans verða að (i) kanna sveigjanleika í genatjáningu sem svar við umhverfisbreytum, snemma í fósturþroskun og (ii) hönnun aðferða til að koma erfðaferjum inn í fóstur. Helstu aðferðir verða greining tjáningargagna og markvissar mælingar á genatjáningu. Hvatt er til þróunar nýrra aðferða og nýs innsæis í rannsóknarspurningar. Nemandinn mun taka þátt í rannsóknum þar sem unnið er með tilraunadýr, þ.m.t. fullvaxinn fisk.

Hæfniskröfur

  • Meistaragráða í sameindalíffræði, erfðafræði, frumulíffræði eða skyldri grein.

  • Rannsóknareynsla í þroskunarfræði er kostur.

  • Góð hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.

  • Góð enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli.

Ráðning í starfið er háð því að umsækjandi sæki formlega um að hefja doktorsnám við Háskóla Íslands í viðeigandi deild og að umsóknin sé samþykkt af deildinni.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Upphafsdagur verkefnisins er umsemjanlegur en æskilegt væri að hefja störf 1. október 2024.

Umsókninni skal fylgja:

  • Kynningarbréf þar sem fram kemur hvað vekur áhuga umsækjanda á verkefninu og ástæður þess að viðkomandi vill vinna að doktorsverkefni (hámark ein blaðsíða).

  • Ferilskrá (hámark þrjár blaðsíður).

  • Afrit af prófskírteinum (grunnnám og meistaranám).

  • Upplýsingar um tvo umsagnaraðila og hvernig má hafa samband við þá.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.

Benchmark Genetics Iceland

Benchmark Genetics Iceland stundar kynbætur og rannsóknir á erfðafræði Atlantshafslax með aðsetur á Íslandi. Vikulega framleiðir fyrirtækið laxahrogn til útflutnings til allra heimshorna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hafnarfirði, en auk þess rekur fyrirtækið fjórar eldistöðvar í Kollafirði og á Reykjanesi.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 06.08.2024

Nánari upplýsingar veitir

Zophonías Oddur Jónsson, zjons@hi.is

Adam Ray Smith, adamray@hi.is

Þjónustuaðili

Háskóli Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Doktorsnemi við Líf- og umhverfisvísindadeild

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

03.07.2024

Umsóknarfrestur

06.08.2024