Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Vatna­jök­uls­þjóð­garður

Upplýsingar um starf

Starf

Aðstoðarþjóðgarðsvörður í Mývatnssveit - afleysing

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

27.06.2024

Umsóknarfrestur

08.07.2024

Aðstoðarþjóðgarðsvörður í Mývatnssveit - afleysing

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða aðstoðarþjóðgarðsvörð á hálendi norðursvæðis með starfsstöð í Mývatnssveit í afleysingu til 12 mánaða vegna fæðingarorlofs. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með mikla samskiptahæfni, þekkingu og áhuga á náttúruvernd og umhverfismálum. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirlit, vöktun og uppbygging svæðis í samræmi við lög og reglur þar að lútandi

  • Starfsmannahald og verkstjórn starfsmanna í samvinnu við þjóðgarðsvörð

  • Vinna við að bæta aðgengi gesta

  • Móttaka sérhópa og þjónusta við gesti

  • Uppbygging nýrrar gestastofu og tímabundin verkefnastjórnun við hönnun sýningar

  • Umsjón með fræðslu á svæðum í samvinnu við fræðslufulltrúa

  • Umsjón með umhverfismálum þ.m.t. sorpflokkun

  • Vinna við öryggismál starfsmanna og gesta þjóðgarðsins

  • Samstarf við ferðaþjónustuaðila og aðra hagsmunaaðila

  • Skýrslu- og áætlanagerð

  • Er staðgengill þjóðgarðsvarðar

  • Þátttaka í þróun og stefnumótun svæðisins og Vatnajökulsþjóðgarðs

  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

  • Þekking og reynsla af landvörslu og náttúrutúlkun

  • Áhugi og þekking á umhverfismálum og náttúruvernd

  • Staðgóð landfræðiþekking á Íslandi, góð staðþekking er kostur

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæð vinnubrögð

  • Þekking á starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæða er kostur

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur

  • Reynsla af ferðamennsku og útivist til fjalla er kostur

  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Sótt er um starfið á Starfatorgi og skal umsóknum fylgja ítarlegt yfirlit um menntun og starfsferil ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð kyni og uppruna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Um VatnajökulsþjóðgarðHjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins. Að staðaldri starfa um 50 manns hjá þjóðgarðinum en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi vel yfir 100. Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 08.07.2024

Nánari upplýsingar veitir

Anna Þorsteinsdóttir, anna.thorsteinsdottir@vjp.is

Sími: 8424363

Þjónustuaðili

Vatna­jök­uls­þjóð­garður

Upplýsingar um starf

Starf

Aðstoðarþjóðgarðsvörður í Mývatnssveit - afleysing

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

27.06.2024

Umsóknarfrestur

08.07.2024