Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Háskóli Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Aðjunkt 2 í tölvunarfræði

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

49%

Starf skráð

22.07.2024

Umsóknarfrestur

06.08.2024

Aðjunkt 2 í tölvunarfræði

Laust er til umsóknar starf aðjunkts 2 í tölvunarfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir í tölvunarfræði. Starfið er til eins árs og um 49% starfshlutfall er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð

Umsjón og kennsla námskeiða í vefforritun, ásamt dæmatímum og verklegri kennslu.

Hæfniskröfur

  • BSc próf í tölvunarfræði.

  • Reynsla af kennslu á háskólastigi.

  • Starfsreynsla í vefforritun.

  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti.

  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Við ráðningu verður horft til þess að sá er starfið hlýtur falli sem best að þörfum Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Gert er ráð fyrir að starfið hefjist 15. ágúst 2024.

Með umsókn þarf að fylgja:

  1. Greinargóð skýrsla um kennslureynslu umsækjanda

  2. Yfirlit yfir rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá)

  3. Staðfest afrit af prófskírteini

  4. Yfirlit um námsferil og störf (Curriculum Vitae)

Ennfremur er ætlast til þess að umsækjandi láti fylgja með upplýsingar um tvo umsagnaraðila.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi háskólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsfólks í uppbyggingu náms og rannsókna. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt, þar sem fjórðungur bæði starfsfólks og framhaldsnema við sviðið eru erlendir, og það hlutfall er sífellt að aukast. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.

Starfshlutfall er 49%

Umsóknarfrestur er til og með 06.08.2024

Nánari upplýsingar veitir

Matthias Book, book@hi.is

Þjónustuaðili

Háskóli Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Aðjunkt 2 í tölvunarfræði

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

49%

Starf skráð

22.07.2024

Umsóknarfrestur

06.08.2024