Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Landhelg­is­gæsla Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur í reikningshaldi

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

22.07.2024

Umsóknarfrestur

15.08.2024

Sérfræðingur í reikningshaldi

Landhelgisgæsla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í reikningshaldi. Leitað er að talnaglöggum einstaklingi sem nýtur þess að vinna að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í góðu teymi. Um fullt starf er að ræða á líflegum og skemmtilegum vinnustað þar sem áhersla er lögð á sveigjanlegt og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Starfsstöð er í Reykjavík og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirsýn og ábyrgð á bókhaldi og virk þátttaka í ársuppgjörum og ársreikningagerð

  • Þátttaka í endurbótum ferla sem og í þróun og innleiðingu nýrra lausna

  • Skráning og bókun reikninga, krafna og fjárhagsfærslna

  • Uppgjör virðisaukaskatts

  • Afstemmingar

  • Skýrsluskil til opinberra aðila

  • Þátttaka í frávikagreiningum og tölfræðilegri úrvinnslu

  • Önnur tilfallandi verkefni tengd bókhaldi, uppgjörum og fjárhagsferlum stofnunarinnar

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi

  • Hið minnsta þriggja ára reynsla af bókhalds- og uppgjörsstörfum

  • Reynsla af bókhaldi hins opinbera og fjárhagskerfi ríkisins, „Orra“, er kostur

  • Góð hæfni í Excel og almenn tölvukunnátta

  • Þekking á frávikagreiningum og tölfræðilegri úrvinnslu

  • Þekking á Power BI er kostur

  • Frumkvæði, skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð

  • Rík þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Um Landhelgisgæsluna:
Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Samkvæmt lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands er henni falið að gæta ytri landamæra og standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu kringum landið. Landhelgisgæslan fer með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála sbr. varnarmálalög nr. 34/2008, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva.
Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 230 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks. Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi – Þjónusta - Fagmennska
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.08.2024

Nánari upplýsingar veitir

Helga Birna Jónsdóttir, helga@intellecta.is

Sími: 511 1225

Thelma Kristín Kvaran, thelma@intellecta.is

Sími: 511 1225

Þjónustuaðili

Landhelg­is­gæsla Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur í reikningshaldi

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

22.07.2024

Umsóknarfrestur

15.08.2024