Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Seðla­banki Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur í útlána- og samþjöppunaráhættu

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

30.08.2024

Umsóknarfrestur

09.09.2024

Sérfræðingur í útlána- og samþjöppunaráhættu

Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða talnaglöggan og nákvæman sérfræðing til þess að sinna greiningu og eftirliti með útlána- og samþjöppunaráhættu á fjármálamarkaði í deild fjárhagslegra áhættuþátta á sviði varúðareftirlits.

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem tækifæri gefst til þess að öðlast djúpa þekkingu á banka-, lífeyris- og vátryggingamarkaði auk þess að geta haft áhrif á hvernig eftirliti með aðilum á fjármálamarkaði er háttað.

Svið varúðareftirlits hefur eftirlit með starfsemi fyrirtækja á fjármála- og vátryggingamarkaði og starfsemi lífeyrissjóða. Deild fjárhagslegra áhættuþátta hefur meðal annars yfirsýn yfir þróun lausafjár og fjármögnunaráhættu, útlána- og samþjöppunaráhættu, líkana- og eiginfjáráhættu, lífeyristryggingaáhættu, vátryggingaáhættu, markaðsáhættu, eiginfjárgerningum og framsetningu á eiginfjár- og gjaldþolskröfum eftirlitsskyldra aðila. Þá tekur svið varúðareftirlits þátt í mati á kerfisáhættu, í samvinnu við fjármálastöðugleikasvið bankans.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Greining og eftirlit með útlána- og samþjöppunaráhættu á fjármálamarkaði, þ.m.t. innri áhættumatslíkönum sem notuð eru við mat á eiginfjárþörf þeirra

  • Eftirlit með öðrum líkönum, t.d. virðisrýrnunar- og verðlagningarlíkönum

  • Þróun á aðferðafræði Seðlabankans við mat á útlána- og samþjöppunaráhættu

  • Framkvæmd og yfirferð á áhættumati í könnunar- og matsferli (SREP)

  • Þátttaka í vettvangsathugunum sem tengjast útlánaáhættu, samþjöppunaráhættu og tengdum líkönum

  • Þátttaka í norrænu og alþjóðlegu samstarfi, m.a. hjá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA)

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. verkfræði, stærðfræði, tölfræði eða sambærilegt

  • Viðeigandi þekking og reynsla af störfum á fjármálamarkaði

  • Rík greiningarhæfni er nauðsynleg

  • Þekking á líkönum, einkum þeim sem notuð eru til að mæla fjárhagslega áhættu er kostur

  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum

  • Frumkvæði, öguð vinnubrögð, ábyrgð, sjálfstæði og metnaður í starfi

  • Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Frekari upplýsingar veita Gísli Óttarsson framkvæmdastjóri varúðareftirlits (gisli.ottarsson@sedlabanki.is) og Unnur Helgadóttir mannauðsráðgjafi á sviði mannauðs og menningar (mannaudur@sedlabanki.is). Umsóknarfrestur er til og með 9. september.

Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sækja má um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 09.09.2024

Þjónustuaðili

Seðla­banki Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur í útlána- og samþjöppunaráhættu

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

30.08.2024

Umsóknarfrestur

09.09.2024