Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Íslenskar orkurann­sóknir

Upplýsingar um starf

Starf

Starfskraftur í borholumælingar

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

02.07.2024

Umsóknarfrestur

15.08.2024

Starfskraftur í borholumælingar

Í ljósi vaxandi umsvifa leitum við hjá ÍSOR að metnaðarfullum einstaklingi í borholumælingar.

Einkunnarorð stefnu ÍSOR er sjálfbærni í verki og er kjarninn í stefnu og starfsemi ÍSOR að sinna rannsóknum og veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu jarðrænna auðlinda og styðja þannig við stefnu stjórnvalda á sviði orku- og loftslagsmála.

Helstu verkefni og ábyrgð

Borholumælingar, viðhald á búnaði tengdum rekstri borholumælinga, innkaup og samskipti við birgja ásamt ýmsum verkefnum sem yfirmaður felur starfsmanni hverju sinni. Viðskiptavinir ÍSOR eru orkufyrirtæki, opinberir aðilar, fyrirtæki og einstaklingar bæði innlendir og erlendir aðilar. Verkefni ÍSOR eru unnin í teymisvinnu þar sem styrkleikar starfsfólks fá að njóta sín.

Hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.

  • Meirapróf og vinnuvélapróf æskilegt.

  • Reynsla af viðhaldi tækja og bíla kostur.

  • Frumkvæði og öguð vinnubrögð.

  • Lipurð í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið

Um er að ræða 100% starf hjá ÍSOR í Kópavogi. Starfið getur falið í sér vinnu á landsbyggðinni, erlendis og langa vinnudaga á köflum. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2024. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Við bjóðum:

  • Þátttöku í fjölbreyttum verkefnum.

  • Góðan hóp samstarfsfólks.

  • Nútímalega vinnuaðstöðu.

  • Fjölskylduvænan vinnustað með sveigjanlegan vinnutíma.

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.08.2024

Nánari upplýsingar veitir

Steinþór Níelsson, sviðsstjóri Nýtingar, steinthor.nielsson@isor.is

Þjónustuaðili

Íslenskar orkurann­sóknir

Upplýsingar um starf

Starf

Starfskraftur í borholumælingar

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

02.07.2024

Umsóknarfrestur

15.08.2024