Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Seðla­banki Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur á sviði fjármála og reksturs

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

29.06.2024

Umsóknarfrestur

10.07.2024

Sérfræðingur á sviði fjármála og reksturs

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða jákvæðan og talnaglöggan sérfræðing í launavinnslu, almenn bókunarstörf og umsjón með útreikningi og innheimtu á eftirlitsgjaldi.

Sviðið fjármál og rekstur hefur yfirsýn yfir fjármál og rekstur Seðlabanka Íslands. Það þjónustar önnur svið bankans þegar kemur að fjárhagsupplýsingum, innri rekstrarþjónustu og húsnæðismálum. Sviðið ber ábyrgð á skráningu, vinnslu og útgáfu á fjárhagsupplýsingum bankans og ber ábyrgð á og sér um kostnaðar- og útgjaldaeftirlit ásamt áætlanagerð. Sviðið annast einnig hlutfallsskiptingu eftirlitsgjalds niður á eftirlitsskylda aðila skv. hlutverki fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn launavinnsla

  • Skil og uppgjör til ytri og innri aðila vegna launavinnslu

  • Umsjón og útreikningar á eftirlitsgjaldi i samvinnu við önnur svið bankans

  • Samskipti við ytri aðila í tengslum við eftirlitsgjald og innheimtu þess

  • Þjónusta og ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk

  • Almenn bókunarstörf

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist i starfi

  • Góð þekking og reynsla af launavinnslu og kjaramálum

  • Góð kunnátta og færni i Excel

  • Góð þekking á afstemmingavinnu sem og greiningarhæfni

  • Þekking á launakerfi H3 og Vinnustund er kostur

  • Gott vald á íslensku í mæltu og rituðu máli

  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum

  • Frumkvæði, öguð vinnubrögð, ábyrgð, sjálfstæði og metnaður í starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 10.07.2024

Nánari upplýsingar veitir

Erla Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs, erla.gudmundsdottir@sedlabanki.is

Árni Ragnar Stefánsson, sérfræðingur á mannauðssviði, mannaudur@sedlabanki.is

Sækja um starf

Þjónustuaðili

Seðla­banki Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur á sviði fjármála og reksturs

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

29.06.2024

Umsóknarfrestur

10.07.2024