Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Miðstöð mennt­unar og skóla­þjón­ustu

Upplýsingar um starf

Starf

Leikskólaráðgjafi

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

26.06.2024

Umsóknarfrestur

31.07.2024

Leikskólaráðgjafi

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu auglýsir starf leikskólaráðgjafa með áherslu á móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með þekkingu og reynslu af starfi í leikskóla. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af því að vinna með börnum og foreldrum með fjölbreyttan tungumála og menningarbakgrunn sem og þekkingu á leikskólastarfi í fjölmenningarlegum og fjöltyngdum barnahópum. Viðkomandi verður hluti af samstarfsteymi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Miðju máls og læsis sem sameinast 1. ágúst næstkomandi í tengslum við þróunarverkefnið Menntun, Móttaka, Menning (MEMM) en verkefnið er samstarfsverkefni Mennta- og barnamálaráðuneytis, Miðstöðvar menntunar og Reykjavíkurborgar. Markmið MEMM er að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn með því að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun þeirra á landsvísu í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi, þróa og tryggja öfluga ráðgjöf, námsgögn og verkfæri, sem og stuðning til lausnar flóknari aðstæðum.

Leikskólaráðgjafinn er leikskólum og skólaskrifstofum um land allt til ráðgjafar og stuðnings varðandi móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn, fjölmenningarlega starfshætti, bernskulæsi fjöltyngdra barna, foreldrasamstarf og inngildandi leikskólastarf. Auk þess annast viðkomandi og skipuleggur fræðslu um ofangreinda þætti og kemur að námsefnisgerð í samstarfi við aðra ráðgjafa teymisins.

Ef þú finnur þig í faglegu og skemmtilegu vinnuumhverfi þar sem starfsfólk brennur fyrir umbótum, þróun og þjónustu, hefur reynslu af fjölmenningarlegu leikskólastarfi, vinnu með íslensku og bernskulæsi fjöltyngdra leikskólabarna, samstarfi við fjölbreytta foreldra og þróun lærdómssamfélags þá gæti þetta verið starf fyrir þig.

Hjá okkur starfar samhentur hópur sem á það sameiginlegt að brenna fyrir því hlutverki að aðstoða skólasamfélagið við það mikilvæga verkefni að skapa umhverfi þar sem öll börn fá tækifæri til þess að njóta sín og blómstra. Nú leitum við að öflugri viðbót í þennan góða hóp.

Framundan eru spennandi tímar við að þróa nýja hugsun og nálgun hjá nýrri stofnun. Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu leggjum upp úr faglegu og skemmtilegu vinnuumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stuðningur og ráðgjöf varðandi íslensku og bernskulæsi fjöltyngdra barna

  • Stuðningur og ráðgjöf varðandi foreldrasamstarf, inngildingu, fjölmenningarlega og fjöltyngda starfshætti

  • Skipulag og umsjón með starfsþróun fyrir starfsfólk skólaskrifstofa

  • Þátttaka í námsefnisgerð og þróun ferla og verkfæra sem nýtast

  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu

  • Vinna að stefnu og tryggja stöðugar umbætur í takt við þróun og þarfir skólasamfélagsins

  • Vinna í þéttu samtali og samstarfi við hagaðila, s.s. skóla og sveitarfélög og annarra

Hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu

  • Reynsla, áhugi og viðtæk þekking á leikskólastarfi

  • Þekking og reynsla af málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og fjölmenningarlegu leikskólastarfi

  • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri

  • Víðsýni og lausnamiðuð hugsun

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund

  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

  • Góð enskukunnátta

  • Önnur tungumálakunnátta kostur

  • Góð tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk. og verður ráðið í stöðuna frá 1. október eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til eins árs með möguleika á framlengingu.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

1. Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla og þekking

2. Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi til að gegna starfinu

3. Afrit af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.07.2024

Nánari upplýsingar veitir

Katrín Friðriksdóttir, katrin@midstodmenntunar.is

Sími: 897-9940

Dröfn Rafnsdóttir, drofn.rafnsdottir@reykjavik.is

Sími: 821-0960

Þjónustuaðili

Miðstöð mennt­unar og skóla­þjón­ustu

Upplýsingar um starf

Starf

Leikskólaráðgjafi

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

26.06.2024

Umsóknarfrestur

31.07.2024