Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fræðsluefni fyrir smábátasjómenn

Hér að neðan má finna efni sem Samgöngustofa hefur gefið út eða komið að með öðrum hætti í tengslum við öryggismál smábátasjómanna.

Öryggisapp fyrir smábáta - Agga

Aggan er öryggisstjórnunarkerfi (app) fyrir smábáta þar sem finna má fræðsluefni, framkvæma eigin skoðanir og áhættumat og tilkynna öryggisatvik til yfirvalda. Lesa má nánar um appið og hlaða því niður hér: www.agga.is.

12 hnútar

12 hnútar inniheldur 12 veggspjöld eða myndir þar sem farið er yfir mannlega bresti sem leitt geta til sjóslysa. Gott er að hafa í huga hverjir þeir eru og grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að okkar mistök leiði til slyss.

Gátlisti fyrir strandveiðar

Við upphaf strandveiðitímabils er gott að notast við þennan gátlista, fara yfir öryggis- og fjarskiptabúnað bátsins og ganga úr skugga um að allt sé í lagi áður en haldið er til hafs.

Einblöðungar

Hér að neðan má finna einblöðunga, þ.e. upplýsingablöð þar sem finna má ýmsar öryggisupplýsingar er varðar störf um borð.

Myndbönd

Hér að neðan má finna nokkur myndbönd er varða öryggi við sjómennsku.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa