Skyldur varðandi varðveislu og eyðingu persónuupplýsinga
Varðveisla og eyðing gagna telst vinnsla persónuupplýsinga í skilningi persónuverndarlaganna sem ábyrgðaraðili ber ábyrgð á.
Þannig má ekki varðveita gögn ef sú heimild sem ábyrgðaraðili byggði vinnsluna á er ekki lengur fyrir hendi, til dæmis ef hinn skráði dregur samþykki sitt til baka og ekki er önnur heimild fyrir vinnslunni.