Fara beint í efnið

Í Reykjavík Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnanesi þarf að skrá hunda.

Hér getur þú sótt um leyfi til að halda hund eða eftir atvikum skráð hund í ýmsum sveitarfélögum. Hundahald er alla jafna háð takmörkunum sem eru mismunandi eftir því um hvaða sveitarfélag er að ræða og eru skilyrði útlistuð í hundasamþykkt hvers sveitarfélags. 

Umsóknarferlið

Mismunandi er eftir sveitarfélögum hver fer með málefni hunda og framfylgir hundasamþykkt f.h. heilbrigðisnefndar. Oftast er það heilbrigðiseftirlit en einnig aðrar deildir t.d. áhaldahús, umhverfissvið eða sérstök dýraþjónusta eins og í Reykjavík.

Í sveitarfélögum þar sem sækja þarf um sérstakt leyfi fyrir hundahaldi þurfa eftirfarandi hlutir oftast að fylgja umsókn.

  • Staðfesting á síðustu ormahreinsun.

  • Staðfesting (vottorð) um örmerkingu.

  • Skriflegt samþykki meðeigenda í fjölbýlishúsi (ef við á).

  • Vottorð um að leyfishafi hafi lokið námskeiði í hundauppeldi (ef við á).

Gjald

Mörg sveitarfélög veita afslátt af árlegu þjónustu- og eftirlitsgjaldi hafi eigandi lokið námskeiði í hundahaldi sem viðurkennt er af viðkomandi sveitarfélagi. Í þeim tilfellum er boðið upp á að senda inn vottorð um slíkt með umsókn eða skráningu.

Krafa í samræmi við gjaldskrá viðkomandi sveitarfélags verður send í heimabanka. Skráningarskírteini ásamt nafnplötu þar sem fram koma nauðsynlegar upplýsingar um hundinn er sent til eiganda hjá flestum sveitarfélögum í kjölfar þess að greiðsla hefur borist sem og nauðsynleg vottorð þar sem þess er krafist.

Heilbrigðiseftirlit og aðrar deildir sveitarfélaga

Dýraþjónusta Reykjavíkur

Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar
og Seltjarnarness.