Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skírteini svifflugmanns (Part-SFCL)

Skírteini svifflugmanns

Til að fá útgefið skírteini svifflugmanns SPL (Part-SFCL) þarf að ljúka bóklegu og verklegu námi hjá flugskóla sem hefur heimild til þjálfunar nemenda í svifflugi. Að loknu bóklegu námi hjá flugskóla þarf að standast bókleg próf hjá Samgöngustofu.

SFCL.135 Próf í bóklegri þekkingu

Umsækjendur um flugmannsskírteini fyrir loftbelgi, skírteini svifflugmanns eða einkaflugmannsskírteini þurfa að ljúkra prófunum með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein. Próf í bóklegu nám fer fram samkvæmt útgefinni námsskrá sem inniheldur níu próffög.

a) almennar námsgreinar:

  • Lög og reglur um loftferðir

  • Mannleg geta

  • Veðurfræði

  • Fjarskipti

b) sérstakar námsgreinar er lúta að mismunandi gerðum loftfara:

  • Flugfræði

  • Verklagsreglur í flugi

  • Afkastageta og áætlanagerð

  • Almenn þekking á loftförum

  • Flugleiðsaga

Próftakar
  • hafa 18 mánuði til að ljúka prófunum talið frá enda þess mánaðar sem fyrsta próf var þreytt

  • fá að hámarki fjórar tilraunir í hverju próffagi

Að loknu bóklegu prófi

Hefur nemandi 24 mánuði til að

  • ljúka verklegu námi

  • standast verklegt færnipróf með prófdómara

Þeir sem ekki fullnægja einhverjum framangreindra skilyrða þurfa að fá endurþjálfun hjá flugskóla og endurtaka bókleg próf Samgöngustofu.

Réttindi svifflugmanns (Part-SFCL)

Réttindi handhafa skírteini svifflugmanns eru að stjórna svifflugum án þess að taka greiðslu fyrir.

Til að mega flytja farþega þurfa flugmenn að hafa lokið að minnsta kosti einu af eftirfarandi:

  • 10 klst. fartíma

  • 30 flugtök

sem flugstjóri á svif- eða vélsvifflugum eftir útgáfu skírteinisins.

Ásamt því að framkvæma eitt þjálfunarflug með flugkennara til að sýna framá hæfni þess að geta flogið með farþega.

Til að viðhalda réttindum fyrir svifflugur (SPL)

þarf skírteinishafi að hafa lokið á síðustu 24 mánuðum:

  • að minnsta kosti fimm fartímum sem flugstjóri, eða undir leiðsögn kennara í tví / einliða flugi;

    • þ.m.t. 15 flugtök og tveimur þjálfunarflugum með flugkennara á svifflugur,

eða

  • standast hæfnipróf með prófdómara.

Til að viðhalda réttindum fyrir ferðasvifflugur (TMG)

þarf skírteinishafi að hafa lokið á síðustu 24 mánuðum:

  • að minnsta kosti 12 fartímum sem flugstjóri eða undir leiðsögn kennara í tví / einliða flugi;

    • þar af a.m.k 6 flugstundir og 12 flugtök og lendingar, ásamt einu þjálfunarflugi með flugkennara sem þarf að vera að lámarki 1 klukkustund

eða

  • standast hæfnipróf með prófdómara.

Lög og reglur

Skírteini svifflugmanns

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa