Fara beint í efnið

Persónuafsláttur og skattur af launum

Allir sem eru skattskyldir á Íslandi og hafa tekjur yfir skattleysismörkum greiða skatta af launum sínum sem fara í sameiginlegan sjóð landsmanna.

Persónuafsláttur

Persónuafsláttur er skattaafsláttur. Allir sem eru 16 ára og eldri og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti.

Persónuafsláttur er að fullu millifæranlegur á milli hjóna eða sambúðarfólks.

Persónuafslætti má safna upp á milli mánaða og eftir atvikum nýta afslátt sem maki hefur ekki nýtt sér.

Uppsafnaður persónuafsláttur sem ekki er nýttur innan skattaárs fellur niður við upphaf nýs árs. Persónuafsláttur, á vef rsk.is

Skattur af launum einstaklinga

Skattur af launum einstaklinga skiptist annars vegar í tekjuskatt til ríkisins og hins vegar í útsvar til sveitarfélaga.

Skattleysismörk taka mið af persónuafslætti og staðgreiðsluhlutfallinu og eru það mörkin sem miðað er við áður en skattur er greiddur af laununum.

Atvinnurekandi dregur staðgreiðsluna af launum launþegans og skilar til innheimtumanns ríkissjóðs.

Launþegar sem starfa á fleiri en einum stað þurfa að upplýsa atvinnurekendur um önnur launuð störf til að rétt hlutfall tekjuskatts sé dregið af launum.

Tekjuskattsþrep launþega eru tvö: 22,5% og 31,8%. Launþegar greiða því:

  • 22,5% af tekjum undir 927.087 kr. á mánuði og

  • 31,8% af tekjum yfir 927.087 kr. á mánuði.

Útsvarið sem launþegar greiða af launum sínum er einn af tekjustofnum sveitarfélaga og er það mismunandi eftir sveitarfélögum.

Við staðgreiðslu útsvars er miðað við meðalútsvar allra sveitarfélaga. Á árinu 2019 er meðalútsvar 14,44%, lágmarksútsvar er 12,44% en hámarksútsvar 14,52%.

Staðgreiðsluhlutfall ársins er 36,94% á tekjur í fyrsta þrepi og 46,24% í öðru þrepi.

Allir 16 til 70 ára og með tekjur yfir skattleysismörkum greiða föst gjöld í Framkvæmdasjóð aldraðra og til reksturs Ríkisútvarps. Þessi gjöld eru nefskattur en það er skattur sem leggst jafnt á alla.

Börn yngri en 16 ára hafa sérstakt frítekjumark og greiða 6% af tekjum sem fara yfir frítekjumarkið í skatt.

Persónuafsláttur á mánuði: 56.447 kr. Skattleysismörk á mánuði: 159.174 kr. miðað við launþega með 4% lífeyrissparnað, 152.807 kr. miðað við ellilífeyrisþega. Tekjuskattsprósenta: 22,5% og 31,8% Meðalútsvar: 14,44% Staðgreiðsluhlutfall*: 36,94% og 46,24%

Tafla - Dæmi um útreikning

Upplýsingar fyrir árið 2019:

Persónuafsláttur á mánuði: 56.447 kr. Skattleysismörk á mánuði: 159.174 kr. miðað við launþega með 4% lífeyrissparnað, 152.807 kr. miðað við ellilífeyrisþega. Tekjuskattsprósenta: 22,5% og 31,8% Meðalútsvar: 14,44% Staðgreiðsluhlutfall*: 36,94% og 46,24% *Tekjuskattsprósenta + meðalútsvar.

Skýring:

Launþegi greiðir 22,5% tekjuskatt af launum að 927.087 kr. Af laununum er einnig greitt útsvar sem er 14,44% að meðaltali árið 2019. Staðgreiðsluhlutfall launþegans er því 46,24% af þeim launahluta sem fer yfir 927.087 á mánuði.

Upplýsingar fyrir árið 2018:

Persónuafsláttur á mánuði: 53.895 kr. Skattleysismörk á mánuði: 151.978 kr. miðað við launþega með 4% lífeyrissparnað, 145.899 kr. miðað við ellilífeyrisþega. Tekjuskattsprósenta: 22,5% og 31,8% Meðalútsvar: 14,44% Staðgreiðsluhlutfall*: 36,94% og 46,24% *Tekjuskattsprósenta + meðalútsvar.

Skýring:

Launþegi greiðir 22,5% tekjuskatt af launum að 893.713 kr. Af laununum er einnig greitt útsvar sem er 14,44% að meðaltali árið 2018. Staðgreiðsluhlutfall launþegans er því 46,24% af þeim launahluta sem fer yfir 893.713 kr. á mánuði.

Samsköttun við álagningu opinberra gjalda 2019

Samskatta skal við álagningu opinberra gjalda ef annar makinn (A) er með tekjur yfir 11.125.045 kr. og hinn makinn (B) er með tekjur undir 11.125.045 kr.

50% af því sem B nýtir ekki skal færa frá B til A og skattleggja hjá honum það sem umfram er 11.125.045 kr., þó að hámarki 5.562.523 kr.

Samsköttun við álagningu opinberra gjalda 2018

Samskatta skal við álagningu opinberra gjalda ef annar makinn (A) er með tekjur yfir 10.724.553 kr. og hinn makinn (B) er með tekjur undir 10.724.553 kr.

50% af því sem B nýtir ekki skal færa frá B til A og skattleggja hjá honum það sem umfram er 10.724.553 kr., þó að hámarki 5.362.284 kr.

Skattframtalið

Skylda er að skila inn skattframtali til ríkisskattstjóra í marsmánuði ár hvert. Á skattframtali eru gefnar upplýsingar um tekjur, eignir og skuldir frá fyrra ári.

Ríkisskattstjóra er heimilt að ákveða að framtalsskil einstaklinga utan atvinnurekstrar skuli almennt vera með rafrænum hætti og málsmeðferð verði rafræn eftir því sem við á.

1. júní fá einstaklingar senda innheimtu- og álagningarseðla frá ríkisskattstjóra. Á þeim koma fram upplýsingar um skattauppgjörið.

Ef skattgreiðandi hefur greitt of mikið í skatt þá fær hann það greitt til baka. Ef of lítið hefur verið greitt í skatt, þá þarf skattgreiðandinn að greiða það sem á vantar.

Aðrir skattar

Einstaklingar greiða 22% skatt af fjármagnstekjum. Þó skal ekki reikna tekjuskatt af heildarvaxtatekjum að fjárhæð 150.000 kr. á ári hjá manni og 50% af tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis til búsetu leigjanda.

Fjármagnstekjur eru:

  • Vaxtatekjur

  • Arður

  • Söluhagnaður

  • Leigutekjur

  • Erfðafjárskattur er 10% en ekki er greiddur skattur af fyrstu einni og hálfri milljóninni af skattstofni dánarbús.

  • Sumir happdrættisvinningar eru skattlagðir. Listi yfir happdrætti sem greiða skattfrjálsa vinninga er birtur í leiðbeiningum með skattframtali einstaklinga.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Efnisyfirlit