Sértækur húsnæðisstuðningur
Sértækur húsnæðisstuðningur er mánaðarleg greiðsla til að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem þurfa að leigja húsnæði til íbúðar utan Grindavíkurbæjar vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.
Sértæki húsnæðisstyrkurinn hefur verið framlengdur út árið.
Skilyrði
Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að eiga rétt á sértækum húsnæðisstuðningi:
Umsækjandi og heimilismenn á umsókn voru með lögheimili eða tímabundið aðsetur í Grindavíkurbæ 10. nóvember 2023 og þurftu að yfirgefa heimili sitt á grundvelli laga um almannavarnir.
Umsækjandi og heimilismenn á umsókn búa í leiguhúsnæði og eiga þar lögheimili
eða tímabundið aðsetur.Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri.
Umsækjandi er aðili að leigusamningi sem skráður hefur verið í Leiguskrá HMS
Umsækjandi og heimilismenn, 18 ára og eldri, hafa gefið samþykki sitt til upplýsingaöflunar eftir að umsókn hefur verið send inn.
Umsókn
Í umsókninni þarf að koma fram:
fastanúmer eignarinnar
kennitölur heimilismanna
kennitala leigusala
Ef það vantar einhver gögn færðu tilkynningu í tölvupósti um að umsókn hafi verið frestað og að þú eigir bréf undir Rafræn skjöl á Mínum síðum HMS með frekari upplýsingum. Það er mikilvægt að fylgjast með og svara innan 15 daga því annars getur umsókn verið synjað.
Reiknivél
Fjöldi heimilismanna í húsnæði?
Húsnæðiskostnaður á mánuði?
Útreikningur húsnæðisbóta samkvæmt reiknivélinni byggir á þeim forsendum sem þú gafst upp og telst ekki bindandi ákvörðun um húsnæðisbætur. Útreikningur miðast við greiðslur húsnæðisbóta fyrir heilt almanaksár.
Upphæð sértæks húsnæðisstuðnings
Mánaðarleg upphæð húsnæðisstuðningsins fer eftir fjölda heimilismanna og getur aldrei verið hærri en 90% af leigufjárhæð:
Fjöldi heimilismanna | Hámarks fjárhæð |
---|---|
1 heimilismaður | 180.000 kr. |
2 heimilismenn | 237.600 kr. |
3 heimilismenn | 279.000 kr. |
4 heimilismenn | 302.400 kr. |
5 heimilismenn | 326.592 kr. |
6 eða fleiri heimilismenn | 352.800 kr. |
Nánari upplýsingar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) í síma 440-6400 eða á netfangið hms@hms.is.
Einnig er hægt að fá aðstoð við eftirfarandi í Tollhúsinu:
Aðstoð við að fylla út umsókn um “sértækan húsnæðisstuðning”
Aðstoð við að finna eignir á Leigutorgi
Upplýsingar um sértækan húsnæðisstuðning á pólsku
Leiðbeiningar og algengar spurningar og svör um sértækan húsnæðisstuðning á pólsku