Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólreiðafólks
Sáttmáli um gagnkvæman skilning atvinnubílstjóra og hjólreiðafólks í umferðinni hefur litið dagsins ljós. Markmið sáttmálans er að auka gagnkvæman skilning og koma í veg fyrir slys, því mikilvægast af öllu er að tryggja öryggi allra vegfarenda. Samhliða fjölgun hjólreiðafólks undanfarin ár hefur hjólreiðaslysum einnig fjölgað, svo þörfin fyrir sátt og samlyndi ólíkra hópa í umferðinni hefur aldrei verið brýnni.
Hjólasáttmálinn er aðgengilegur á þremur tungumálum:

Þjónustuaðili
Samgöngustofa