Fara beint í efnið

Sala á yfirveðsettri eign

Ef íbúðarlánið þitt er hærra en markaðsvirði fasteignarinnar og þú stendur ekki í skilum á láninu geturðu selt eignina og upphæðin sem eftir stendur verður að veðlausri kröfu hjá HMS.

Sækja um

Umsókn um afléttingu umfram söluverð

Skilyrði

  • Þú hefur ekki greiðslugetu til að greiða af láninu.

  • Aðrar lausnir við greiðsluvanda hjá HMS duga ekki til.

  • Greiðsluerfiðleikar eru vegna óvæntra veikinda, slysa, minni atvinnu, atvinnuleysis eða annarra ófyrirséðra atvika.

  • Þú hefur átt fasteignina í minnst 24 mánuði.

  • Þú hefur greitt minnst þriðjung reiknaðra gjalddaga frá lántöku.

  • Þú átt ekki meira en 500.000 krónur í öðrum eignum umfram skuldir (námslán teljast ekki með).

  • Þú býrð í eigninni og átt þar lögheimili. Hægt er að fá undanþágu vegna aðstæðna sem eru ekki af þínum völdum, til dæmis vegna veikinda, ef eignin er óíbúðarhæf, flutningar vegna vinnu eða náms.

  • Vanskil lána á umsóknardegi eru innan við 12 mánaða gömul. Hægt er að fá undanþágu ef ástæða vanskila er ekki af þínum völdum, til dæmis veikindi eða greiðsluskjól.

  • Söluverð er í samræmi við markaðsverð.

  • Öllu söluverði er ráðstafað upp í greiðslu á láninu (ráðstafa má 1,5% af söluverði, auk virðisaukaskatts, til fasteignasala og leggst ofan á eftirstæða kröfu).

  • Húsnæði er afhent HMS innan 3 mánaða frá samþykki umsóknar.

  • Kaupverð greiðist að fullu við afhendingu eignar.

Ef umsókn er samþykkt fer fasteignin í söluferli og lánið er lækkað í samræmi við söluverð. Upphæðin sem eftir stendur (mismunur á láni og söluverði) verður að eftirstæðri kröfu sem birtist sem greiðsluseðill í netbankanum þínum.

Eftirstæð krafa

Fyrir hverja krónu sem þú greiðir inn á kröfuna fellur niður króna á móti. Dæmi: Þú borgar 100.000 krónur og HMS lækkar um 100.000 krónur á móti.

Eftir 3 ár getur þú sótt um niðurfellingu á eftirstæðri kröfu.

Á meðan krafan stendur (einnig kallað veðlaus krafa) getur þú ekki fengið lán hjá HMS. Sumar aðrar lánastofnanir veita lán þrátt fyrir veðlausa kröfu.

Tengt efni