Að sækja um tímanlega um leyfi.
Að tryggja að nauðsynleg fylgigögn séu meðfylgjandi umsókn.
Að kynna keppendum keppnisreglur og skilmála keppnisleyfis áður en keppni fer fram.
Keppnishaldari er ábyrgur fyrir skemmdum á vegi og öðrum mannvirkjum, svo og á náttúru, sem hljótast af aksturskeppni eða öðrum akstri keppenda eða starfsmanna við keppni.
Keppnishaldari er skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja öryggi og aðstöðu áhorfenda að aksturskeppnum í samræmi við tilmæli lögreglustjóra.
Keppnishaldari skal greiða kostnað og setja tryggingu, sé þess krafist, vegna sérstakrar löggæslu og öryggisráðstafana sem nauðsynlegar teljast að mati lögreglustjóra.
Komi til breytinga á dag- eða tímasetningum aksturskeppna samkvæmt útgefnu leyfi skal keppnishaldari tilkynna um breytingar til lögreglustjóra.
Þjónustuaðili
Lögreglan