Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sækja um leyfi til að halda aksturskeppni

Leyfi fyrir aksturskeppni (.pdf)

Á þessari síðu

Almennt

Lögreglustjóri í hverju umdæmi fyrir sig veitir leyfi fyrir að halda aksturskeppni.

Dæmi um aksturskeppnir eru kappakstur, rallí, GoKart, drift, motocross, spyrnur og torfærukeppnir á bílum eða vélhjólum.

Leyfi lögreglustjóra

Sækja þarf um að minnsta kosti 5 virkum dögum fyrir keppni. Þá þurfa öll nauðsynleg gögn að fylgja með umsókn.

Leyfi er veitt til árs í senn.

Hægt er að sækja um leyfi fyrir fleiri en einni keppni í einu, til dæmis samkvæmt keppnisdagatali.

Keppnir

Leyfi eru gefin út vegna keppni í íþróttagreinum sem eru stundaðar á vegum aðildarfélaga innan:

  1. Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands vegna keppni á tveggja og þriggja hjóla ökutækjum og torfæruhjólum.

  2. Akstursíþróttasambands Íslands vegna keppni á ökutækjum með fjórum hjólum eða fleiri.

Nauðsynleg fylgigögn

  • Umsögn frá Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandi Íslands eða Akstursíþróttasambandi Íslands, eftir því sem við á. Í umsögn skal koma fram faglegt mat á öryggisþáttum og tillögur um framkvæmd og eftirlit á keppnisstað í samræmi við verklagsreglur.

  • Afrit af tryggingaskírteini – slysatrygging vegna starfsmanna við keppni.

  • Afrit af tryggingaskírteini – ábyrgðartrygging vegna framkvæmdar keppni.

  • Leyfi veghaldara og annarra hagsmunaaðila eftir því sem við á.

Upplýsingar í reglugerð

Reglur um skyldur keppnisaðila og aðrar nauðsynlegar upplýsingar eru í reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppnir.

Leyfi fyrir aksturskeppni (.pdf)

Þjónustuaðili

Lögreglan