Fara beint í efnið
Umboðsmaður skuldara Forsíða
Umboðsmaður skuldara Forsíða

Umboðsmaður skuldara

Upplýsingar um framfærsluviðmið

Framfærsla er sá kostnaður sem er nauðsynlegur til að sjá fyrir grunnþörfum einstaklings eða fjölskyldu. Framfærsla er hugtak sem er notað yfir útgjöld vegna matar, húsnæðis, fatnaðar, lækniskostnaðar auk annarra vara og þjónustu sem eru nausynleg fyrir daglegt líf.

Síðast uppfært: 2. apríl 2024

Útreikningur

Umboðsmaður skuldara setur viðmið fyrir framfærslu (framfærsluviðmið) sem byggir á upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu. Viðmið félagsmálaráuneytis byggja á rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum einstaklinga og fjölskyldna.

Miðgildi útgjalda fyrir hverja fjölskyldurgerð eru notuð til að ákveða framfærsluviðmið. Það þýðir að 50% heimila nota viðmiðunarupphæð eða lægri upphæð til innkaupa á vörum sem falla undir hvern flokk.

Reglulega uppfærð

Viðmiðin eru uppfærð reglulega og byggja á grunni rannsóknar Hagstofu Íslands á útgjöldum heimila á tímabilinu 2013 til 2016.

Viðmiðin eru uppfærð á tveggja mánaða fresti.