Umboðsmaður skuldara - Ársskýrsla 2024
Á árinu 2024 hélt embætti umboðsmanns skuldara áfram því mikilvæga hlutverki sínu að styðja einstaklinga í fjárhagsvanda og skapa þeim raunhæfa leið út úr greiðsluerfiðleikum. Fjárhagslegt umhverfi heimilanna var enn krefjandi. Hátt vaxtastig, mikill húsnæðiskostnaður og hækkandi verðlag á nauðsynjavörum höfðu áhrif á afkomu fjölmargra. Þrátt fyrir að horfur í efnahagsmálum væru víða taldar skýrast og verðbólga sýndi merki um að hjaðna, upplifði stór hópur einstaklinga og fjölskyldna áfram mikla óvissu um eigin fjárhagslega framtíð og fann enn fyrir þungu vaxtastigi og háum framfærslukostnaði.

Ásta S. Helgadóttir
Umboðsmaður skuldara
Á árinu 2024 hélt embætti umboðsmanns skuldara áfram því mikilvæga hlutverki sínu að styðja einstaklinga í fjárhagsvanda og skapa þeim raunhæfa leið út úr greiðsluerfiðleikum. Fjárhagslegt umhverfi heimilanna var enn krefjandi. Hátt vaxtastig, mikill húsnæðiskostnaður og hækkandi verðlag á nauðsynjavörum höfðu áhrif á afkomu fjölmargra. Þrátt fyrir að horfur í efnahagsmálum væru víða taldar skýrast og verðbólga sýndi merki um að hjaðna, upplifði stór hópur einstaklinga og fjölskyldna áfram mikla óvissu um eigin fjárhagslega framtíð og fann enn fyrir þungu vaxtastigi og háum framfærslukostnaði.
Á árinu 2024 bárust embættinu alls 749 umsóknir um greiðsluaðlögun. Stærstur hluti umsækjenda voru einstaklingar, eða 75% þeirra sem leituðu til embættisins. Flestir umsækjendur voru búsettir í leiguhúsnæði, eða 58%, sem er í samræmi við fyrri ár og endurspeglar áframhaldandi viðkvæma stöðu stórs hóps á leigumarkaði. Þá varð þó einnig áberandi aukning í hópi umsækjenda sem búa í eigin fasteign, en hlutfall þeirra hækkaði úr 9% árið 2023 í 17% árið 2024. Sú þróun bendir til þess að fjárhagslegar áskoranir snerti í auknum mæli heimili með eigin húsnæði, meðal annars vegna hærri vaxta og aukins kostnaðar við daglegt líf, og undirstrikar mikilvægi þess að greiðsluaðlögun standi bæði leigjendum og fasteignaeigendum raunverulega til boða.
Á árinu 2024 voru samþykktar tímabærar og mikilvægar breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010, sem höfðu að mestu staðið óbreytt frá gildistöku þeirra árið 2010. Markmið breytinganna, sem tóku gildi 1. apríl 2024, eru að efla úrræðið, gera málsmeðferð skýrari og skilvirkari og mæta betur þörfum umsækjenda. Sérstök áhersla var meðal annars lögð á að bæta stöðu fasteignaeigenda, m.a. með því að veita umboðsmanni skuldara heimild til að leggja til við kröfuhafa gjaldfrest eða lægri greiðslur af veðlánum við tilteknar aðstæður, og með nýjum málsmeðferðarákvæðum vegna yfirveðsetningar fasteigna þar sem unnt er, að uppfylltum skilyrðum, að lækka veðsetningu í samræmi við markaðsverðmæti eignar. Til að úrræðið verði heildstæðara er jafnframt miðað að því að tilteknar kröfur sem áður stóðu utan greiðsluaðlögunar, svo sem kröfur vegna virðisaukaskatts, meðlagsskulda, fésekta og ábyrgðarskuldbindinga á námslánum, geti nú orðið hluti greiðsluáætlunar. Þá voru skilyrði rýmkuð, með það að markmiði að fleiri geti leitað greiðsluaðlögunar; nú geta til að mynda umsækjendur, sem búsettir eru erlendis, leitað greiðsluaðlögunar vegna íslenskra krafna. Umsækjendum er með breytingunni jafnframt gert auðveldara að óska breytinga á samningi ef aðstæður breytast. Heimildir til skráningar upplýsinga um greiðsluaðlögun í gagnagrunnum á borð við þann sem Creditinfo heldur utan um hafa verið takmarkaðar verulega. Með þessum breytingum styrkist staða einstaklinga sem glíma við verulegan fjárhagsvanda og greiðsluaðlögun festir enn frekar stöðu sína sem raunhæft úrræði fyrir bæði leigjendur og fasteignaeigendur í greiðsluerfiðleikum.
Embættið lagði áfram áherslu á skýra upplýsingagjöf og persónulega ráðgjöf til þeirra sem standa á krossgötum í eigin fjármálum. Mikilvægt er að einstaklingar leiti sér ráðgjafar tímanlega, áður en vandinn er orðinn óviðráðanlegur. Því hefur verið lögð rík áhersla á fræðslu, aukið aðgengi að upplýsingum um úrræði. Í september 2024 var vefur umboðsmanns skuldara fluttur yfir á island.is með það að markmiði að gera aðgengi að upplýsingum enn betra fyrir öll. Samstarf við hagsmunaaðila, þar á meðal fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og félagsþjónustu sveitarfélaga, er jafnframt lykilþáttur í því að tryggja að úrræðin nýtist sem best og að meðferð mála sé bæði fagleg og réttlát.
Fram undan eru áfram áskoranir, en einnig tækifæri til frekari umbóta. Það er sameiginlegt verkefni stjórnvalda, fjármálakerfisins og samfélagsins alls að stuðla að því að fólk sem lendir í fjárhagsvanda geti, með raunhæfum úrræðum og sanngjarnri meðferð, byggt upp stöðuga framtíð á ný. Embætti umboðsmanns skuldara mun áfram leggja rækt við það hlutverk að gæta hagsmuna skuldara, stuðla að sjálfbærum lausnum og vinna að því að traust og gagnsæi ríki í allri málsmeðferð.
Að lokum vil ég þakka starfsfólki embættisins fyrir ómetanlegt framlag á árinu, sem og þeim fjölmörgu samstarfsaðilum sem leggja sitt af mörkum til að efla úrræði fyrir einstaklinga í greiðsluerfiðleikum. Þá vil ég þakka þeim sem leituðu til embættisins fyrir traustið. Það er von mín að þessi ársskýrsla varpi skýru ljósi á starfsemi embættisins, þróun ársins 2024 og þau skref sem stigið hefur verið til að styrkja stöðu skuldara á Íslandi.
Umboðsmaður skuldara veitir einstaklingu í fjárhagsvanda aðstoð
Öll þjónusta sem UMS veitir er ókeypis
Helstu verkefni:
Ráðgjöf
Fyrirspurnir og símaráðgjöf
Fræðsla um fjármál heimilanna
Gerð framfærsluviðmiðs
Embættið fer einnig með framkvæmd eftirfarandi úrræða:
Framkvæmd greiðsluaðlögunar einstaklinga
Veita fjárhagsaðstoð vegna greiðslu skiptakostnaðar
Markmið umboðsmanns skuldara
Að veita ávallt faglega þjónustu með virðingu og samkennd að leiðarljósi.
Að allir hafi jafnt aðgengi að þjónustu UMS, með því að bjóða upp á rafræna þjónustu, öfluga símaráðgjöf og aðgengilegt þjónustuver.
Veita hlutlausa og aðgengilega fræðslu um fjármál heimilanna
Umsóknarferli

Hjá embættinu starfa einstaklingar með fjölbreytta menntun og mikla reynslu og er það markmið embættisins að leggja rækt við þá þekkingu sem myndast hefur.
Embættið leitast við að bjóða starfsfólki sínu upp á sveigjanlegan vinnutíma með það að markmiði að auðvelda starfsfólki að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs án þess þó að það komið niður á þjónustu þeirri sem embættið veitir.
Embættið hefur verið lánsamt í gegnum árin með gott starfsólk. Nokkur hluti starfsmanna hefur starfað frá stofnun embættisins. Hjá embættinu hefur því orðið til mikil þekking á því sem varðar fjármál heimilanna.
Í lok árs 2024 voru starfsmenn embættisins 18 í 17,73 stöðugildum
Umboðsmaður skuldara styrkir starfsmenn sína til að sinna heilsu sinni og stunda líkamsrækt.
Árið 2024 voru 83,3 % starfsmanna lögfræðingar og meðal starfsaldur var 7,5 ár.
Lög um umboðsmann skuldara nr. 100/2010 kveða á um að umboðsmaður skuldara skuli útbúa framfærsluviðmið og uppfæra það reglulega.
Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara eru fyrst og fremst ætluð sem viðmið þegar leitað er lausna á skuldavanda með úrræðum embættisins en þau mið af raunútgjöldum íslenskra heimila skv. útgjaldarannsókn Hagstofu Íslands um neysluútgjöld íslenskra heimila.
Umsækjendur þurfa sjálfir að tiltaka í umsókn sinni ýmsan kostnað við framfærslu, svo sem vegna hita, rafmagns, dagvistunar barna, fasteignagjalda og er þeim bætt við annan kostnað til að reikna út heildarframfærslukostnað fjölskyldunnar. Viðmiðin taka þannig tillit til aðstæðna hjá hverjum og einum umsækjanda.

Meðal hlutverka umboðsmanns skuldara er að veita alhliða ráðgjöf og fræðslu um fjármál heimilanna.
Embættið leggur áherslu á að miðla skýrum og aðgengilegum upplýsingum um þá þjónustu sem það býður einstaklingum upp á, sem og almennri fræðslu um fjármál heimilanna.
Greiningarvinna
Lögð hefur verið áhersla á að greina þann hóp sem til embættisins leitar hversu sinni og hefur það áhrif á þá stefnu sem mörkuð er í fræðslumálum og þjónustu embættisins.
Leitin að peningunum
Umboðsmaður skuldar hefur á síðustu árum haldi úti verkefninu Leitin að peningunum. Verkefnið fékk styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og hefur verið framleitt mikið af góðu fræðsluefni undir merkjum Leitarinnar. Ber þar helst að nefna hlaðvarpsþætti og innslög á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram.
Þá heldur UMS einnig úti fræðsluvefnum leip.is þar sem finna má alla hlaðvarpsþætti leitarinnar sem og fleira aðgengilegt fræðsluefni.
Vefur UMS
Í september 2024 var vefur umboðsmanns skuldara fluttur yfir á island.is. Markmiðið með þeim flutningi var að gera aðgengi að upplýsingum um þjónustu UMS enn betri.

Fyrsta skref í að leita formlega aðstoðar hjá umboðsmanni skuldara er umsókn um aðstoð vegna fjárhagsvanda
Þegar einstaklingur hefur ákveðið að leita aðstoðar hjá umboðsmanni skuldara vegna fjárhagsvanda er fyrsta skrefið að leggja inn umsókn.
Fyrsta skref í vinnslu umsóknar er alltaf samtal við umsækjanda þar sem farið er yfir ferlið og væntingar umsækjanda til þess. Ráðgjafi aflar í kjölfarið nauðsynlegra gagna um skuldastöðu umsækjanda.
Ráðgjafi greinir svo stöðu umsækjanda og metur í samráði við hann hvaða úrræði henti best til úrlausnar á vanda viðkomandi.

Heildarfjöldi umsókna sem embættinu barst á árinu 2024
749 Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda
Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda í tölum
Kyn umsækjanda | Hlutfall % |
|---|---|
Karl | 48 % |
Kona | 52 % |
Aldur umsækjenda | Hlutfall % |
|---|---|
18 til 29 ára | 20 % |
30 til 39 ára | 39 % |
40 til 49 ára | 26 % |
50 til 59 ára | 15 % |
60 til 69 ára | 5% |
70 ára og eldri | 1 % |
Fjölskyldustærð | Hlutfallsleg skipting % |
|---|---|
Einstaklingar | 75 % |
Einstaklingar með börn | 9 % |
Hjón og sambúðarfólk | 13 % |
Hjón og sambúðarfólk með börn | 3 % |
Búsetuform umsækjenda | Hlutfallsleg skipting % |
|---|---|
Leiga | 47 % |
Félagsleg leiga | 11 % |
Húsnæðislaus | 4 % |
Eigin fasteign | 17 % |
Annað | 9 % |
Í foreldrahúsum | 9 % |
Búseturéttur | 1 % |
Atvinnustaða umsækjenda | Hlutfallsleg skipting % |
|---|---|
Í atvinnu | 40 % |
Í námi | 2 % |
Örorka eða lífeyrir | 37 % |
Sjálfstætt starfandi | 1 % |
Atvinnulaus | 19 % |
Heimavinnandi | 1 % |
Menntun umsækjenda | Hlutfallsleg skipting % |
|---|---|
Grunnskólapróf | 51 % |
Iðnmenntun | 18 % |
Háskólapróf | 13 % |
Stúdentspróf | 18 % |
Eitt af hlutverkum umboðsmanns skuldara er að veita einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum ókeypis ráðgjöf.
Ráðgjöf hefst eftir að umsókn um aðstoð vegna fjárhagsvanda hefur borist og greining hefur farið fram í samráði við umsækjanda.
Í ráðgjöf felst meðal annars að gert er greiðsluerfiðleikamat með það að markmiði að öðlast heildarsýn á fjármálin og leita leiða til lausnar.
Með ráðgjöf hjá umboðsmanni skuldara er leitast við að leysa úr fjárhagserfiðleikum áður en vandinn er orðinn slíkur að önnur úrræði, svo sem greiðsluaðlögun eða gjaldþrotaskipti, þurfi til.
Í kjölfar úrvinnslu umsóknar fær umsækjandi samantekt um fjárhagsstöðu sína, greiðsluerfiðleikamat, og ef möguleiki er tillögur til úrbóta. Í sumum tilvikum aðstoða ráðgjafar umsækjendur við að leita samninga við kröfuhafa sem geta m.a. falið í sér lengingu á lánum, niðurfellingu dráttarvaxta, frystingu lána eða skuldbreytingu lána.
Ef framangreind úrræði duga ekki er umsækjendum ráðlagt að sækja um greiðsluaðlögun einstaklinga eða fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta hjá umboðsmanni skuldara.
Heildar fjöldi umsókna í ráðgjöf á árinu 2024 var 395.
Upplýsingar um umsækjendur
Kyn | Hlutfallsleg skipting % |
|---|---|
Karl | 55 % |
Kona | 45 % |
Aldur | Hlutfallsleg skipting % |
|---|---|
18 til 29 | 25 % |
30 til 39 | 33 % |
40 til 49 | 23 % |
50 til 59 | 13 % |
60 til 69 | 4 % |
70 + | 1 % |
Fjölskyldustærð | Hlutfallsleg skipting % |
|---|---|
Einstaklingar | 74 % |
Einstaklingar með börn | 13 % |
Hjón eða sambúðarfólk | 10 % |
Hjón eða sambúðarfólk með börn | 3 % |
Búsetuform | Hlutfallsleg skipting % |
|---|---|
Búseturéttur | 1 % |
Húsnæðislaus | 3 % |
Eigin fasteign | 19 % |
Í foreldrahúsum | 11 % |
Félagsleg leiga | 11 % |
Leiga | 44 % |
Annað | 9 % |
Atvinnustaða | Hlutfallsleg skipting % |
|---|---|
Atvinnulaus | 19 % |
Í atvinnu | 44 % |
Í námi | 2 % |
Sjálfstætt starfandi | 1 % |
Örorka eða lífeyri | 33 % |
Ótilgreint | 2 % |
Menntunarstaða | Hlutfallsleg skipting % |
|---|---|
Háskólapróf | 16 % |
Iðnmenntun | 17 % |
Stúdentspróf | 17 % |
Grunnskólapróf | 49 % |
Ótilgreint | 2 % |
Afgreiddar umsóknir í ráðgjöf
398 umsóknir
Í 21 % afgreiddra umsókna voru um sækjendur með neikvæða greiðslugetu
Meðagreiðslugeta íí afgreiddum umsóknum var 57.103 króna
Niðurstaða í afgreiddum ráðgjafarmálum | Hlutfall % |
|---|---|
Almenn fjármálaráðgjöf | 57% |
Mælt með að skoða gjaldþrot | 3% |
Mælt með fjárhagsaðstoð | 1% |
Mælt með greiðsluaðlögun | 10% |
Mælt með sölu eigna | 1% |
Samningar við kröfuhafa | 8% |
Yfirlit yfir fjárhagsstöðu | 32% |
Tegundir skulda | Hlutfall % |
|---|---|
Fasteignalán | 47 % |
Bílalán | 1 % |
Önnur bankalán | 12 % |
Meðlag | 5 % |
Raðgreiðsla - Kreditkort | 3 % |
Námslán | 9 % |
Skattur, vsk og fleira | 11 % |
Aðrar skuldir | 8 % |
Yfirdráttur | 4 % |
Framkvæmd greiðsluaðlögunar skv. lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010 er eitt af meginhlutverkum umboðsmanns skuldara.
Markmið laga um greiðsluaðlögun einstaklinga er að gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti staðið við skuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð.
Vinnsla greiðsluaðlögunarmála fer að öllu leyti fram innan embættisins þar sem lögfræðingar sinna vinnslu greiðsluaðlögunarmála frá upphafi umsóknar til loka máls.
Umsóknarkerfi embættisins er rafrænt og þurfa umsækjendur að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Umsóknir um greiðsluaðlögun árið 2024
211 umsóknir
Þegar umsóknir um greiðsluaðlögun eru skoðaðar má sjá að konur eru í meirihluta þeirra sem sækja um greiðsluaðlögun einstaklinga.
64 % konur
36 % karlar
Meirihluti umsækjenda voru einstaklingar með fjölskyldumerkinguna 1+0 eða 58%
Greiðsluaðlögun í tölum
Upplýsingar um umsækjendur í tölum
Kyn | Hlutfall % |
|---|---|
Karl | 36 % |
Kona | 64 % |
Aldur | Hlutfall % |
|---|---|
18 til 29 ára | 19 % |
30 til 39 ára | 39 % |
40 til 49 ára | 22 % |
50 til 59 ára | 13 % |
60 til 69 ára | 7 % |
70 ára og eldri | 0 % |
Fjölskyldustærð | Hlutfall % |
|---|---|
Einstaklingar | 58 % |
Einstaklingar með börn | 36 % |
Hjón eða sambúðaraðilar | 1 % |
Hjón eða sambúðaraðilar með börn | 4 % |
Búsetuform | Hlutfall % |
|---|---|
Annað | 10 % |
Eigin fasteign | 12 % |
Félagsleg leiga | 14 % |
Húsnæðislaus | 3 % |
Í foreldrahúsum | 6 % |
Búseturéttur | 0 % |
Leiga | 53 % |
Atvinnustaða | Hlutfall % |
|---|---|
Atvinnulaus | 14 % |
Í atvinnu | 36 % |
Í námi | 2 % |
Örorka eða lífeyrir | 45 % |
Sjálfstætt starfandi | 1 % |
Menntunarstaða | Hlutfall % |
|---|---|
Grunnskólapróf | 51 % |
Iðnmenntun | 17 % |
Háskólapróf | 10 % |
Stúdentspróf | 22 % |
Afgreidd mál á árinu 2024 í tölum
Á árinu 2024 voru 171 umsóknir afgreiddar í greiðsluaðlögun
49 % samþykktar
42 % synjað
Á árinu 2024 voru:
42% með neikvæða greiðslugetu
Meðal greiðslugeta 34.357 krónur
Vinnslu umsókna um greiðsluaðlögun einstaklinga getur lokið á þrjá vegu,með samþykki, með synjun og með því að umsækjandi sjálfur ákveður að afturkalla umsókn sína. Fleiri en ein ástæða getur legið að baki því að umsókn um greiðsluaðlögun er synjað.
Ástæða synjana á árinu 2024
Þann 1. apríl 2024 tóku gildi breytingar á lögum um greiðsuaðlögun einstaklinga nr. 101 frá 2010. Breytingarnar fólu m.a. í sér breytingar á ákvæði 6. gr. laganna sem fjallar um þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að greiðsluaðlögun verðu heimiluð.
Þegar ástæður synjana eru skoðaðar er vert að hafa í huga að fleiri en einn synjunarliður getur komið til skoðunar þegar tekin er ákvörðun.
Ákvæðið skiptist áður í tvær málsgreinar, í 1. mgr. voru taldar upp þær ástæður sem gátu leitt til þess að umboðsmaður skuldara bæri að hafna umsókn. Í 2. mgr. komu fram að umboðsmanni skuldara væri heimilt að synja um heimild til að leita greiðsluaðlögunar ef óhæfilegt væri talið að veita hana. ´
Með lagabreytingunum 1. apríl var ákvæði 6. gr. einfaldað og telur nú upp í 14 ástæður sem geta komið í veg fyrir að greiðsluaðlögun verði heimiluð nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi.
Ástæður synjana samkvæmd eldri ákvæðum 1 janúar - 31. mars 2024.
Í 21 % synjana var vísað til b-liðar. 1. mgr. en þar sagði að synja skuyldi um heimild til greiðsluaðlögunar ef fyrirliggjandi gögn gæfu ekki nægilega glögga mynd af fjárhag skuldara.
Í 21% synjana á árinu 2023 var vísað til b-liðar 2. mgr. en skv. þeim lið var heimilt að synja umsókn ef skuldari hafði stofnað til skulda á þeim tíma er hann var greinilega ófær um að standa í skilum.
Í 17% tilfella var vísað til c- liðar 2. mgr. skv. þeim lið var heimilt að synja umsókn ef skuldari taldist hafa hagað fjármálum sínum á verulega ámælisverðan hátt eða tekið fjárhagslega áhættu sem ekki var í samræmi við fjárhagsstöðu skuldara á þeim tíma sem til fjárhagsskuldbindingarinnar var stofnað.
í 29% tilfella var vísað til f. liðar 2. mgr. 6. gr. sem kvað á um að heimilt væri að synja um heimild til að leita greiðsluaðlögunar ef skuldar hafi með ámælisverðum hætti látið undir höfuð leggjast að standa við skuldbindingar sínar.
Ástæður synjana samkvæmd ákvæðum eftir lagabreytingar 1. apríl - 31. desember 2024
í 47% tilfella var vísað til b. liðar 1. mgr. 6. gr. sem kveður á um að synja skuli um heimild ef fyrirliggjandi gögn gefa ekki nægilega glögga mynd af því hvernig fjárhagur skuldara hefur verið, hver fjárhagur skuldara er við vinnslu umsóknar eða hver er væntanleg þróun fjárhags hans á tímabili greiðsluaðlögunar, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi.
í 15% tilfella var vísað til h. liðar 1. mgr. 6. gr. sem kveður á um að synja skuli um heimild ef skuldari hefur hagað fjármálum sínum á verulega ámælisverðan hátt eða tekið fjárhagslega áhættu sem ekki var í samræmi við fjárhagsstöðu hans á þeim tíma sem til fjárhagsskuldbindingarinnar var stofnað, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi.
í 15 % tilfella var vísað til k. liðar 1. mgr. 6. gr. sem kveður á um að synja skuli um heimild ef skuldari hefur á ámælisverðan hátt látið undir höfuð leggjast að standa við skuldbindingar sínar eftir því sem honum var framast unnt, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi.
Tegundir skuldaTegundir skulda | Hlutfall % |
|---|---|
Fasteignalán | 40 % |
Bílalán | 1 % |
Önnur bankalán | 16 % |
Meðlög | 1 % |
Raðgreiðslur - Kreditkort | 8 % |
Námslán | 13 % |
Skattur, VSK og fleira | 5 % |
Aðrar skuldir | 10 % |
Yfirdráttur | 6 % |
Kærðar ákvarðanir
Ákvarðanir umboðsmanns skuldara um synjn á heimild til að leita greiðsluaðlögunar og um niðurfellingu á heimild til að leita greiðsluaðlögunar má kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála.
Á árinu 2024 voru 3 ákvarðanir kærðar. Í 5 tilfellum var ákvörðun staðfest. í 2 tilfellum var ákvörðun felld úr gildi.
Samningar til greiðsluaðlögunar
Í kjölfar þess að umsókn um greiðsluaðlögun hefur verið samþykkt er skipaður umsjónarmaður og hefst þá ferli samningagerðar.
Þegar umsjónarmaður gerir frumvarp til samnings um greiðsluaðlögun kveða lög um greiðsluaðlögun á um að frumvarpið skuli tryggja framfærslu skuldara og fjölskyldu hans og að raunhæft sé að hann muni geta staðið við skuldbindingar sínar, endurskipulagt fjármál sín og komið á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu. Með greiðsluaðlögun má kveða á um algera eftirgjöf einstakra krafna, hlutfallslega lækkun þeirra, gjaldfrest á þeim, skilmálabreytingar, greiðslu þeirra með hlutdeild í afborgunarfjárhæð sem greiðist með ákveðnu millibili á tilteknu tímabili, breytt form á greiðslu krafna eða allt framangreint í senn.
Á árinu 2024 komust á 66 samningur til greiðsluaðlögunar þá var í 64% samninga kveðið á um 100 % eftirgjöf allra samningskrafna.
Tímabil greiðsluaðlögununar í samningum á árinu 2024 var frá því að vera ekkert tímabil uppí 36 mánuði. Algengasta niðurstaða var 24 mánuðir í 41% tilfella , 12 mánuðir í 29% tilfella og 0 mánuðir í 11% tilfella.
Við gerð samninga koma ýmsir þættir til skoðunar t.d. fjárhæð skulda, fjölskyldustaða og aldur og er það hlutverk umsjónarmanns í samráði við skuldara að meta hvernig samningur sé best til þess fallinn að uppfylla skilyrði laganna sem fjallað er um hér að ofan.
Hlutfall kynja:
70 % konur
30 % karlar
Samningar til greiðsluaðlögunar í tölum
Á árinu 2024 voru:
55 % með neikvæða greiðslugetu
Meðalgreiðslugeta var jákvæð um 9.072 krónur
Ár | Heildarfjöldi samninga |
|---|---|
2024 | 66 |
2023 | 81 |
Ár | Meðallengd samninga |
|---|---|
2024 | 17,68 |
2023 | 14 |
Ár | Meðal greiðslugeta |
|---|---|
2024 | 9.072 |
2023 | -10.033 |
Eftirgjöf í samningum 2023 | Hlutfall |
|---|---|
0,0 | 36 % |
100% | 64 % |
Tegundir skulda í samningum 2023 | Hlutfall |
|---|---|
Fasteignalán | 23 % |
Bílalán | 0 % |
Önnur bankalán | 23 % |
Meðlag | 0 % |
Raðgreiðslur og kreditkort | 9 % |
Námslán | 13% |
Skattur, VSK og fleira | 4 % |
Aðrar skuldir | 14 % |
Yfirdráttur | 7 % |
Breyting á samningi
Þegar umsjónarmaður leggur til að samningur komist á milli skuldara og kröfuhafa er markmiðið alltaf að samningurinn sé raunhæfur og til þess fallinn að leysa greiðslu- og skuldavanda umsækjanda. Það er þó aldrei hægt að útiloka að eitthvað komi uppá á samningstímanum sem kemur í veg fyrir að skuldari geti staðið við þann samning sem gerður var.
Ef upp koma ófyrirsjáanlegar aðstæður á samningstímanum sem veikja getu skuldara til að standa við greiðsluaðlögunarsamning sinn getur skuldari óskað eftir því við kröfuhafa að samningnum verði breytt.
Frá árinu 2013 hefur verið unnið eftir verklagi þar sem umboðsmaður skuldara annast milligöngu við kröfuhafa fyrir hönd skuldara, lögin gera þó ráð fyrir að skuldari sinni þessu hlutverki sjálfur. Reynslan hefur sýnt að það er verulega íþyngjandi fyrir skuldara að sinna þessu hlutverki sjálfur og embættið hefur reynst betur í stakk búið til að ná fram sátt um breyttan samning í takt við getu skuldara.
Breytingarmálum hefur fjölgað lítillega síðustu tvö ár en eftir sem áður hefur gengið vel að ná samkomulagi um breytingu á samningum.
Heildar fjöldi á árinu 2024 :
23 breytingamál
17 samningum breytt
2 breytingum hafnað
3 beiðnir afturkallaðar
Frá upphafi hefur breyting verið samþykkt í 69% mála.
Lög um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir skiptakostnaði vegna gjaldþrotaskipta nr. 9/2014 tóku gildi þann 1. febrúar 2014.
Úrræðið felst í að umsækjandi óskar eftir að fá greidda tryggingu fyrir skiptakostnaði vegna gjaldþrotaskipta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Markmiðið er að gera einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum og hafa árangurslaust leitað annarra greiðsluvandaúrræða kleift að krefjast sjálfir skipta á búi sínu.
Helstu skilyrðin eru að umsækjandi eigi í verulegum greiðsluerfiðleikum, umsækjandi geti ekki staðið skil á tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og að önnur greiðsluvandaúrræði dugi ekki til að leysa greiðsluvanda umsækjanda. Sambærileg skilyrði er einnig að finna í lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010 sem umsækjandi þarf að uppfylla til þess að fá heimild til að leita greiðsluaðlögunar.
Fleiri en ein ástæða geta legið að baki því að umsókn um fjárhagsaðstoð til greiðslu skiptakostnaðar er synjað.
Á árinu 2024 var algengasta ástæða þess að umsókn var hafnað sú að umsækjandi uppfyllti ekki skilyrði b- liðar, 1. mgr. 3. gr. um að geta ekki staðið skil á tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta að teknu tilliti til eigna- og skuldastöðu.
Á árinu 2024 óskuðu 44 einstaklingar sem höfðu fengið samþykki fyrir fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta eftir því að bú þeirra yrðu tekin til gjaldþrotaskipta.
Í lögum um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir skiptakostnaði vegna gjaldþrotaskipta er ekki að finna ákvæði um tímamörk, einstaklingar geta því í raun farið hvenær sem er til héraðsdóms með samþykki sitt og lagt fram gögn. Í lok árs 2024 voru 98 ógreidd samþykki útistandandi.
Umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu skiptakostnaðar árið 2024 í tölum
44 - Heildarfjöldi móttekinna umsókna
Þegar umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu skiptakostnaðar eru eru skoðaðar má sjá að karlar eru í miklum meirihluta umsækjenda:
66 % karlar
34 % konur
Flestar umsóknir voru umsóknir einstaklinga (1+0) eða 67 %
Aldur umsækjenda | Hlutfall % |
|---|---|
18 til 29 ára | 18 % |
30 til 39 ára | 34 % |
40 til 49 ára | 25 % |
50 til 59 ára | 20 % |
60 til 69 ára | 2 % |
Menntun | Hlutfall % |
|---|---|
Grunnskólapróf | 59 % |
Háskólapróf | 5 % |
Iðnmenntun | 16 % |
Stúdentspróf | 11 % |
Ótilgreint | 9 % |
Búsetuform | Hlutfall % |
|---|---|
Leiga | 48 % |
Annað | 14 % |
Félagsleg leiga | 11 % |
Húsnæðislaus | 11 % |
Í foreldrahúsum | 7 % |
Ótilgreint | 9 % |
Atvinnustaða | Hlutfall % |
|---|---|
Í atvinnu | 23 % |
Örorka eða lífeyrir | 43 % |
Atvinnulaus | 25 % |
Í námi | 2 % |
Ótilgreint | 9 % |
Fjölskyldustærð | Hlutfall % |
|---|---|
Einstaklingar (1+0) | 67 % |
Einstaklingar með börn (1+) | 25 % |
Tölulegar upplýsingar afgreiddra umsókna
Á árinu 2024 voru afgreiddar 46 umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Niðurstaða umsókna skiptist í samþykki, synjun eða afturköllun.
22 umsókn samþykkt
19 umsóknum synjað
5 umsóknir niðurfelldar.
50% með neikvæða greiðslugetu
meðalgreiðslugeta var neikvæð um 147 krónur
Tegundir skulda | Hlutfall % |
|---|---|
Bílalán | 0 % |
Önnur bankalán | 6 % |
Meðlög | 23 % |
Raðgreiðslur - Kreditkort | 3 % |
Námslán | 3 % |
Skattur, VSK og fleira | 40 % |
Aðrar skuldir | 12 % |
Yfirdráttur | 3 % |
