Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Umboðsmaður skuldara Forsíða
Umboðsmaður skuldara Forsíða

Umboðsmaður skuldara

Umboðsmaður skuldara - Ársskýrsla 2024

Á árinu 2024 hélt embætti umboðsmanns skuldara áfram því mikilvæga hlutverki sínu að styðja einstaklinga í fjárhagsvanda og skapa þeim raunhæfa leið út úr greiðsluerfiðleikum. Fjárhagslegt umhverfi heimilanna var enn krefjandi. Hátt vaxtastig, mikill húsnæðiskostnaður og hækkandi verðlag á nauðsynjavörum höfðu áhrif á afkomu fjölmargra. Þrátt fyrir að horfur í efnahagsmálum væru víða taldar skýrast og verðbólga sýndi merki um að hjaðna, upplifði stór hópur einstaklinga og fjölskyldna áfram mikla óvissu um eigin fjárhagslega framtíð og fann enn fyrir þungu vaxtastigi og háum framfærslukostnaði.

Ásta S. Helgadóttir

Umboðsmaður skuldara