Umboðsmaður skuldara - Ársskýrsla 2022
Á árinu 2022 færðist starfsemi embættisins smátt og smátt í fyrra horf eftir þær breytingar sem Covid– 19 hafði í för með sér.
Byrjað var að taka aftur á móti einstaklingum í ráðgjöf á starfsstöð embættisins en rafræn þjónusta og ráðgjöf í gegnum síma hafa þó fest sig í sessi og hefur það hentað flestum vel að nýta sér þá þjónustu. Símaráðgjöf er raunar í flestum tilfellum fyrsta snerting einstaklinga við embættið. Embættið þjónustar allt landið og leggur áherslu á gott aðgengi en á síðast ári hefur staðið yfir vinna við að bæta enn frekar rafræna þjónustu og mun „mitt svæði“ að væntingu líta dagsins ljós á árinu 2023. Á svæðinu munu umsækjendur geta átt í samskiptum við embættið, móttekið og sent skjöl og fylgst með stöðu umsóknar sinnar.
Ásta S. Helgadóttir
Umboðsmaður skuldara
Á árinu 2022 færðist starfsemi embættisins smátt og smátt í fyrra horf eftir þær breytingar sem Covid– 19 hafði í för með sér. Byrjað var að taka aftur á móti einstaklingum í ráðgjöf á starfsstöð embættisins en rafræn þjónusta og ráðgjöf í gegnum síma hafa þó fest sig í sessi og hefur það hentað flestum vel að nýta sér þá þjónustu. Símaráðgjöf er raunar í flestum tilfellum fyrsta snerting einstaklinga við embættið. Embættið þjónustar allt landið og leggur áherslu á gott aðgengi en á síðast ári hefur staðið yfir vinna við að bæta enn frekar rafræna þjónustu og mun „mitt svæði“ að væntingu líta dagsins ljós á árinu 2023. Á svæðinu munu umsækjendur geta átt í samskiptum við embættið, móttekið og sent skjöl og fylgst með stöðu umsóknar sinnar.
Á árinu bárust embættinu í heild 727 umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda, en um lítilsháttar fækkun er að ræða frá því 2021.
Embættið leggur mikinn metnað í að greina þann hóp sem aðstoðar leitar hverju sinni. Greiningarvinna embættisins er mikilvæg og gefur vísbendingu um það hvað einkennir þann hóp sem er í mestum vanda í okkar samfélagi hverju sinni. Embættið hefur á síðustu árum vakið athygli stjórnvalda og annarra hlutaðeigandi á þeim vanda sem einstaklingar glíma við. Niðurstöður greiningarinnar nýtast svo til að ákveða hvaða stefna er mörkuð í fræðslumálum og þjónustu embættisins hverju sinni.
Greiningarvinna ársins 2022 leiddi í ljós að stærsti hópurinn sem leitaði aðstoðar vegna fjárhagsvanda voru öryrkjar. Öryrkjar voru 40% allra umsækjenda um aðstoð vegna fjárhagsvanda á árinu. Á síðustu árum hefur öryrkjum sem sækja um aðstoð hjá embættinu fjölgað jafnt og þétt og var þessi hópur til samanburðar aðeins 28% allra umsækjenda árið 2016. Ljóst er af greiningum embættisins að þessi hópur hefur hvað minnst svigrúm til að bregðast við óvæntum útgjöldum, tekjur hópsins hafa m.v. gögn embættisins tekið litlum breytingum til batnaðar. Embættið vakti athygli á stöðu öryrkja á árinu 2022 m.a. á vettvangi Velferðarvaktarinnar.
Samningur við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um áframhald fræðsluverkefnisins Leitin að peningunum var undirritað í október 2022. Stærsti hópur allra umsækjenda um aðstoð vegna fjárhagsvanda hjá umboðsmanni skuldara á árinu 2022 voru öryrkjar. Stór hópur umsækjenda voru einnig einstaklingar í félagslega viðkvæmri stöðu. Markmiðið er að reyna nú að ná til þessara hópa og miðla fræðslu með sérsniðnum upplýsingum um fjármál sem fólk getur speglað sig í. Leitað verður eftir samstarfi við hagsmunasamtök þeirra hópa sem framhaldsverkefnið snýr að. Markmið embættisins í fræðslumálum er að útbúa fræðsluefni sem er aðgengilegt og ókeypis fyrr alla.
Í febrúar 2022 kom út nýr bæklingur um greiðsluaðlögun og er honum ætlað að veita einstaklingum innsýn inn í það ferli sem Greiðsluaðlögun er. Greiðsluaðlögun er mikilvægasta verkfæri embættisins og hefur þjónað einstaklingum í fjárhagserfiðleikum vel á síðustu árum. Eins og ég kom inná hér að ofan þá sýna greiningar embættisins að þróunin hefur verið sú að sífellt fleiri leita til embættisins sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og mikilvægt er að úrræði greiðsluaðlögunar þróist í takt við þarfir umsækjenda og er í því skyni nauðsynlegt að fara í lagalegar umbætur eins og embættið hefur áður vakið athygli á.
Það er von undirritaðrar að sú faglega vinna sem unnin er hjá umboðsmanni skuldara nýtist ekki aðeins þeim sem til okkar leita en einnig þeim sem sem leita upplýsinga um fjármál einstaklinga óháð fjárhagsstöðu og vil ég færa starfsfólki embættisins sérstakar þakkir fyrir sitt framlag bæði til fræðslu og í þjónustu við einstaklinga sem leita aðstoðar embættisins.
Þá vil ég færa Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra góðar þakkir fyrir að taka ákvörðun um styðja áfram við fræðsluverkefnið Leitina að peningunum.
Embættið er fyrst og fremst þjónustustofnun þar sem einstaklingar geta fengið endurgjaldslausa aðstoð sérfræðinga við úrlausn á fjárhagsvanda.
Þjónusta UMS er ókeypis og rafræn
Helstu verkefni :
Ráðgjöf
Fyrirspurnir og símaráðgjöf
Fræðsla um fjármál heimilanna
Gerð framfærsluviðmiðs
Embættið fer einnig með framkvæmd eftirfarandi úrræða:
Framkvæmd greiðsluaðlögunar
Veita fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar
Markmið umboðsmanns skuldara
Veita ávallt sem besta þjónustu og er lögð áhersla á að leita stöðugt leiða til að bæta hana.
Embættið heldur úti öflugri símaráðgjöf þar sem hægt er að leita nánari upplýsinga um þá þjónustu sem stendur til boða og fá svör við einföldum spurningum og ráðleggingar um hvert sé hægt að leita eftir frekari svörum eða þjónustu.
Þá er einnig hægt að senda fyrirspurnir til embættisins með tölvupósti og fá skrifleg svör við einstaka fyrirspurnum. Þá er einnig hægt að óska eftir símtali á vefnum..
Umsóknarferli
Hjá embættinu starfa einstaklingar með fjölbreytta menntun og mikla reynslu og er það markmið embættisins að leggja rækt við þá þekkingu sem myndast hefur.
Embættið leitast við að bjóða starfsfólki sínu upp á sveigjanlegan vinnutíma með það að markmiði að auðvelda starfsfólki að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs án þess þó að það komið niður á þjónustu þeirri sem embættið veitir.
Embættið hefur verið lánsamt í gegnum árin með gott starfsólk. Nokkur hluti starfsmanna hefur starfað frá stofnun embættisins. Hjá embættinu hefur því orðið til mikil þekking á því sem varðar fjármál heimilanna.
Í lok árs 2022 voru starfsmenn embættisins 14 í 13,88 stöðugildum
Umboðsmaður skuldara styrkir starfsmenn sína til að sinna heilsu sinni og stunda líkamsrækt.
Starfsmenn embættisins árið 2022 voru með fjölbreytta menntun og mikla reynslu en meðal starfsaldur var 11 ár. Þar er meðtalin starfsaldur þeirra starfsmanna sem störfuðu áður hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Lög um umboðsmann skuldara nr. 100/2010 kveða á um að umboðsmaður skuldara skuli útbúa framfærsluviðmið og uppfæra það reglulega.
Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara eru fyrst og fremst ætluð sem viðmið þegar leitað er lausna á skuldavanda með úrræðum embættisins. Viðmiðin eru ætluð til styttri tíma en viðmið ýmissa annarra, til dæmis dæmigerð viðmið velferðarráðuneytisins. Viðmið embættisins taka mið af raunútgjöldum íslenskra heimila skv. útgjaldarannsókn Hagstofu Íslands um neysluútgjöld í slenskra heimila.
Umsækjendur þurfa sjálfir að tiltaka í umsókn sinni ýmsan kostnað við framfærslu, svo sem vegna hita, rafmagns, dagvistunar barna, fasteignagjalda og er þeim bætt við annan kostnað til að reikna út heildarframfærslukostnað fjölskyldunnar. Viðmiðin taka þannig tillit til aðstæðna hjá hverjum og einum umsækjanda.
Meðal hlutverka umboðsmanns skuldara er að veita alhliða ráðgjöf og fræðslu um fjármál heimilanna.
Á síðustu árum hefur aukin áhersla verið lögð á veita almenna fræðslu um fjármál heimilanna. Á vefsíðu embættisins má nálgast ýmsan fróðleik um fjármál, framfærsluviðmið og tæki og tól sem nýst geta einstaklingum. Má þar helst nefna Excel skjal með fyrir heimilisbókhald og Kladdann sem er vikudagbók fyrir einstaklinga sem vilja ná tökum á fjármálum sínum.
Greiningarvinna
Lögð hefur verið áhersla á að greina þann hóp sem til embættisins leitar hversu sinni og hefur það áhrif á þá stefnu sem mörkuð er í fræðslumálum og þjónustu embættisins. Embættið hefur einnig átt gott samstarf við velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Samstarfið hefur á síðustu árum að megin stefnu til falist í að starfsmenn UMS hafa boðið upp á fræðslu fyrir félagsráðgjafa hjá miðstöðvum Reykjavíkurborgar og fyrir hópa einstaklinga sem nota þjónustu velferðarsviðs t.d. hjá Virknihúsi, Tinnu o.fl.
Tölum um peninga
Á árinu 2022 var farið af stað í tilraunaverkefni í samstarfi við Virknihús á vegum Reykjavíkurborgar. Í verkefninu fólst að bjóða upp á námskeið fyrir einstaklinga í verkefninu út á vinnumarkaðinn á vegum Virknimiðlunar Reykjavíkurborgar.
Námskeiðin báru heitið Tölum um peninga, hvert námskeið var 3 skipti og var markmiðið að leitast við að gera þátttakendum kleift að takast á við fjármál sín á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Námskeið á vegum fjármálavits
Í byrjun árs 2022 tók UMS þátt í gerð stafræns námskeiðs á vegum Opna háskólans í HR og Fjármálavits. Fulltrúi embættisins sá þar um fræðslu í flokknum fjármál heimilisins.
Námskeiðið er aðgengilegt á vef Opna háskólans í HR.
Fræðsla á árinu 2022
Fyrsta skref í að leita formlega aðstoðar hjá umboðsmanni skuldara er umsókn um aðstoð vegna fjárhagsvanda
Þegar einstaklingur hefur ákveðið að leita aðstoðar hjá umboðsmanni skuldara vegna fjárhagsvanda er fyrsta skrefið að leggja inn umsókn.
Fyrsta skref í vinnslu umsóknar er alltaf samtal við umsækjanda þar sem farið er yfir ferlið og væntingar umsækjanda til þess. Ráðgjafi aflar í kjölfarið nauðsynlegra gagna um skuldastöðu umsækjanda.
Ráðgjafi greinir svo stöðu umsækjanda og metur í samráði við hann hvaða úrræði henti best til úrlausnar á vanda viðkomandi.
Heildarfjöldi umsókna sem embættinu barst á árinu 2022
727 Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda
Hér má sjá í hvaða farveg umsóknir sem bárust á árinu 2022 fóru eftir greiningu.
58 % Ráðgjöf
32 % Greiðsluaðlögun
10 % Fjárhagsaðstoð ti greiðslu skiptakostnaðar
Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda í tölum
Kyn umsækjanda | Hlutfall % |
---|---|
Karl | 54 % |
Kona | 46 % |
Aldur umsækjenda | Hlutfall % |
---|---|
18 til 29 ára | 26 % |
30 til 39 ára | 33 % |
40 til 49 ára | 25 % |
50 til 59 ára | 9 % |
60 til 69 ára | 5 % |
70 ára og eldri | 2 % |
Fjölskyldustærð | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Einstaklingar | 70 % |
Einstaklingar með börn | 24 % |
Hjón og sambúðarfólk | 4 % |
Hjón og sambúðarfólk með börn | 2 % |
Búsetuform umsækjenda | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Leiga | 54 % |
Félagsleg leiga | 11% |
Húsnæðislaus | 4 % |
Eigin fasteign | 9 % |
Annað | 12 % |
Í foreldrahúsum | 9 % |
Búseturéttur | 1 % |
Ekki skráð | 1 % |
Atvinnustaða umsækjenda | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Í atvinnu | 35 % |
Í námi | 2 % |
Örorka eða lífeyrir | 40 % |
Sjálfstætt starfandi | 2 % |
Atvinnulaus | 20 % |
Heimavinnandi | 1 % |
Menntun umsækjenda | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Grunnskólapróf | 55 % |
Iðnmenntun | 16 % |
Háskólapróf | 14 % |
Stúdentspróf | 15 % |
Óskráð | 1 % |
Eitt af hlutverkum umboðsmanns skuldara er að veita einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum ókeypis ráðgjöf.
Ráðgjöf hefst eftir að umsókn um aðstoð vegna fjárhagsvanda hefur borist og greining hefur farið fram í samráði við umsækjanda.
Í ráðgjöf felst meðal annars að gert er greiðsluerfiðleikamat með það að markmiði að öðlast heildarsýn á fjármálin og leita leiða til lausnar.
Með ráðgjöf hjá umboðsmanni skuldara er leitast við að leysa úr fjárhagserfiðleikum áður en vandinn er orðinn slíkur að önnur úrræði, svo sem greiðsluaðlögun eða gjaldþrotaskipti, þurfi til.
Í kjölfar úrvinnslu umsóknar fær umsækjandi samantekt um fjárhagsstöðu sína, greiðsluerfiðleikamat, og ef möguleiki er tillögur til úrbóta. Í sumum tilvikum aðstoða ráðgjafar umsækjendur við að leita samninga við kröfuhafa sem geta m.a. falið í sér lengingu á lánum, niðurfellingu dráttarvaxta, frystingu lána eða skuldbreytingu lána.
Ef framangreind úrræði duga ekki er umsækjendum ráðlagt að sækja um greiðsluaðlögun einstaklinga eða fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta hjá umboðsmanni skuldara.
Á árinu voru afgreiddar umsóknir
karla 64 %
kvenna 36 %
Flestar afgreiddar umsóknir árið 2021 voru umsóknir einstaklinga (1+0) eða 74%
369- Heildarfjöldi umsókna í rágjöf
282 - Heildarfjöldi afgreiddra umsókna
Ráðgjöf í tölum
Á árinu 2021 var:
29% með neikvæða greiðslugetu
meðagreiðslugeta 64,098 krónur
Upplýsingar um umsækjendur
Kyn | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Karl | 64 % |
Kona | 36 % |
Aldur | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
18 til 29 | 26 % |
30 til 39 | 34 % |
40 til 49 | 24 % |
50 til 59 | 10 % |
60 til 69 | 6 % |
Fjölskyldustærð | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Einstaklingar | 68 % |
Einstaklingar með börn | 26 % |
Hjón eða sambúðarfólk | 2 % |
Hjón eða sambúðarfólk með börn | 3 % |
Búsetuform | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Búseturéttur | 1 % |
Húsnæðislaus | 5 % |
Eigin fasteign | 10 % |
Í foreldrahúsum | 12 % |
Félagsleg leiga | 10 % |
Leiga | 49 % |
Annað | 12 % |
Atvinnustaða | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Atvinnulaus | 17 % |
Í atvinnu | 43 % |
Í námi | 1 % |
Sjálfstætt starfandi | 1 % |
Örorka eða lífeyri | 37 % |
Heimavinnandi | 1 % |
Menntunarstaða | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Háskólapróf | 14 % |
Iðnmenntun | 16 % |
Stúdentspróf | 17 % |
Gunnskólapróf | 52 % |
Tegundir skulda | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Fasteignalán | 14 % |
Bílalán | 2 % |
Önnur bankalán | 16 % |
Meðlag | 2 % |
Raðgreiðsla - Kreditkort | 7 % |
Námslán | 16 % |
Skattur, vsk og fleira | 24 % |
Aðrar skuldir | 12 % |
Yfirdráttur | 6 % |
Framkvæmd greiðsluaðlögunar skv. lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010 er eitt af meginhlutverkum umboðsmanns skuldara.
Markmið laga um greiðsluaðlögun einstaklinga er að gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti staðið við skuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð.
Vinnsla greiðsluaðlögunarmála fer að öllu leyti fram innan embættisins þar sem lögfræðingar sinna vinnslu greiðsluaðlögunarmála frá upphafi umsóknar til loka máls.
Umsóknarkerfi embættisins er rafrænt og þurfa umsækjendur að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Vinnslu umsókna um greiðsluaðlögun einstaklinga getur lokið á þrjá vegu,með samþykki, með synjun og með því að umsækjandi sjálfur ákveður að afturkalla umsókn sína. Fleiri en ein ástæða getur legið að baki því að umsókn um greiðsluaðlögun er synjað.
Ástæða synjana á árinu 2022
Nokkra breytingu má sjá á því til hvaða synjunarliða var oftast vísað á árinu 2022.
Í 6. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga eru tilteknar aðstæður sem komið geta í veg fyrir að greiðsluaðlögun verði heimiluð. Ákvæðið skiptist í tvær málsgreinar, í 1. mgr. eru taldar upp þær ástæður sem leiða til þess að umboðsmaður skuldara skuli hafna umsókn. Í 2. mgr. kemur fram að umboðsmanni skuldara sé heimilt að synja um heimild til að leita greiðsluaðlögunar ef óhæfilegt er að veita hana.
Í 29% synjana á árinu 2022 var vísað til b-liðar 2. mgr. en skv. þeim lið er heimilt að synja umsókn ef skuldari hefur stofnað til skulda á þeim tíma er hann var greinilega ófær um að standa í skilum.
Í 27 % synjana var vísað til b-liðar. 1. mgr. en þar segir að synja skuli um heimild til greiðsluaðlögunar ef fyrirliggjandi gögn gefa ekki nægilega glögga mynd af fjárhag skuldara.
Í 20% tilfella var vísað til c- liðar 2. mgr. skv. þeim lið er heimilt að synja umsókn ef skuldari telst hafa hagað fjármálum sínum á verulega ámælisverðan hátt eða tekið fjárhagslega áhættu sem ekki var í samræmi við fjárhagsstöðu skuldara á þeim tíma sem til fjárhagsskuldbindingarinnar var stofnað.
Þess má geta að á síðustu árum hefur lang algengasta ástæða þess að umsókn er synjað verið sú að fyrirliggjandi gögn gefa ekki nægilega glögga mynd af fjárhag skuldara sbr. b-liður. 1. mgr. 6. gr. og var í 75% synjana árið 2021 vísað í þann lið.
Kærðar ákvarðanir
Ákvarðanir umboðsmanns skuldara um synjn á heimild til að leita greiðsluaðlögunar og um niðurfellingu á heimild til að leita greiðsluaðlögunar má kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála.
Á árinu 2022 voru 2 ákvarðanir kærðar. Í fyrri kæru var ákvörðun umboðsmanns staðfest en síðari kærunni var vísað frá.
Umsóknir um greiðsluaðlögun árið 2022
199 umsóknir
Þegar umsóknir um greiðsluaðlögun eru skoðaðar má sjá að konur eru í meirihluta þeirra sem sækja um greiðsluaðlögun einstaklinga.
67% konur
33% karlar
Meirihluti umsækjenda voru einstaklingar með fjölskyldumerkinguna 1+0 eða 60%
45% samþykkt
42% synjað
13% afturkallað
Greiðsluaðlögun í tölum
Á árinu 2021 voru:
41% með neikvæða greiðslugetu
Meðal greiðslugeta 15,086 krónur
Upplýsingar um umsækjendur
Kyn | Hlutfall % |
---|---|
Karl | 33 % |
Kona | 67 % |
Aldur | Hlutfall % |
---|---|
18 til 29 ára | 24 % |
30 til 39 ára | 37 % |
40 til 49 ára | 23 % |
50 til 59 ára | 10 % |
60 til 69 ára | 5 % |
70 ára og eldri | 2 % |
Fjölskyldustærð | Hlutfall % |
---|---|
Einstaklingar | 60 % |
Einstaklingar með börn | 38 % |
Hjón eða sambúðaraðilar | 1 % |
Hjón eða sambúðaraðilar með börn | 1 % |
Búsetuform | Hlutfall % |
---|---|
Annað | 8 % |
Eigin fasteign | 4 % |
Félagsleg leiga | 18 % |
Húsnæðislaus | 2 % |
Í foreldrahúsum | 7 % |
Leiga | 61 % |
Atvinnustaða | Hlutfall % |
---|---|
Atvinnulaus | 28 % |
Í atvinnu | 28 % |
Í námi | 3 % |
Örorka eða lífeyrir | 47 % |
Sjálfstætt starfandi | 3 % |
Heimavinnandi | 2 % |
Menntunarstaða | Hlutfall % |
---|---|
Grunnskólapróf | 58 % |
Iðnmenntun | 16 % |
Háskólapróf | 14 % |
Stúdentspróf | 12 % |
Tegundir skulda | Hlutfall % |
---|---|
Fasteignalán | 14 % |
Bílalán | 2 % |
Önnur bankalán | 16 % |
Meðlög | 2 % |
Raðgreiðslur - Kreditkort | 7 % |
Námslán | 16 % |
Skattur, VSK og fleira | 24 % |
Aðrar skuldir | 12 % |
Yfirdráttur | 6 % |
Samningar til greiðsluaðlögunar
Í kjölfar þess að umsókn um greiðsluaðlögun hefur verið samþykkt er skipaður umsjónarmaður og hefst þá ferli samningagerðar.
Þegar umsjónarmaður gerir frumvarp til samnings um greiðsluaðlögun kveða lög um greiðsluaðlögun á um að frumvarpið skuli tryggja framfærslu skuldara og fjölskyldu hans og að raunhæft sé að hann muni geta staðið við skuldbindingar sínar, endurskipulagt fjármál sín og komið á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu. Með greiðsluaðlögun má kveða á um algera eftirgjöf einstakra krafna, hlutfallslega lækkun þeirra, gjaldfrest á þeim, skilmálabreytingar, greiðslu þeirra með hlutdeild í afborgunarfjárhæð sem greiðist með ákveðnu millibili á tilteknu tímabili, breytt form á greiðslu krafna eða allt framangreint í senn.
Á árinu 2022 komust á 66 samningar til greiðsluaðlögunar þá var í 82% samninga kveðið á um 100 % eftirgjöf allra samningskrafna.
Tímabil greiðsluaðlögununar í samningum á árinu 2022 var frá því að vera ekkert tímabil uppí 46 mánuði. Algengasta niðurstaða var 0 mánuðir í 35% tilfella og 12 mánuðir í 33% tilfella.
Við gerð samninga koma ýmsir þættir til skoðunar t.d. fjárhæð skulda, fjölskyldustaða og aldur og er það hlutverk umsjónarmanns í samráði við skuldara að meta hvernig samningur sé best til þess fallinn að uppfylla skilyrði laganna sem fjallað er um hér að ofan.
Á árinu 2022 voru gerðir 66 samningar gerðir. Hlutfall kynja:
62 % konur
38 % karlar
Flestar afgreiddar umsóknir voru samningar einstaklinga (1+0) eða 62%
Samningar til greiðsluaðlögunar í tölum
Á árinu 2022 voru:
55% með neikvæða greiðslugetu
Meðalgreiðslugeta 11,920 krónur
Ár | Heildarfjöldi samninga |
---|---|
2022 | 66 |
2021 | 57 |
Ár | Meðallengd samninga |
---|---|
2022 | 12,62 |
2021 | 17,08 |
Ár | Meðal greiðslugeta |
---|---|
2021 | -9,955 |
2022 | -11,92 |
Hlutfall eftirgjafar í samningum | Fjöldi |
---|---|
0,0 | 17 % |
100% | 82 % |
Tegundir skulda | Hlutfall |
---|---|
Fasteignalán | 33,1 % |
Bílalán | 2 % |
Önnur bankalán | 16,9 % |
Meðlag | 0,9 % |
Raðgreiðslur og kredirkort | 7,6 % |
Námslán | 18,1 % |
Skattur, VSK og fleira | 4,3 % |
Aðrar skuldir | 9,2 % |
Yfirdráttur | 7,8 % |
Breyting á samningi
Þegar umsjónarmaður leggur til að samningur komist á milli skuldara og kröfuhafa er markmiðið alltaf að samningurinn sé raunhæfur og til þess fallinn að leysa greiðslu- og skuldavanda umsækjanda. Það er þó aldrei hægt að útiloka að eitthvað komi uppá á samningstímanum sem kemur í veg fyrir að skuldari geti staðið við þann samning sem gerður var.
Ef upp koma ófyrirsjáanlegar aðstæður á samningstímanum sem veikja getu skuldara til að standa við greiðsluaðlögunarsamning sinn getur skuldari óskað eftir því við kröfuhafa að samningnum verði breytt.
Frá árinu 2013 hefur verið unnið eftir verklagi þar sem umboðsmaður skuldara annast milligöngu við kröfuhafa fyrir hönd skuldara, lögin gera þó ráð fyrir að skuldari sinni þessu hlutverki sjálfur. Reynslan hefur sýnt að það er verulega íþyngjandi fyrir skuldara að sinna þessu hlutverki sjálfur og embættið hefur reynst betur í stakk búið til að ná fram sátt um breyttan samning í takt við getu skuldara.
Breytingarmálum fjölgaði lítillega á árinu 2022 en eftir sem áður hefur gengið vel að ná samkomulagi um breytingu á samningum.
Heildar fjöldi á árinu 2022 :
19 breytingarmál
15 samningum breytt
4 beiðnir afturkallaðar
Frá upphafi hefur breyting verið samþykkt í 68% mála.
Lög um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir skiptakostnaði vegna gjaldþrotaskipta nr. 9/2014 tóku gildi þann 1. febrúar 2014.
Úrræðið felst í að umsækjandi óskar eftir að fá greidda tryggingu fyrir skiptakostnaði vegna gjaldþrotaskipta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Markmiðið er að gera einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum og hafa árangurslaust leitað annarra greiðsluvandaúrræða kleift að krefjast sjálfir skipta á búi sínu.
Helstu skilyrðin eru að umsækjandi eigi í verulegum greiðsluerfiðleikum, umsækjandi geti ekki staðið skil á tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og að önnur greiðsluvandaúrræði dugi ekki til að leysa greiðsluvanda umsækjanda. Sambærileg skilyrði er einnig að finna í lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010 sem umsækjandi þarf að uppfylla til þess að fá heimild til að leita greiðsluaðlögunar.
Fleiri en ein ástæða geta legið að baki því að umsókn um fjárhagsaðstoð til greiðslu skiptakostnaðar er synjað.
Á árinu 2022 var algengasta ástæða þess að umsókn var hafnað sú að umsækjandi uppfyllti ekki skilyrði b- liðar, 1. mgr. 3. gr. um að geta ekki staðið skil á tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta að teknu tilliti til eigna- og skuldastöðu.
Á árinu 2022 óskuðu 30 einstaklingar sem höfðu fengið samþykki fyrir fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta eftir því að bú þeirra yrðu tekin til gjaldþrotaskipta.
Í lögum um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir skiptakostnaði vegna gjaldþrotaskipta er ekki að finna ákvæði um tímamörk, einstaklingar geta því í raun farið hvenær sem er til héraðsdóms með samþykki sitt og lagt fram gögn. Í lok árs 2022 voru 65 ógreidd samþykki útistandandi.
Umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu skiptakostnaðar árið 2022 í tölum
63 - Heildarfjöldi móttekinna umsókna
Þegar umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu skiptakostnaðar eru eru skoðaðar má sjá að karlar eru í meirihluta umsækjenda. Umsækjendur voru:
67% karlar
33% konur
Flestar umsóknir voru umsóknir einstaklinga (1+0) eða 78%
Á árinu 2022 voru afgreiddar 66 umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Niðurstaða umsókna skiptist í samþykki, synjun eða afturköllun.
41 umsókn samþykkt
24 umsóknum synjað
1 umsókn afturkölluð
Aðrar upplýsingar:
61% með neikvæða greiðslugetu
meðalgreiðslugeta -27,920 krónur
Tölulegar upplýsingar skiptakostnaðarmála
Aldur umsækjenda | Hlutfall % |
---|---|
18 til 29 ára | 14 % |
30 til 39 ára | 33 % |
40 til 49 ára | 39 % |
50 til 59 ára | 8 % |
60 til 69 ára | 6 % |
Menntun | Hlutfall % |
---|---|
Grunnskólapróf | 73 % |
Háskólapróf | 9 % |
Iðnmenntun | 11 % |
Stúdentspróf | 8 % |
Búsetuform | Hlutfall % |
---|---|
Leiga | 55 % |
Annað | 17 % |
Félagsleg leiga | 18 % |
Húsnæðislaus | 8 % |
Í foreldrahúsum | 3 % |
Atvinnustaða | Hlutfall % |
---|---|
Í atvinnu | 17 % |
Örorka eða lífeyrir | 55 % |
Atvinnulaus | 24 % |
Í námi | 3 % |
Heimavinnandi | 9 % |
Fjölskyldustærð | Hlutfall % |
---|---|
Einstaklingar (1+0) | 79 % |
Einstaklingar með börn (1+) | 21 % |
Tegundir skulda | Hlutfall % |
---|---|
Bílalán | 1 % |
Önnur bankalán | 12 % |
Meðlög | 30 % |
Raðgreiðslur - Kreditkort | 5 % |
Námslán | 4 % |
Skattur, VSK og fleira | 24 % |
Aðrar skuldir | 17 % |
Yfirdráttur | 6 % |