Fara beint í efnið
Umboðsmaður skuldara Forsíða
Umboðsmaður skuldara Forsíða

Umboðsmaður skuldara

Umboðsmaður skuldara - Ársskýrsla 2022

Á árinu 2022 færðist starfsemi embættisins smátt og smátt í fyrra horf eftir þær breytingar sem Covid– 19 hafði í för með sér.

Byrjað var að taka aftur á móti einstaklingum í ráðgjöf á starfsstöð embættisins en rafræn þjónusta og ráðgjöf í gegnum síma hafa þó fest sig í sessi og hefur það hentað flestum vel að nýta sér þá þjónustu. Símaráðgjöf er raunar í flestum tilfellum fyrsta snerting einstaklinga við embættið. Embættið þjónustar allt landið og leggur áherslu á gott aðgengi en á síðast ári hefur staðið yfir vinna við að bæta enn frekar rafræna þjónustu og mun „mitt svæði“ að væntingu líta dagsins ljós á árinu 2023. Á svæðinu munu umsækjendur geta átt í samskiptum við embættið, móttekið og sent skjöl og fylgst með stöðu umsóknar sinnar.

Ásta S. Helgadóttir

Umboðsmaður skuldara