Umboðsmaður skuldara - Ársskýrsla 2020
Árið 2020 var fordæmalaust ár hjá landsmönnum og einnig hjá heimsbyggðinni allri vegna heimsfaraldurs er hófst snemma ársins. Árið 2020 var einnig nokkuð viðburðaríkt hjá embættinu og ýmis verkefni unnin með breyttum hætti af frábæru starfsliði embættisins.
Ásta S. Helgadóttir
Umboðsmaður skuldara
Árið 2020 var fordæmalaust ár hjá landsmönnum og einnig hjá heimsbyggðinni allri vegna heimsfaraldurs er hófst snemma ársins. Árið 2020 var einnig nokkuð viðburðaríkt hjá embættinu og ýmis verkefni unnin með breyttum hætti af frábæru starfsliði embættisins. Ber þá helst að nefna fjarvinnu starfsmanna.
Umboðsmaður skuldara hefur ekki farið varhluta af heimsfaraldrinum eins og aðrar stofnanir samfélagsins og er áhugavert er að líta yfir liðið ár og skoða hvernig starfseminni hefur undið fram.
Embættið breytti skipulagi í starfsemi sinni til þess að minnka líkur á smiti á kórónaveiru í samfélaginu. Þann 12. mars var lokað fyrir komur gesta á starfsstöð í Kringlunni 1 og öll þjónusta færð í símtöl og tölvupóstsamskipti. Fyrirkomulag þetta reyndist einkar vel og ekki urðu teljandi hnökrar á þjónustu við umsækjendur vegna þess.
Árið 2020 var fyrsta heila árið þar sem notast er við nýtt umsóknarferli við móttöku umsókna. Síðla árs 2019 var tekið nýtt fyrirkomulag varðandi umsóknarferlið sem hefur skilað góðum árangri. Fjöldi umsókna á árinu 2020 var nokkuð sambærilegur og árið á undan ef tekið er tillit til breytts verklags. Á árinu bárust samtals 905 umsóknir vegna fjárhagsvanda. Þær voru 1125 árinu á undan.
Má að því liggja að ekki hafi orðið aukning á umsóknum vegna fjárhagsvanda m.a. vegna ýmissa úrræða stjórnvalda til að aðstoða þá sem misstu atvinnu sína eða urðu fyrir tekjulækkun. Einnig voru ýmis úrræði sem litu dagsins ljós sem hafa án efa aðstoðað marga til að halda sjó.
Fræðsla hefur skipað stóran sess í starfsemi embættisins á síðustu árum. Vegna Covid-19 var nokkuð minna um fræðslu með hefðbundnum hætti en þó má segja að embættið hafi nýtt árið einkar vel í fræðslumálum. Farið var af stað með nýtt verkefni sem fékk nafnið Leitin að peningunum.
Í lok október var opnuð vefsíðan Leitin að peningunum www.leip.is og á sama tíma fór í loftið samnefnt hlaðvarp. Verkefnið fór mjög vel á stað og hafa heimsóknir á vefsíðuna verið fjölmargar og hafa hlaðvarpsþættirnir fengið afar góðar viðtökur þeir hafa setið ofarlega á lista yfir vinsælustu hlaðvörp landsins.
Verkefni embættisins eru í stöðugri þróun enda mikilvægt að þjónusta við einstaklinga og fjölskyldur í greiðsluerfiðleikum fylgi þeirri þróun sem á sér stað í samfélaginu. Mig langar að lokum að færa starfsfólki embættisins kærar þakkir fyrir vel unnin störf á sérstökum tímum.
Embættið er fyrst og fremst þjónustustofnun þar sem einstaklingar geta fengið endurgjaldslausa aðstoð sérfræðinga við úrlausn á fjárhagsvanda.
Þjónusta UMS er ókeypis og rafræn
Helstu verkefni :
Ráðgjöf
Fyrirspurnir og símaráðgjöf
Fræðsla um fjármál heimilanna
Gerð framfærsluviðmiðs
Embættið fer einnig með framkvæmd eftirfarandi úrræða:
Framkvæmd greiðsluaðlögunar
Veita fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar
Markmið umboðsmanns skuldara
Veita ávallt sem besta þjónustu og er lögð áhersla á að leita stöðugt leiða til að bæta hana.
Embættið heldur úti öflugri símaráðgjöf þar sem hægt er að leita nánari upplýsinga um þá þjónustu sem stendur til boða og fá svör við einföldum spurningum og ráðleggingar um hvert sé hægt að leita eftir frekari svörum eða þjónustu.
Þá er einnig hægt að senda fyrirspurnir til embættisins i gegnum vef t.d. óska eftir símtali eða fá skrifleg svör við einstaka fyrirspurnum.
Umsóknarferli
Hjá embættinu starfa einstaklingar með fjölbreytta menntun og mikla reynslu og er það markmið embættisins að leggja rækt við þá þekkingu sem myndast hefur.
Embættið leitast við að bjóða starfsfólki sínu upp á sveigjanlegan vinnutíma með það að markmiði að auðvelda starfsfólki að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs án þess þó að það komið niður á þjónustu þeirri sem embættið veitir.
Embættið hefur verið lánsamt í gegnum árin með gott starfsólk. Meirihluti starfsmanna hefur starfað frá stofnun embættisins og störfuðu jafnvel áður hjá fyrirrennara embættisins sem var Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna (meðalstarfsaldur tekur mið af því). Hjá embættinu hefur því orðið til mikil þekking á því sem varðar fjármál heimilanna.
Á árinu 2020 voru starfsmenn 16 í 15,3 stöðugildum. Að auki var einn starfsmaður í fæðingarorlofi fram í október.
Þá starfaði einnig laganemi hjá embættinu í hlutastarfi í 6 mánuði.
Umboðsmaður skuldara styrkir starfsmenn sína til að sinna heilsu sinni og stunda líkamsrækt. Á árinu 2020 var heilsustyrkur greiddur út til 13 starfsmanna, þar af fengu 10 starfsmenn fullan styrk og 3 hlutastyrk. Samtals styrkúthlutun var 423.000 kr.
Einn starfsmaður var með árs samgöngusamning og fékk samgöngustyrk 35.000 kr.
Samkvæmt lögum um umboðsmann skuldara ber embættinu að útbúa framfærsluviðmið og uppfæra þau reglulega.
Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara eru ætluð sem viðmið þegar leitað er lausna á skuldavanda með úrræðum embættisins. Viðmiðin eru ætluð til styttri tíma en viðmið ýmissa annarra, til dæmis dæmigerð viðmið velferðarráðuneytisins. Viðmið embættisins taka mið af raunútgjöldum íslenskra heimila skv. útgjaldarannsókn Hagstofu Íslands um neysluútgjöld í slenskra heimila.
Umsækjendur þurfa sjálfir að tiltaka í umsókn sinni ýmsan kostnað við framfærslu, svo sem vegna hita, rafmagns, dagvistunar barna, fasteignagjalda og er þeim bætt við annan kostnað til að reikna út heildarframfærslukostnað fjölskyldunnar. Viðmiðin taka þannig tillit til aðstæðna hjá hverjum og einum umsækjanda.
Meðal hlutverka umboðsmanns skuldara er að veita alhliða ráðgjöf og fræðslu um fjármál heimilanna.
Embættið hefur lagt rækt við þetta verkefni með ýmsum hætti, svo sem með upplýsingum á heimasíðu og á facebook síðu embættisins og með samskiptum við fjölmiðla um vanda skuldara og um þau úrræði sem í boði eru.
Á síðustu árum hefur embættið staðið fyrir fjölda fræðslufunda fyrir aðra fagaðila sem og hópa einstaklinga. Fræðslan hefur snúið að þjónustu embættisins sem og almennri fræðslu um fjármál.
Árið 2020 var nokkuð frábrugðið en lítið svigrúm hefur verið fyrir fræðslufundi með hefðbundnu sniði.
Í mars 2020 voru skipulagðir 4 fræðslufundir í heild. Í byrjun mánaðar var haldinn fræðslufundur fyrir sjálfboðaliða í verkefninu félagsvinir eftir afplánun en verkefnið er á vegum Rauða krossins.
Í samstarfi við þjónustumiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu voru skipulagðir 2 fræðslufundir á námskeiðum á vegum þjónustumiðstöðvar, en námskeiðin sækja einstaklingar sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðar.
Aðeins náðist að halda annað námskeiðið áður en samkomubann vegna Covid-19 tók gildi. Þá var áformað að fræðsla yrði venju samkvæmt í samstarfi við Janus endurhæfingu en henni var frestað.
Embættið lagði mikla áherslu á skýrar og leiðbeinandi upplýsingar á vefsíðu embættisins tengdar fjármálum á óvissutímum vegna Covid-19
Þá var tekinn upp rafrænn fræðslufundur fyrir félagsmenn BHM um fjármál og atvinnumissi.
Leitin að peningunum
Á árinu 2020 var haldið af stað með nýtt fræðsluverkefni á vegum embættisins. Verkefnið er unnið með styrk frá Félagsmálaráðuneytinu og er markmið verkefnisins að auka aðgengi ungs fólks að hlutlausri fjármálafræðslu og stuðla þannig að eflingu fjármálalæsis á Íslandi.
Verkefnið hefur fengið heitið Leitin að peningunum.
Í lok október var opnuð vefsíðan Leitin að peningunum www.leip.is og á sama tíma fór í loftið samnefnt hlaðvarp. Verkefnið fór mjög vel á stað og hafa heimsóknir á vefsíðuna verið fjölmargar og hafa kennarar í framhaldsskólum þegar bent nemendum sínum á fræðslumyndbönd sem þar er að finna.
Hlaðvarpsþættirnir hafa fengið afar góðar viðtökur og hafa þættirnir setið ofarlega á lista yfir vinsælustu hlaðvörp landsins. Á dagskrá eru enn fleiri áhugaverðir hlaðvarpsþættir sem og fleiri stutt fræðslumyndbönd.
Fyrsta skref í að leita formlega aðstoðar hjá umboðsmanni skuldara er umsókn um aðstoð vegna fjárhagsvanda
Þegar einstaklingur hefur ákveðið að leita aðstoðar hjá umboðsmanni skuldara vegna fjárhagsvanda er fyrsta skrefið að leggja inn umsókn.
Sérfræðingar embættisins greina svo og meta í samráði við umsækjanda hvaða úrræði henti best til úrlausnar á vanda viðkomandi.
Hefur þetta fyrirkomulag gefist vel og stuðlað að því að stytta biðtíma.
Heildarfjöldi umsókna sem embættinu barst á árinu 2020
905 Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda
Hér má sjá í hvaða farveg umsóknir sem bárust á árinu 2020 fóru eftir greiningu.
533 Ráðgjöf
323 Greiðsluaðlögun
65 Fjárhagsaðstoð ti greiðslu skiptakostnaðar
Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda í tölum
Kyn umsækjanda | Hlutfall % |
---|---|
Karl | 54,3 % |
Kona | 45,7 % |
Aldur umsækjenda | Hlutfall % |
---|---|
18 til 29 ára | 27 % |
30 til 39 ára | 33 % |
40 til 49 ára | 25 % |
50 til 59 ára | 11 % |
60 til 69 ára | 4 % |
Fjölskyldustærð | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
1+0 | 71,4 % |
1+1 | 8,8 % |
1+2 | 7,5 % |
1+3 | 2,5 % |
1+4 | 0,9 % |
2+0 | 5,5 % |
2+1 | 0,9 % |
2+2 | 1,7 % |
2+3 | 0,6 % |
2+4 | |
2+5 | |
2+6 |
Búsetuform umsækjenda | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Leiga | 64 % |
Húsnæðislaus | 6 % |
Eigin fasteign | 8 % |
Annað | 12 % |
Í foreldrahúsum | 10% |
Atvinnustaða umsækjenda | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Í atvinnu | 29 % |
Í námi | 2 % |
Örorka eða lífeyrir | 39 % |
Sjálfstætt starfandi | 1 % |
Atvinnulaus | 28 % |
Menntun umsækjenda | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Grunnskólapróf | 57 % |
Iðnmenntun | 14 % |
Háskólapróf | 15 % |
Stúdentspróf | 14 % |
Eitt af hlutverkum umboðsmanns skuldara er að veita einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum ókeypis ráðgjöf.
Ráðgjöf hefst eftir að umsókn um aðstoð vegna fjárhagsvanda hefur borist og greining hefur farið fram í samráði við umsækjanda.
Í ráðgjöf felst meðal annars að gert er greiðsluerfiðleikamat með það að markmiði að öðlast heildarsýn á fjármálin og leita leiða til lausnar.
Með ráðgjöf hjá umboðsmanni skuldara er leitast við að leysa úr fjárhagserfiðleikum áður en vandinn er orðinn slíkur að önnur úrræði, svo sem greiðsluaðlögun eða gjaldþrotaskipti, þurfi til. Í kjölfar úrvinnslu umsóknar fær umsækjandi samantekt um fjárhagsstöðu sína, greiðsluerfiðleikamat, og ef möguleiki er tillögur til úrbóta. Í sumum tilvikum aðstoða ráðgjafar umsækjendur við að leita samninga við kröfuhafa sem geta m.a. falið í sér lengingu á lánum, niðurfellingu dráttarvaxta, frystingu lána eða skuldbreytingu lána.
Ef framangreind úrræði duga ekki er umsækjendum ráðlagt að sækja um greiðsluaðlögun einstaklinga eða fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta hjá umboðsmanni skuldara.
Þegar afgreiddar umsóknir í ráðgjöf eru eru skoðaðar má sjá að skipting milli kynja er nokkuð jöfn.
Á árinu voru afgreiddar umsóknir
karla 56%
kvenna 44%
Flestar afgreiddar umsóknir árið 2020 voru umsóknir einstaklinga (1+0) eða 55%
570 - Heildarfjöldi umsókna í rágjöf
532 - Heildarfjöldi umsókna lokið ráðgjöf
Ráðgjöf í tölum
Á árinu 2020 var:
32% með neikvæða greiðslugetu
meðaleign 5.132.969 krónur
meðalskuld 11.525.163 krónur
meðalgreiðslugeta í afgreiddum málum 43.757 krónur
Upplýsingar um umsækjendur
Kyn | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Karl | 56 % |
Kona | 44 % |
Aldur | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
18 til 29 | 25 % |
30 til 39 | 33 % |
40 til 49 | 27 % |
50 til 59 | 11 % |
60 til 69 | 4 % |
70 ára og eldri | 1 % |
Fjölskyldustærð | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
1+0 | 54 % |
1+1 | 13 % |
1+2 | 7 % |
1+3 | 4 % |
1+4 | 1 % |
2+0 | 6 % |
2+1 | 5 % |
2+2 | 7 % |
2+3 | 2 % |
2+4 | 1 % |
Búsetuform | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Búseturéttur | 0,6 % |
Húsnæðislaus | 6,5 % |
Eigin fasteign | 4 % |
Í foreldrahúsum | 7,7 % |
Félagsleg leiga | 11,5 % |
Leiga | 59,8 % |
Annað | 9,9 % |
Atvinnustaða | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Atvinnulaus | 26,9 % |
Í atvinnu | 23,5 % |
Í námi | 2,5 % |
Sjálfstætt starfandi | 0,3 % |
Örorka eða lífeyri | 46,1 % |
Heimavinnandi | 0,6 % |
Menntunarstaða | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Háskólapróf | 11,1 % |
Iðnmenntun | 11,1 % |
Stúdentspróf | 17,6 % |
Gunnskólapróf | 59,4 % |
Tegundir skulda | Hlutfallsleg skipting % |
---|---|
Fasteignalán | 13,6 % |
Bílalán | 1,6 % |
Önnur bankalán | 31,3 % |
Meðlag | 3,3 % |
Raðgreiðsla - Kreditkort | 7,7 % |
Námslán | 15,9 % |
Skattur, vsk og fleira | 9,7 % |
Aðrar skuldir | 10 % |
Yfirdráttur | 6,8 % |
Framkvæmd greiðsluaðlögunar skv. lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010 er eitt af meginhlutverkum umboðsmanns skuldara.
Markmið laga um greiðsluaðlögun einstaklinga er að gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti staðið við skuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð.
Vinnsla greiðsluaðlögunarmála fer að öllu leyti fram innan embættisins þar sem umsjónarmenn sinna vinnslu greiðsluaðlögunarmála frá upphafi umsóknar til loka máls.
Umsóknarkerfi embættisins er rafrænt og þurfa umsækjendur ekki að skila inn skriflegu samþykki vegna gagnaöflunar heldur er slíkt samþykki veitt rafrænt. Innskráning í umsóknina er í gegnum island.is, annað hvort með íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Vinnslu umsókna um greiðsluaðlögun einstaklinga getur lokið á þrjá vegu,með samþykki, með synjun og með því að umsækjandi sjálfur ákveður að afturkalla umsókn sína.
Fleiri en ein ástæða getur legið að baki því að umsókn um greiðsluaðlögun er synjað .
Algengasta ástæða synjunar á árinu 2020 var óljós fjárhagur umsækjanda en í 75% umsókna var óljós fjárhagur ein af synjunarástæðum.
Kærðar ákvarðanir
Ákvarðanir umboðsmanns skuldara um synjn á heimild til að leita greiðsluaðlögunar og um niðurfellingu á heimild til að leita greiðsluaðlögunar má kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála.
Á árinu 2020 voru 5 ákvarðanir um synjun kærðar, af þeim voru 2 ákvarðanir staðfestar, í einu tilfelli var fallið frá kæru. í lok árs 2020 voru tvö kærumál enn í vinnslu hjá úrskurðarnefnd.
Umsóknir um greiðsluaðlögun árið 2020
323 umsóknir
282 afgreiddar
Þegar umsóknir um greiðsluaðlögun eru skoðaðar má sjá að konur eru í meirihluta þeirra sem sækja um greiðsluaðlögun einstaklinga.
57% konur
43% karlar
Meirihluti umsækjenda voru einstaklingar með fjölskyldumerkinguna 1+0 eða 70%
29% samþykkt
59% synjað
13% afturkallað
Greiðsluaðlögun í tölum
Á árinu 2020 voru:
44% með neikvæða greiðslugetu
Meðaleign 1.660.407 krónur
Meðalskuld 7.746.862 krónur
Upplýsingar um umsækjendur
Kyn | Hlutfall % |
---|---|
Karl | 43 % |
Kona | 57 % |
Aldur | Hlutfall % |
---|---|
18 til 29 ára | 34,1 % |
30 til 39 ára | 31 % |
40 til 49 ára | 21,1 % |
50 til 59 ára | 10,8 % |
60 til 69 ára | 3,1 % |
Fjölskyldustærð | Hlutfall % |
---|---|
1+0 | 55,7 % |
1+1 | 18,9 % |
1+2 | 7,7 % |
1+3 | 3,7 % |
1+4 | 3 % |
2+0 | 3,7 % |
2+1 | 4 % |
2+2 | 5,3 % |
2+3 | 1,9 % |
2+4 | 0,9 % |
2+5 | 0,3 % |
Búsetuform | Hlutfall % |
---|---|
Annað | 909 % |
Búseturéttur | 0,6 % |
Eigin fasteign | 4% |
Félagsleg leiga | 11,5 % |
Húsnæðislaus | 6,5 % |
Í foreldrahúsum | 7,7 % |
Leiga | 59,8 % |
Atvinnustaða | Hlutfall % |
---|---|
Atvinnulaus | 26,9 % |
Heimavinnandi | 0,6 % |
Í atvinnu | 23,5 % |
Í námi | 2,5 % |
Sjálfstætt starfandi | 0,3 % |
Örorka eða lífeyrir | 46,1 % |
Menntunarstaða | Hlutfall % |
---|---|
Grunnskólapróf | 59,4 % |
Iðnmenntun | 11,1 % |
Háskólapróf | 11,1 % |
Stúdentspróf | 17,6 % |
Tegundir skulda | Hlutfall % |
---|---|
Fasteignalán | 13,6 % |
Bílalán | 1,6 % |
Önnur bankalán | 31,3 % |
Meðlög | 3,3 % |
Raðgreiðslur - Kreditkort | 7,7 % |
Námslán | 15,9 % |
Skattur, VSK og fleira | 9,7 % |
Aðrar skuldir | 10 % |
Yfirdráttur | 6,8 % |
Ferli Greiðsluaðlögunar
Samningar til greiðsluaðlögunar
Í kjölfar þess að umsókn um greiðsluaðlögun hefur verið samþykkt er skipaður umsjónarmaður og hefst þá ferli samningagerðar.
Þegar umsjónarmaður gerir frumvarp til samnings um greiðsluaðlögun kveða lög um greiðsluaðlögun á um að frumvarpið skuli tryggja framfærslu skuldara og fjölskyldu hans og að raunhæft sé að hann muni geta staðið við skuldbindingar sínar, endurskipulagt fjármál sín og komið á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu.
Á árinu 2020 komust á 88 samningar til greiðsluaðlögunar þá var í 59% samninga kveðið á um 100 % eftirgjöf allra samningskrafna.
Tímabil greiðsluaðlögununar í samningum á árinu 2019 var frá því að vera ekkert tímabil uppí 36 mánuði. Algengasta niðurstaða var 24 mánuðir eða í 33% samninga.
Með greiðsluaðlögun má kveða á um algera eftirgjöf einstakra krafna, hlutfallslega lækkun þeirra, gjaldfrest á þeim, skilmálabreytingar, greiðslu þeirra með hlutdeild í afborgunarfjárhæð sem greiðist með ákveðnu millibili á tilteknu tímabili, breytt form á greiðslu krafna eða allt framangreint í senn.
Hér koma ýmsir þættir til skoðunar t.d. fjárhæð skulda, fjölskyldustaða og aldur og er það hlutverk umsjónarmanns í samráði við skuldara að meta hvernig samningur sé best til þess fallinn að uppfylla skilyrði laganna sem fjallað er um hér að ofan.
Á árinu 2020 voru gerðir 88 samningar gerðir. Hlutfall kynja:
69 % konur
31 % karlar
Flestar afgreiddar umsóknir voru samningar einstaklinga (1+0) eða 62%
Samningar til greiðsluaðlögunar í tölum
Á árinu 2020 voru:
64% með neikvæða greiðslugetu
Meðaleign 537.609 krónur
Meðalskuld 5.555.042 krónur
Ár | Heildarfjöldi samninga |
---|---|
2018 | 77 |
2019 | 88 |
Ár | Meðallengd samninga |
---|---|
2018 | 14,9 |
2019 | 14,03 |
Ár | Meðal greiðslugeta |
---|---|
2018 | -13,183 |
2019 | -19,271 |
Ár | Meðal ráðstöfunartekjur |
---|---|
2018 | 321,546 |
2019 | 316364 |
Hlutfall eftirgjafar í samningum | Fjöldi |
---|---|
0,0 | 34 |
80% | 1 |
90% | 1 |
100% | 52 |
Tegundir skulda | Hlutfall |
---|---|
Fasteignalán | 11,6 % |
Bílalán | 2,2 % |
Önnur bankalán | 31,6 % |
Meðlag | 0,6 % |
Raðgreiðslur og kredirkort | 7,4 % |
Námslán | 21,5 % |
Skattur, VSK og fleira | 5,6 % |
Annað | 9,2 % |
Yfirdráttur | 10,2 % |
Breyting á samningi
Þegar umsjónarmaður leggur til að samningur komist á milli skuldara og kröfuhafa er markmiðið alltaf að samningurinn sé raunhæfur og til þess fallinn að leysa greiðslu- og skuldavanda skuldara. Það er þó aldrei hægt að útiloka að eitthvað komi uppá á samningstímanum sem kemur í veg fyrir að skuldari geti staðið við þann samning sem gerður var.
Ef upp koma ófyrirsjáanlegar aðstæður á samningstímanum sem veikja getu skuldara til að standa við greiðsluaðlögunarsamning sinn getur skuldari óskað eftir því við kröfuhafa að samningnum verði breytt.
Frá árinu 2013 hefur verið unnið eftir verklagi þar sem umboðsmaður skuldara annast milligöngu við kröfuhafa fyrir hönd skuldara, lögin gera þó ráð fyrir að skuldari sinni þessu hlutverki sjálfur.
Reynslan hefur sýnt að það er verulega íþyngjandi fyrir skuldara að sinna þessu hlutverki sjálfur og embættið hefur reynst betur í stakk búið til að ná fram sátt um breyttan samning í takt við getu skuldara.
Lög um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir skiptakostnaði vegna gjaldþrotaskipta nr. 9/2014 tóku gildi þann 1. febrúar 2014.
Úrræðið felst í að umsækjandi óskar eftir að fá greidda tryggingu fyrir skiptakostnaði vegna gjaldþrotaskipta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Markmiðið er að gera einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum og hafa árangurslaust leitað annarra greiðsluvandaúrræða kleift að krefjast sjálfir skipta á búi sínu.
Helstu skilyrðin eru að umsækjandi eigi í verulegum greiðsluerfiðleikum, umsækjandi geti ekki staðið skil á tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og að önnur greiðsluvandaúrræði dugi ekki til að leysa greiðsluvanda umsækjanda. Sambærileg skilyrði er einnig að finna í lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010 sem umsækjandi þarf að uppfylla til þess að fá heimild til að leita greiðsluaðlögunar.
Fleiri en ein ástæða geta legið að baki því að umsókn um fjárhagsaðstoð til greiðslu skiptakostnaðar er synjað.
Á árinu 2020 var algengasta ástæða þess að umsókn var hafnað sú að umsækjandi uppfyllti ekki skilyrði b- liðar, 1. mgr. 3. gr. um að geta ekki staðið skil á tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta að teknu tilliti til eigna- og skuldastöðu.
Á árinu 2020 óskuðu 32 einstaklingar sem höfðu fengið samþykki fyrir fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta eftir því að bú þeirra yrðu tekin til gjaldþrotaskipta.
Við upphaf árs 2020 höfðu 67 einstaklingar fengið samþykki fyrir fjárhagsaðstoð en ekki óskað eftir að bú þeirra yrði tekið til gjalþrotaskipta.
Umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu skiptakostnaðar árið 2020 í tölum
Umsækjendur voru:
72% karlar
28% konur
Flestar afgreiddar umsóknir voru umsóknir einstaklinga (1+0) eða 71%
65 - Heildarfjöldi umsókna um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar
55 % umsókna samþykktar
38 % umsókna synjað
7 % umsókna afturkallaðar
Aðrar upplýsingar:
50% með neikvæða greiðslugetu
meðaleign 208.620 krónur
meðalskuld 13.018.028 krónur
Tölulegar upplýsingar skiptakostnaðarmála
Aldur umsækjenda | Hlutfall % |
---|---|
18 til 29 ára | 21,5 % |
30 til 39 ára | 38,5 % |
40 til 49 ára | 18,5 % |
50 til 59 ára | 15,4 % |
60 til 69 ára | 6,2 % |
Menntun | Hlutfall % |
---|---|
Grunnskólapróf | 56,9 % |
Háskólapróf | 24,6 % |
Iðnmenntun | 6,2 % |
Stúdentspróf | 12,3 % |
Búsetuform | Hlutfall % |
---|---|
Leiga | 41,5 % |
Annað | 26,2 % |
Félagsleg leiga | 10,8 % |
Húsnæðislaus | 9,2 % |
Í foreldrahúsum | 12,3 % |
Atvinnustaða | Hlutfall % |
---|---|
Í atvinnu | 20 % |
Örorka eða lífeyrir | 36,9 % |
Atvinnulaus | 38,5 % |
Í námi | 3,1 % |
Sjálfstætt starfandi | 1,5 % |
Fjölskyldustærð | Hlutfall % |
---|---|
1+0 | 83 % |
1+1 | 6 % |
1+2 | 8 % |
1+3 | 3 % |
Tegundir skulda | Hlutfall % |
---|---|
Fasteignalán | 1,6 % |
Bílalán | 1,6 % |
Önnur bankalán | 28,1 % |
Meðlög | 19,3 % |
Raðgreiðslur - Kreditkort | 5 % |
Námslán | 12,7 % |
Skattur, VSK og fleira | 14,4 % |
Aðrar skuldir | 10,5 % |
Yfirdráttur | 7 % |