Kynning á rammasamningi Stafræns Íslands
13. mars 2025
kl. 14:00 til 15:30
Skatturinn, Katrínartún 6
Stafrænt Ísland í samstarfi við Fjársýsluna kallar eftir þátttöku í þróun Ísland.is stærsta hugbúnaðarverkefnis Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem Stafrænt Ísland fer þá leið að leið í innkaupum sínum að efna til útboðs og stilla þannig upp landsliði hugbúnaðarfólks. Að þessu tilefni býður Stafrænt Ísland á kynningu á rammasamningnum og útboðinu þar sem farið verður yfir virkni, þátttöku og framkvæmd.
Kynningin verður haldin fimmtudaginn 13. mars kl. 14.00 í húsakynnum Skattsins sem og í streymi. Mikilvægt er að skrá sig með nafni og tölvupósti til að við getum tryggt pláss í sal sem og deilt streymi/upptöku af kynningunni.
Vinsamlegast sendið inn skráningu fyrir hádegi fimmtudaginn 13. mars ef fólk vill fylgjast með í streymi eða mæta á staðinn. Eftir kynningu verður upptaka gerð aðgengileg.
Allar upplýsingar og útboðsgögn er að finna á utbod.is.
Skráning á viðburð.