Fara beint í efnið

Tilkynningar

Tilkynningar er mikilvægt tól fyrir stofnanir til að koma áríðandi skilaboðum til notenda sinna.

Efnisyfirlit

Tilkynningar er ný kjarnaþjónusta hjá Stafrænu Íslandi en hún er ætluð stofnunum til að láta vita af ýmsum upplýsingum sem geta hjálpað einstaklingum og fyrirtækjum að vera betri borgarar.

Einföld leið til að láta vita

Þjónustan gerir stofnunum kleyft að senda mikilvægar upplýsingar beint til notandans. Dæmi um slíkt eru til dæmis uppfærslur á opinberum þjónustum, áminningar um atburði eins og skoðun ökutækja eða endurnýjun skírteina eða til að láta vita af mögulegum atburðum sem geta haft áhrif á líf borgaranna.

Tilkynningu getur fylgt aðgerð sem er smellanleg og leiðir notandann á annan stað fyrir frekari upplýsingar - t.d. inná ákveðnar upplýsingasíður á Ísland.is eða inn á Mínar síður.

Þjónusta fyrir notandann

Tilkynningar ná til allra notenda sem hafa skráð netfang í gegnum Mínar síður á Ísland.is eða hafa náð í Ísland.is appið.

Tilkynningarnar berast í gegnum ólíka miðla; í gegnum appið, inná Mínum síðum og í tölvupóstinn.

Notandinn fær að vita um tímafresti, þjónustur sem hann á rétt á eða stöðu á málum sínum hjá hinu opinbera.

Ávinningur stofnana

Tilkynningar munu spila mikilvægt hlutverk í að bæta gagnsæi, samskipti og tengsl milli stofnana og notenda þeirra. Stofnanir geta nú látið borgarann vita af mikilvægum upplýsingum hvar sem hann er staddur.

Stofnanir geta nýtt þessa þjónustu til að t.d. láta vita af tímafresti þar sem notandi þarf að bregðast við t.d. með að skila inn gögnum, skoða upplýsingar, skrá gögn eða sækja þjónustu.

Hvað þarf stofnun að gera?

Allar stofnanir sem nú þegar hafa innleitt Stafrænt Pósthólf eru í góðum málum því Tilkynningar eru hluti af þeirri þjónustu. Aðrar stofnanir þurfa að klára sína innleiðingu pósthólfsins til að geta byrjað að nýta þessa þjónustu.

Stofnun setur sig síðan í samband við Stafrænt Ísland til að setja upp sniðmát fyrir tilkyninninguna sem geymt er í vefumsjónarkerfi. Þetta verklag tryggir að allir fái sömu upplifun óháð því hvaða tæki hann velur til að skoða tilkynninguna sína og einfalt er fyrir stofnun að breyta og bæta þegar við á.

Tæknilegar upplýsingar

Nánar um hvernig hægt er að tengjast þjónustunni má lesa hér: Tæknileg lýsing á tilkynningum