Vefumsjónarkerfi Ísland.is í útboð
14. ágúst 2025
Í lok júlí var opnað útboð vegna vefumsjónarkerfis Ísland.is en bjóðendur hafa til 13:00 þann 11.september 2025 að senda inn tilboð.

Vefumsjónakerfi (e. Content Management System) er kerfi sem heldur utanum vefi og vefstjórar og aðrir sem vinna efni fyrir Ísland.is setja þar inn greinar, fréttir og annað efni. Möguleiki er að þróa ýmsa virkni fyrir vefi innan kerfisins og samnýta þaðan efni fyrir aðra miðlun eins og í smáforritum fyrir snjalltæki, innri kerfum og fleira. Kerfið þarf að geta haldið utan um sívaxandi vef Ísland.is sem gegnir lykilhlutverki í upplýsingagjöf til almennings um opinbera þjónustu. Tugir einstaklinga nýta kerfið og miðla efni en þegar hafa 52 opinberir vefir þegar flutt á Ísland.is og tugir í undirbúningi. Má þar nefna vefi lögreglunnar, Landspítala og fleiri aðila. Kerfið þarf því að vera bæði notendavænt sem og geta haldið utan um flókið vistkerfi Ísland.is.
Markmið útboðsins er að gera langtímasamning við ábyrga aðila og tryggja að háum gæðakröfum Stafræns Íslands sé mætt með sem hagkvæmustum hætti í samræmi við lög um opinber innkaup.
Stafrænt Ísland hefur þrisvar farið í úboð með þverfaglegan rammasamnings hugbúnaðarteyma, rekstrarumhverfi, spjallmenni, innkaup á ráðgjafaþjónustu og nú síðast fyrir þjónustukerfi opinberra aðila.
Nánari upplýsingar veitir Fjársýslan og útboðsgögn má finna á úboðsvef Fjársýslunnar.
