Fara beint í efnið

Stafrænt Ísland

Vefþula aðgengileg á Ísland.is

20. júlí 2021

Mikil áhersla er á að Ísland.is vefurinn sé aðgengilegur öllum einstaklingum. Sem liður í því átaki var ákveðið að innleiða vefþulu fyrir allar greinar á vefnum.

Reynslusögur

Vefþulan er tól sem les upp viðeigandi texta á síðu en slík virkni auðveldar til dæmis sjóndöprum einstaklingum að nálgast upplýsingar á vefnum.


Það var ákveðin tænileg áskorun fólgin í því að innleiða lausnina á Ísland.is vegna þess að vefsíðan byggir á SPA en lausnin er ekki þróuð með það í huga.


Ávinningur þessarar lausnar er fyrst og fremst aukið aðgengi þeirra sem nýta sér svona lausnir eða þurfa á þeim að halda.


Dæmi um grein á íslensku

Dæmi um grein á ensku
Github
Readspeaker
Þróunarteymin Parallel ráðgjöf, Kosmos&Kaos og Stefna unnu að verkefninu í samstarfi við Stafrænt Ísland.