Fara beint í efnið

Stafrænt Ísland

Umsókn um greiðsluáætlun

29. desember 2021

Verkefnið snéri að því að koma umsóknum um greiðsluáætlanir yfir á rafrænt form.

Fjársýslan_

Umsóknin nær utan um stærstu flokka greiðsluáætlana og rúmlega 80% allra greiðsluáætlana falla undir þær forsendur sem þarf til að hægt sé að afgreiða hana í þessu nýja ferli.

Þessi nýja umsókn gerir notendum kleift að sjá yfirsýn yfir allar sínar skuldir við ríkið, hvaða leið er hægt að fara í að greiðsludreifa hverri og einni skuld, hver lágmarksgreiðsla er og hversu langan tíma tekur að greiða upp skuld miðað við ákveðna upphæð á mánuði. Notandi fær miklu betri stjórn og yfirýn á eigin skuldum og getur raða saman greiðsluáætlun sem hentar sínum þörfum innan þeirra marka sem Fjársýslan setur.

Áskorun:

Flækjustigið hér er að setja skuldir og mismunandi tegundir greiðsludreifinga upp á sem skiljanlegastan hátt fyrir notendur. Einnig þurfti að rýna vel í ferlið þar sem notandi setur upp greiðsluáætlun fyrir fleiri en eina skuld, þar sem þær geta verið greiddar á mismunandi hátt, með mismunandi hámarks eða lágmarksgreiðslu eftir tegund eða eftir notanda.

Ávinningur:

Hingað til hafa allar greiðsluáætlanir gjaldenda verið settar saman handvirkt af innheimtumönnum. Þessi lausn sem nær yfir megnið af þeim tilfellum þar sem að setja þarf upp greiðsluáætlun, sparar innheimtumönnum gríðarlegan tíma þar sem notendur setja saman áætlanirnar sjálfir og þegar umsókn er skilað, sendast gögnin beint inn í kerfi Fjársýslunnar. Einnig gefur þetta notendum mun meiri yfirsýn yfir þeirra skuldir.

Prófa greiðsludreifingu á Ísland.is

Þjónustueigandi og samstarfsaðili:

  • Fjársýsla ríkisins

  • Skatturinn

  • Stafrænt Ísland

Þróunarteymi:

  • Sendiráðið