Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Réttarvörslugátt - verkefnasaga

2. apríl 2024

Réttarvörslugátt er samheiti yfir verkefni á vegum dómsmálaráðuneytisins sem miða að því að gera réttarvörslukerfið stafrænt.

Stafrænt Ísland - Þjónusta - Ísland.is

Réttarvörslugátt er samheiti yfir verkefni á vegum dómsmálaráðuneytisins sem miða að því að gera réttarvörslukerfið stafrænt.

Réttarvörslugátt er unnin í nánu samstarfi við fagaðila, til að mynda lögreglu, dómstóla, fangelsismálastofnun og ytri aðila með það að markmiði að allir þessir aðilar skiptist á gögnum og upplýsingum með stafrænum hætti, hafi sömu yfirsýn hvar sem er í kerfinu og aðgang að upplýsingum og gögnum um leið og þau eru tiltæk.

Verkefnið er einstakt sinnar tegundar, tryggir öruggt flæði persónuupplýsinga og einfaldar til muna verkferla sem allir aðilar kerfisins vinna saman að.

Meginmarkmið

  • Nútímaleg og notendamiðuð þjónusta sem mætir þörfum þolenda, sakborninga og annarra málsaðila

  • Skilvirkir og öryggir þjónustuferlar á forsendum viðskiptavina þar sem upplýsingar um ferla og stöðu mála eru aðgengilegar á hverjum tíma

  • Tækni, vinnulag og lagaumhverfi endurskilgreint til að útrýma sóun og hámarka nýtingu auðlinda

Leiðarljós verkefnisins eru aðgangur – öryggi – skilvirkni.

Helstu áherslur

  • Gögn verði aðgengileg rafrænt, þvert á stofnanir

  • Ferlar verði endurskoðaðir við vinnslu gagna með tilliti til nýrrar tækni og lögum breytt til samræmis

  • Bætt verði yfirsýn yfir réttarvörslukerfið í heild

  • Aðgangur verði með öruggum hætti fyrir ytri aðila, til dæmis lögmenn og málsaðila

Væntanlegur ávinningur

  • Styttri málsmeðferðartími

  • Tímasparnaður í flutningi nauðsynlegra gagna milli aðila – gögn flæða á milli, ekki fólk

  • Færri handtök, minni pappírsnotkun, færri póstsendingar, minni ábyrgðarpóstur

  • Skilvirkni, ekki verið að slá inn gögn aftur, minni villuhætta

  • Aukin gæði gagna, skilgreind ábyrgð

  • Meira öryggi, trúnaður, heilindi, aðgengi og rekjanleiki

Hvað er réttarvörslugátt og fyrir hvern?

Í meðfylgjandi myndbandi er farið yfir helstu atriði.

Flytjum gögn ekki fólk