Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf október 2021

22. október 2021

Nú í október voru tekin lokaskref hvað varðar úrvinnslu á þverfaglegu útboði hugbúnaðarteyma sem unnið var í samstarfi með Ríkiskaupum. Mikill þungi hefur farið í undirbúning og skipulag á komandi misserum ásamt innleiðingu þeirra 20 teyma sem munu koma að hugbúnaðarþróun með Stafrænu Íslandi næstu misseri.

hilluvorukynning postholf

Stafrænt Ísland hefur nú starfað af fullum krafti í núverandi mynd í eitt og hálft ár en
þegar hefur tekist að innleiða ný ferli og stórbæta opinbera þjónustu víða. Verkefnin eru fjölbreytt og þörfin mikil sem lýsir sér í aukinni eftirspurn stofnana eftir
samstarfi.


Fyrir utan hefðbundin samstarfsverkefni með stofnunum er unnið að reglugerð sem snýr að stafrænu pósthólfi en stofnanir þurfa að vera búnar að tengjast því fyrir árið 2025. Eitt af hlutverkum Stafræns Íslands er að styðja stofnanir í þeirri vegferð.

Í vetur munum við sjá fjölda stofnana flytja vefsíður sínar inn á Ísland.is, við munum sjá stórbætta innskráningarþjónustu, nýtt umboðskerfi, nýjar mínar síður sem og fjölda umsókna á Ísland.is margfaldast.


minarsidur beta

Fjármál á Mínar síður BETA

Fjármál og fasteignir fyrir einstaklinga er nú að finna á Mínar síður BETA en þessar þjónustur eru hluti af lokafasa þess að geta þjónustað einstaklinga að fullu á endurbættum Mínum síðum. Nánari upplýsingar um breytingarnar á Mínum síðum má skoða á Ísland.is/innskraning.


mottaka teyma (2)

Móttaka teyma

Vel heppnuð móttaka þverfaglegra hugbúnaðarteyma fór fram fimmtudaginn 14.október sl. í kjölfar útboðs. Móttakan var sameiginleg fyrir öll þau teymi sem munu koma að hugbúnaðarþróun næstu misseri til að tryggja að við séum öll á sömu síðu.

Nánar um teymin


aflysingar

Rafrænar þinglýsingar

Fyrsta rafræna þinglýsing veðskuldabréfs fór í gegn á dögunum en það var skuldabréf vegna
bílaláns. Veðskuldabréf eru þriðja tegund þinglýstra skjala þar sem opnað er á rafræna þinglýsingu. Veðskuldabréf eru í dag lang stærsti skjalaflokkurinn svo það er um mikla búbót að ræða að vera komin með þessa lausn í virkni. Rafrænar aflýsingar tóku einnig fram úr handvirkum undir lok septembermánaðar.

Nánar um stöðu rafrænna þinglýsinga


xroad community event

NIIS netráðstefna

Þann 24. september sl. stóð NIIS fyrir ráðstefnu sem m.a. snýr að hvernig best má nýta Strauminn (X-Road) með skýjalausn AWS (Amason Web Services). Vigfús Gíslason vörustjóri
Straumsins hjá Stafrænu Íslandi flutti erindi á ráðstefnunni sem snéri að uppbyggingu Straumsins á Íslandi.

Erindi Vigfúsar á NIIS-ráðstefnunni


Fasteignasalar rafrænir

Umsóknir tengdar löggildingu fasteigna- og skipasala eru nú orðnar rafrænar. Ein af helstu
breytingunum er að nú er hægt að greiða fyrir löggildinguna með kreditkorti.

Nánar um rafrænar umsóknir fasteigna- og skipasala


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Rafræn þinglýsing kröfuhafabreytinga – í framleiðslu

  • App fyrir Ísland.is - BETA prófanir

  • Stafræn umsókn um fæðingarorlof - notendaprófanir

  • Ökunámferlið frá námi til skírteinis í síma - notendaprófanir

  • Nýr Reglugerðarvefur - prófanir

  • Greiðsludreifing opinberra gjalda – Í framleiðslu

  • Tilkynning um slys til Sjúkratrygginga – Í framleiðslu

  • Fasteignir fyrir einstaklinga á BETA Mínar síður

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir fyrirtæki

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir börn

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Tengingar stofnana við Strauminn (X-Road)

  • Umsókn um almenna gjafsókn og lögbundna gjafsókn


Skrá á póstlista