Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf janúar 2022

20. janúar 2022

Árið þaut hjá enda nóg um að vera hjá Stafrænu Íslandi. Áramót eru góður tími til að staldra við, fara yfir það sem vel var gert á liðnu ári.

Vetrarmynd (mobile)

Takk fyrir 2021

Árið þaut hjá enda nóg um að vera hjá Stafrænu Íslandi. Áramót eru góður tími til að staldra við, fara yfir það sem vel var gert á liðnu ári. 
Uppúr standa þeir áfangar sem náðst hafa í rafrænum þinglýsingum, Sýslumenn fluttu vefsvæði sitt inn á Ísland.is fyrstir stofnana, Stafræn umsókn um fæðingarorlof leit dagsins ljós eftir ítarlegar notendaprófanir en umsóknin kallar eftir upplýsingum til fjölda stofnana og mun greiða leið fjölda annarra flókinna ferla. Þá var stafrænt pósthólf lögfest á árinu og Stafræn stefna hins opinbera tók gildi. Þó upptalin verkefni hafi verið fyrirferðarmikil þá eru þau aðeins dropi í hafið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hér er aðeins stiklað á stóru en fjölmörg verkefni litu dagsins ljós eins og sjá má á þessu orðaskýi.

Ítarlegri upptalningu verkefna ásamt verkefnasögum, stafrænu stefnu hins opinbera og marg fleira má finna á vefsvæði Stafræns Íslands á Ísland.is


2021

Framundan 2022

Fram undan er ár þar sem fólk og fyrirtæki munu í stórauknum mæli sjá áþreifanlegan ávinning af stafrænni umbreytingu ríkisins. Á undanförnum árum hafa fjölmargar einstaka lausnir litið dagsins ljós en á næsta ári mun ný kynslóð stafrænna innviða og sameiginlegra lausna þvert á stjórnsýsluna líta dagsins ljós. Sem dæmi má nefna innleiðingu á stafrænu pósthólf, sameiginlegu innskráningar -og umboðskerfi ríkisins, app í snjallsíma og samræmdir vefir ýmsa stofnana á Ísland.is. Þessar lausnir, ásamt fjölmörgum öðrum, munu gjörbreyta upplifun fólks og fyrirtækja af þjónustu ríkisins. Í sameiningu þá uppfærum við ríkið með stafrænum lausnum.


Tölum um tölur

Fjöldi þeirra sem nýtti sér upplýsingar og þjónustu Ísland.is jókst til muna á árinu t.a.m. með vef sýslumanna, nýjum lífsviðburðum, umsóknarferlum og fjölda upplýsingasíðna sem snúa að notendum. Mest heimsótta síða ársins var Ísland.is/entry - en sú upplýsingasíða létti mjög á álagi á landlækni, borgaraþjónustu og fleiri aðilum.

aflysingar2021

Þróun rafrænna aflýsinga á árinu 2021 en á örfáum mánuðum tóku þær rafrænu fram úr.

islandis 2021

Áhugaverð stökk urðu á heimsóknum Ísland.is. Stökk upp á við í maí vegna komu sýslumanna, /Entry upplýsingasíðan hafði mikil áhrif á sumarið og út árið enda mest sótta staka síðan. Þá skýrist september toppurinn af lokadögum Ferðagjafarinnar. 


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Rafræn þinglýsing kröfuhafabreytinga – í framleiðslu

  • App fyrir Ísland.is - BETA prófanir

  • Tilkynning um slys til Sjúkratrygginga – Í framleiðslu

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir fyrirtæki

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir börn

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Tengingar stofnana við Strauminn (X-Road)

  • Umsókn um almenna gjafsókn og lögbundna gjafsókn

Kveðja,
starfsfólk Stafræns Íslands