Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fréttabréf febrúar 2024

16. febrúar 2024

Fréttabréf Stafræns Íslands febrúar 2024

Ísland.is vinnur til UT-verðlaunaÍsland.is hlaut á föstudag UT-verðlaunin 2024 í flokknum UT-Stafræna opinbera þjónustan fyrir síðastliðið ár. Verðlaunin voru veitt á UT-messunni, einum stærsta viðburðir ársins í tölvugeiranum.

UT-verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) veitir verðlaunin, en þau hafa verið veitt árlega frá árinu 2010. Miðeind hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni. Að auki voru verðlaun veitt í fimm flokkum:

  • Ísland.is hlaut sem fyrr segir verðlaun sem UT-Stafræna opinbera þjónustan.

  • Stafræn framþróun Landspítalans var valið UT-Fyrirtækið.

  • Indó hlaut verðlaun sem UT-Sprotinn.

  • DALA.CARE hlaut verðlaun sem UT-Stafræna almenna þjónustan

ALDA var valin UT-Fjölbreytilega fyrirmyndin

Lesa frét um UTverðlaunin


Viðburðardagatal Ísland.is

Þær stofnanir sem flutt hafa vefi sína á Ísland.is eru hluti af ritstjórn Ísland.is og hafa þeim bein áhrif á framþróun vefsíðunnar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir viðburðardagatali sem hefur nú litið dagsins ljós. 

Dæmi um viðburðardagatal hjá SAk


Þjónustusíða Samgöngustofu

Glæsileg þjónustusíða Samgöngustofu er komin í loftið en þar er helstu fyrirspurnum safnað saman á einfaldan og þægilegan hátt. Algengar spurningar sem þar er að finna verður sömuleiðis bætt í spjallmennið Ask á næstu vikum. Allt er þetta gert til að bæta aðgengi og upplýsingagjöf. 

Þjónustusíða Samgöngustofu


Stafræn vegferð í tölum 

Fylgst er grannt með alls kyns tölfræðiupplýsingum til að meta árangur stafrænnar vegferðar. Sú tölfræði er nú öllum aðgengileg á vef Stafræns Íslands. 

Stafræn vegferð í tölum


Mat á erlendu námi á Ísland.is

Upplýsingasíður og beiðni um mat á erlendu námi eru nú aðgengilegar á Ísland.is. Um er að ræða þrenns konar mat. Mat á erlendu háskólanámi, mat á framhaldsskólanámi og mat á námi til starfsréttinda


Starfsleyfi Landlæknis 

Starfsleyfisvottorð Landlæknis eru nú aðgengileg í Umsóknarkerfi Ísland.is. Það þýðir að heilbrigðisstarfsfólk getur skráð sig inn og fengið starfsvottorð sitt sent í Stafræna pósthólfið.
Vonast er til að þetta einfaldi líf þeirra sem þegar eru með starfsleyfi en unnið er að því að koma umsókn um starfsleyfi í Umsóknarkerfi Ísland.is.

Lesa meira um starfsleyfi


Þjónustukerfi í útboð 

Þjónustukerfi fyrir Ísland.is og samstarfsstofnanir er nú komið í útboð. Markmið með þjónustukerfinu er að bæta þjónustu við notendur hjá helstu þjónustustofnunum landsins. 

Útboðsupplýsingar á útboðsvef


Eva Sigurbjörg til Stafræns Íslands

Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir er nýr liðsmaður Stafræns Íslands og hefur tekið að sér hlutverk gæða- og verkefnastjóra. Bjóðum Evu hjartanlega velkomna!

Ragnhildur Helga tækni- og þróunarstjóri Stafræns Íslands

Ragnhildur Helga Ragnarsdóttir tekið að sér hlutverk tækni- og þróunarstjóra. Ragnhildur er að færa sig til innan Stafræns Ísland en hún var áður vörustjóri meðal annars Stafræna pósthólfsins og Minna síðna Ísland.is

Innra teymi Stafræns Íslands


Meðal verkefna Stafræns Íslands:

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Mínar síður: Greiðsluáætlun Tryggingastofnunar

  • Mínar síður: Hugverkaréttindin mín

  • Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU

  • Mínar síður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Skírteini: Veiðikortið

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsón um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ellilífeyri

  • Umsókn um háskóla

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Upplýsingavefur um háskólanám á Íslandi

  • Vefur Ríkissaksóknara

  • Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is

  • Vefur Vinnueftirlitsins á Ísland.is

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.