Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf febrúar 2024

16. febrúar 2024

Fréttabréf Stafræns Íslands febrúar 2024

utverdlaun 2024

Ísland.is vinnur til UT-verðlaunaÍsland.is hlaut á föstudag UT-verðlaunin 2024 í flokknum UT-Stafræna opinbera þjónustan fyrir síðastliðið ár. Verðlaunin voru veitt á UT-messunni, einum stærsta viðburðir ársins í tölvugeiranum.

UT-verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) veitir verðlaunin, en þau hafa verið veitt árlega frá árinu 2010. Miðeind hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni. Að auki voru verðlaun veitt í fimm flokkum:

  • Ísland.is hlaut sem fyrr segir verðlaun sem UT-Stafræna opinbera þjónustan.

  • Stafræn framþróun Landspítalans var valið UT-Fyrirtækið.

  • Indó hlaut verðlaun sem UT-Sprotinn.

  • DALA.CARE hlaut verðlaun sem UT-Stafræna almenna þjónustan

ALDA var valin UT-Fjölbreytilega fyrirmyndin

Lesa frét um UTverðlaunin


Viðburðardagatal Ísland.is

Þær stofnanir sem flutt hafa vefi sína á Ísland.is eru hluti af ritstjórn Ísland.is og hafa þeim bein áhrif á framþróun vefsíðunnar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir viðburðardagatali sem hefur nú litið dagsins ljós. 

Dæmi um viðburðardagatal hjá SAk


Þjónustusíða Samgöngustofu

Glæsileg þjónustusíða Samgöngustofu er komin í loftið en þar er helstu fyrirspurnum safnað saman á einfaldan og þægilegan hátt. Algengar spurningar sem þar er að finna verður sömuleiðis bætt í spjallmennið Ask á næstu vikum. Allt er þetta gert til að bæta aðgengi og upplýsingagjöf. 

Þjónustusíða Samgöngustofu


Stafræn vegferð í tölum 

Fylgst er grannt með alls kyns tölfræðiupplýsingum til að meta árangur stafrænnar vegferðar. Sú tölfræði er nú öllum aðgengileg á vef Stafræns Íslands. 

Stafræn vegferð í tölum


Mat á erlendu námi á Ísland.is

Upplýsingasíður og beiðni um mat á erlendu námi eru nú aðgengilegar á Ísland.is. Um er að ræða þrenns konar mat. Mat á erlendu háskólanámi, mat á framhaldsskólanámi og mat á námi til starfsréttinda


Starfsleyfi Landlæknis 

Starfsleyfisvottorð Landlæknis eru nú aðgengileg í Umsóknarkerfi Ísland.is. Það þýðir að heilbrigðisstarfsfólk getur skráð sig inn og fengið starfsvottorð sitt sent í Stafræna pósthólfið.
Vonast er til að þetta einfaldi líf þeirra sem þegar eru með starfsleyfi en unnið er að því að koma umsókn um starfsleyfi í Umsóknarkerfi Ísland.is.

Lesa meira um starfsleyfi


Þjónustukerfi í útboð 

Þjónustukerfi fyrir Ísland.is og samstarfsstofnanir er nú komið í útboð. Markmið með þjónustukerfinu er að bæta þjónustu við notendur hjá helstu þjónustustofnunum landsins. 

Útboðsupplýsingar á útboðsvef


Eva Sigurbjörg til Stafræns Íslands

Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir er nýr liðsmaður Stafræns Íslands og hefur tekið að sér hlutverk gæða- og verkefnastjóra. Bjóðum Evu hjartanlega velkomna!

Ragnhildur Helga tækni- og þróunarstjóri Stafræns Íslands

Ragnhildur Helga Ragnarsdóttir tekið að sér hlutverk tækni- og þróunarstjóra. Ragnhildur er að færa sig til innan Stafræns Ísland en hún var áður vörustjóri meðal annars Stafræna pósthólfsins og Minna síðna Ísland.is

Innra teymi Stafræns Íslands


Meðal verkefna Stafræns Íslands:

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Mínar síður: Greiðsluáætlun Tryggingastofnunar

  • Mínar síður: Hugverkaréttindin mín

  • Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU

  • Mínar síður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Skírteini: Veiðikortið

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsón um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ellilífeyri

  • Umsókn um háskóla

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Upplýsingavefur um háskólanám á Íslandi

  • Vefur Ríkissaksóknara

  • Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is

  • Vefur Vinnueftirlitsins á Ísland.is