Allt um alþingiskosningar á kosning.is
28. október 2024
Kosið verður til Alþingis 30. nóvember 2024
Það er í mörg horna að líta þegar kemur að kosningum í lýðræðisríki eins og Íslandi. Landskjörstjórn heldur utan allt sem snýr að sveitastjórnar-, alþingis- og forsetakosningum á Íslandi. Í samstarfi við Stafrænt Ísland hafa þau flutt alla sína upplýsingagjöf á Ísland.is ásamt fjölda stafrænna lausna sem gerir utanumhald kringum kosningar bæði einfaldara í meðferð sem og öruggara.
Meðal þeirra þátta sem eru nú stafrænir á Ísland.is eru stofna til meðmælasöfnunar fyrir framboð, meðmælakerfi, skil á framboðum og skönnun á stafrænum ökuskírteinum á kjörstöðum. Allar þessar lausnir þurfa ekki aðeins að uppfylla lagaleg skilyrði kosninga heldur einnig ýmsar kröfur er snúa að aðgengi og notkun einstaklinga sem og úrvinnslu hjá landskjörstjórn.
Umfram allt þurfa lög og reglur er snúa að kosningum að vera skýrar og aðgengilegar. Sömuleiðis allar upplýsingar sem snúa að kjósendum sem og fyrir framboð að vera aðgengileg ásamt mikilvægum dagsetningum. Stofna til meðmælasöfnunar, meðmælasöfnun og skil á framboðum þarf að liggja fyrir, hvernig fólk býður sig fram, hvar fólk kýs, hvernig fólk kýs utan kjörstaðar og svo mætti lengi telja.