Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Velsældarþing 2026

16. apríl - 17. apríl 2026

Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús, Reykjavík

Velsældarþing, merki

Alþjóðlegt Velsældarþing 2026 (Wellbeing Economy Forum 2026) verður haldið í Hörpu dagana 16.-17. apríl 2026. Þetta er fjórða árið sem Velsældarþingið er haldið. Verndari Velsældarþings er Halla Tómasdóttir forseti Ísland en forseti þingsins er Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá embætti landlæknis.

Yfirskrift þingsins er The Power of Wellbeing – Redefining Sucess. Á þinginu kemur saman alþjóðlegur hópur fólks; stjórnmálamenn, stefnumótendur, fræðafólk, sérfræðingar og áhugafólk um að aukna velsæld í samfélaginu með því að horfa til samfélagslegra og umhverfislegra mælikvarða auk hinna efnahagslegu.

Velsældarþing er haldið með stuðningi frá JA PreventNCD-verkefninu sem er evrópskt samstarfsverkefni sem miðar að því að draga úr byrðinni af langvinnum sjúkdómum og krabbameini í Evrópu, með áherslu á forvarnir, samhæfðar stefnur og aðgerðir til að takast á við samfélagslegan ójöfnuð og áhættuþætti. JA PreventNCD er stýrt af Evrópusambandinu en Ísland er eitt þeirra landa sem gegnir forystuhlutverki í verkefninu.

Mynd frá Velsældarþingi