Málþing – Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis
17. september 2025
13:00 til 16:30
Íslensk erfðagreining. Sturlugata 8, 101 Reykjavík
Bæta við í dagatal
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur útnefnt 17. september ár hvert sem alþjóðadag sjúklingaöryggis. Tilgangurinn er að auka vitund um öryggi sjúklinga og hvetja til almennrar samstöðu um að efla öryggismenningu í heilbrigðisþjónustu. Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Þema ársins að þessu sinni er örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura.
Frekari upplýsingar
Alþjóðadagur sjúklingaöryggis. Örugg heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn og nýbura. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin