Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
12. apríl 2018
Málþingið Hamingja, heilsa og vellíðan með heimsmarkmiðunum var haldið í tilefni alþjóðlega hamingjudagsins.
11. apríl 2018
Embætti landlæknis hefur birt drög að endurskoðuðum ráðleggingum um mataræði á meðgöngu. Ráðleggingarnar eru ætlaðar konum sem hyggja á barneignir, barnshafandi konum, og konum með börn á brjósti.
Í síðustu viku (14. viku) var inflúensan staðfest hjá 17 einstaklingum. Enn dregur úr fjölda þeirra sem greinast með sjúkdóminn. Inflúensu B veiran (B/Yamagata) veldur enn flestum sýkingum.
6. apríl 2018
Allir nemendur í 7., 8. og 9. bekk grunnskóla sem taka þátt í verkefninu Tóbakslaus bekkur fá sundpoka að gjöf frá Embætti landlæknis.
Nýr landlæknir, Alma Dagbjört Möller, tók til starfa nú í vikunni.
4. apríl 2018
Vinnustofa fyrir tengiliði Heilsueflandi samfélags (HSAM) var haldin þann 19. mars síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
í síðustu viku (13. viku) var inflúensan staðfest hjá 19 einstaklingum sem er mikil fækkun frá vikunum á undan.
28. mars 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, úthlutaði í dag 96 milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 167 verkefna og rannsókna.
Embætti landlæknis barst nýlega ábending frá Landspítala um alvarlegt atvik þar sem sjúklingur með svokallað loftbrjóst hafði leitað til bráðamóttöku og gengist undir aðgerð í kjölfar áverka eftir nálastungur.
27. mars 2018
Embætti landlæknis hefur tvö síðustu ár birt lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum en um þessar mundir er unnið þriðju útgáfu lýðheilsuvísa sem birtir verða í júní á þessu ári.