Yfirlæknir á sóttvarnasviði
21. ágúst 2023
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða yfirlækni til starfa á sviði sóttvarna.
Starfið felst fyrst og fremst í verkefnum tengdum vöktun og gagnavinnslu á tilkynningar- og skráningarskyldum sjúkdómum ásamt fjölbreyttum verkefnum á sviði sóttvarna. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á þekkingu í læknavísindum, fagmennsku og samskiptahæfni.
Frekari upplýsingar um starfið, helstu verkefni og hæfniskröfur má finna á Starfatorgi.
Nánari upplýsingar veita:
Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir - gudrun.aspelund@landlaeknir.is- 510 1900
Þórgunnur Hjaltadóttir, mannauðsstjóri - thorgunnur@landlaeknir.is- 510 1900