Verðlaunaleikur Forvarnardagsins 2024 – nemendur í Grunnskólanum í Borgarnesi og Framhaldsskólanum á Húsavík hlutu verðlaun
11. desember 2024
Laugardaginn 7. desember fór fram athöfn á Bessastöðum þar sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti verðlaun fyrir verkefni Forvarnardagsins 2024. Auk forseta flutti Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá embættis landlæknis ávarp þar sem þær töluðu um Forvarnardaginn og til verðlaunahafa, meðal annars um Riddara kærleikans.
Verðlaunaleikurinn
Nemendur þeirra skóla sem tóku þátt í Forvarnardeginum áttu þess kost að taka þátt í verðlaunaleik Forvarnardagsins og senda inn stafrænt efni. Umfjöllunarefnið átti að vera um leiki sem stuðla að samveru fjölskyldu og vina. Dómnefnd skipuð samstarfsaðilum fór yfir innsend verkefni sem voru alls 26, sextán verkefni frá nemum í grunnskóla og tíu verkefni frá nemum í framhaldsskóla. Það var ánægjulegt að sjá að fleiri skólar eru að taka upp það fyrirkomulag að nota verlaunaverkefnið sem skilaverkefni í sínu skipulagi. Verkefnum sem skilað var inn voru fjölbreytt og mörg þeirra áhugaverð, þannig að valið var erfitt.
Verðlaunahafar fyrir grunnskólaverkefni eru úr Grunnskólanum í Borgarnesi, Kristný Halla Bragadóttir, Valdís Björk Samúelsdóttir, Agla Dís Adolfsdóttir, Emelía Ýr Gísladóttir og Emma Mist Andradóttir.
Góðir fjölskylduleikir - myndband
Verðlaunahafi fyrir framhaldskólaverkefni er úr Framhaldsskólanum á Húsavík, Elísabet Ingvarsdóttir.
Fjölskylduleikir. Hugarkort - veggspjald
Embætti landlæknis fer með verkefnastjórn Forvarnardagsins en auk embættis forseta eru samstarfsaðilar eftirtaldir: ÍSÍ, UMFÍ, Heimili og skóli, Rannsóknir og greining, Planet Youth, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samfés, Ríkislögreglustjóri, Skátarnir og SAFF.
Nánari upplýsingar um Forvarnardaginn
Ingibjörg Guðmundsdóttir og Lísbet Sigurðardóttir
Verkefnastjórar Forvarnardags