Talnabrunnur - 9. tölublað 2024
30. desember 2024
Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, hefur verið gefið út.
![](https://images.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2Z61GNUAg1flqwDKCIJThp/9dfc0368ac6c3ba837c139caf0999585/Talnabrunnur_post.png?w=50&fm=webp&q=80)
![Talnabrunnur. Nýtt tölublað](https://images.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2Z61GNUAg1flqwDKCIJThp/9dfc0368ac6c3ba837c139caf0999585/Talnabrunnur_post.png?w=1000&fm=webp&q=80)
Til umfjöllunar er dánartíðni og dánarorsakir árið 2023 og ritið Health at a Glance: Europe 2024.
Dánartíðni og dánarorsakir 2023
Heildardánartíðni var lægri árið 2023 en hún var árið 2022 en þá var hún nokkru hærri en undangengin ár vegna COVID-19 andláta. Algengustu dánarorsakir karla eru sem fyrr sjúkdómar í blóðrásarkerfi og algengustu dánarorsakir kvenna eru krabbamein. Ytri orsakir áverka og eitrana, þar með talið slys og sjálfsvíg, voru algengustu dánarorsakir fólks undir 35 ára á meðan sjúkdómar í blóðrásarkerfi voru algengustu dánarorsakir fólks yfir áttræðu. Að þessu sinni var reiknað hversu mörg æviár glatast vegna ótímabærra dauðsfalla, það er ef einstaklingar látast áður en áttræðisaldri er náð. Hjá körlum glötuðust flest æviár vegna slysaáverka og sjálfvíga en hjá konum glötuðust flest æviár vegna krabbameina.
Health at a Glance: Europe 2024
Rit OECD Health at a Glance: Europe 2024 leit dagsins ljós í nóvember síðastliðnum. Í ritinu er birtur tölfræðisamanburður um heilsufar, lifnaðarhætti og heilbrigðisþjónustu en auk þess er sérstökum viðfangsefnum gerð skil í hverju riti. Að þessu sinni er annars vegar fjallað um áskoranir varðandi mönnun í heilbrigðisþjónustu og hins vegar heilbrigði aldraðra og leiðir til að stuðla að heilbrigðara langlífi.
Greinarhöfundar eru Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, Jón Óskar Guðlaugsson og Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir.
Frekari upplýsingar
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknir.is